Andri Már og Valdís Þóra leiða Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. júní 2011 07:00 Kristján Þór var að leika vel í gær og er líklegur til afreka um helgina. Hann er hér einbeittur í gær að undirbúa næsta högg.fréttablaðið/GVA Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Andri fékk alls 5 fugla (-1) á hringnum og 2 skolla (+2) en alls verða leiknar 54 holur á þessu móti eða þrír 18 holu hringir. Helgi Runólfsson úr GK lék einnig vel í gær en hann er í öðru sæti -2, eða 69 höggum. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er þriðji á -1 eða 70 höggum. Stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar eru ekki langt á eftir. Stefán Már Stefánson úr GR er efstur á þeim lista en hann lék á pari vallar í gær eða 71 höggi. Alls eru 111 kylfingar í karlaflokknum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi er efst í kvennaflokknum en hún er á +1, eða 72 höggum. Valdís fékk einn örn (-2) á hringnum á 7. braut sem er par 5 hola. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er önnur á 73 höggu og höggi þar á eftir er Tinna Jóhannsdóttir úr GK. Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum en keppni lýkur síðdegis á sunnudag. Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Þriðja stigamót ársins á Eimskipsmótaröðinni í golfi hófst í gær á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Ungir kylfingar gáfu tóninn í karlaflokknum þar sem að Andri Már Óskarsson úr GHR á Hellu lék best allra á 68 höggum eða 3 höggum undir pari. Andri fékk alls 5 fugla (-1) á hringnum og 2 skolla (+2) en alls verða leiknar 54 holur á þessu móti eða þrír 18 holu hringir. Helgi Runólfsson úr GK lék einnig vel í gær en hann er í öðru sæti -2, eða 69 höggum. Kristján Þór Einarsson úr Kili Mosfellsbæ er þriðji á -1 eða 70 höggum. Stigahæstu kylfingar Eimskipsmótaraðarinnar eru ekki langt á eftir. Stefán Már Stefánson úr GR er efstur á þeim lista en hann lék á pari vallar í gær eða 71 höggi. Alls eru 111 kylfingar í karlaflokknum. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni Akranesi er efst í kvennaflokknum en hún er á +1, eða 72 höggum. Valdís fékk einn örn (-2) á hringnum á 7. braut sem er par 5 hola. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er önnur á 73 höggu og höggi þar á eftir er Tinna Jóhannsdóttir úr GK. Alls eru 26 keppendur í kvennaflokknum en keppni lýkur síðdegis á sunnudag.
Golf Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira