Skylda að ná góðum samningi Ólafur Þ. Stephensen skrifar 28. júní 2011 07:00 Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust. Rýnivinnan tók óvenjulega stuttan tíma, um átta mánuði. Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið. Fram hefur komið að 21 kafla af 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland þegar leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög. Það er til vitnis um þá aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi. Ísland er einfaldlega miklu lengra komið í aðlögun sinni að sambandinu en önnur ríki sem sótt hafa um aðild. Hægt var að ljúka samdægurs viðræðum um tvo kafla af fjórum, sem byrjað var að ræða í gær. Íslenzk stjórnvöld stefna að því að áfram verði hraður gangur í viðræðunum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir í gær að reynt yrði að hefja viðræður um helming kaflanna á þessu ári og afganginn á fyrri hluta næsta árs. Það er bjartsýn áætlun. Viðræður ríkja sem sækja um aðild að Evrópusambandinu hafa yfirleitt gengið hægar en stefnt var að. Langan tíma getur tekið að leysa einstök erfið mál, þótt viðræður um allt annað gangi vel. Búast má við að kaflarnir um landbúnað og sjávarútveg verði erfiðastir viðfangs í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Til að ná samkomulagi í þeim málum mun þurfa að gera málamiðlanir. Þær þurfa meðal annars að byggjast á fordæmum í samningum ESB við önnur ríki, til dæmis ákvæðum um heimskautalandbúnað sem urðu til þegar Svíþjóð og Finnland gengu í ESB. Þær geta líka orðið til með því að Ísland leitist við að fá fram breytingar á stefnu ESB, eins og líklegt er að geti gerzt í sjávarútvegsmálum, enda tala æ fleiri fyrir því innan sambandsins að sjávarútvegsstefnu þess verði breytt í átt til þess sem tíðkast á Íslandi. Algengt viðkvæði hjá hagsmunaaðilum bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er hins vegar að ómögulegt sé að byggja á fordæmum innan ESB og til lítils að reyna að hagnýta breytt viðhorf til stjórnunar fiskveiða. Þessi öfl tala fyrir ýtrustu kröfum; í raun óbreyttu ástandi. Það eru auðvitað óraunhæfar kröfur og eingöngu til þess fallnar að veikja samningsstöðu Íslands, enda eiga þeir sem setja þær fram það sameiginlegt að vilja alls engan samning. Kannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill ljúka aðildarviðræðunum við ESB og fá að greiða atkvæði um niðurstöðuna. Skylda samningamannanna er að leitast við að ná sem beztum samningi. Viðræðurnar geta siglt í strand en sagan sýnir að þær klárast alltaf á endanum. Í fyrri viðræðum ESB við umsóknarríki hefur oft ekki verið höggvið á hnútinn í erfiðustu málunum fyrr en á lokametrum viðræðnanna, þegar lýðræðislega kjörnir ráðamenn aðildarríkjanna taka við verkefninu af embættismönnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust. Rýnivinnan tók óvenjulega stuttan tíma, um átta mánuði. Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið. Fram hefur komið að 21 kafla af 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland þegar leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög. Það er til vitnis um þá aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi. Ísland er einfaldlega miklu lengra komið í aðlögun sinni að sambandinu en önnur ríki sem sótt hafa um aðild. Hægt var að ljúka samdægurs viðræðum um tvo kafla af fjórum, sem byrjað var að ræða í gær. Íslenzk stjórnvöld stefna að því að áfram verði hraður gangur í viðræðunum. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lýsti því yfir í gær að reynt yrði að hefja viðræður um helming kaflanna á þessu ári og afganginn á fyrri hluta næsta árs. Það er bjartsýn áætlun. Viðræður ríkja sem sækja um aðild að Evrópusambandinu hafa yfirleitt gengið hægar en stefnt var að. Langan tíma getur tekið að leysa einstök erfið mál, þótt viðræður um allt annað gangi vel. Búast má við að kaflarnir um landbúnað og sjávarútveg verði erfiðastir viðfangs í viðræðum Íslands og Evrópusambandsins. Til að ná samkomulagi í þeim málum mun þurfa að gera málamiðlanir. Þær þurfa meðal annars að byggjast á fordæmum í samningum ESB við önnur ríki, til dæmis ákvæðum um heimskautalandbúnað sem urðu til þegar Svíþjóð og Finnland gengu í ESB. Þær geta líka orðið til með því að Ísland leitist við að fá fram breytingar á stefnu ESB, eins og líklegt er að geti gerzt í sjávarútvegsmálum, enda tala æ fleiri fyrir því innan sambandsins að sjávarútvegsstefnu þess verði breytt í átt til þess sem tíðkast á Íslandi. Algengt viðkvæði hjá hagsmunaaðilum bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er hins vegar að ómögulegt sé að byggja á fordæmum innan ESB og til lítils að reyna að hagnýta breytt viðhorf til stjórnunar fiskveiða. Þessi öfl tala fyrir ýtrustu kröfum; í raun óbreyttu ástandi. Það eru auðvitað óraunhæfar kröfur og eingöngu til þess fallnar að veikja samningsstöðu Íslands, enda eiga þeir sem setja þær fram það sameiginlegt að vilja alls engan samning. Kannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill ljúka aðildarviðræðunum við ESB og fá að greiða atkvæði um niðurstöðuna. Skylda samningamannanna er að leitast við að ná sem beztum samningi. Viðræðurnar geta siglt í strand en sagan sýnir að þær klárast alltaf á endanum. Í fyrri viðræðum ESB við umsóknarríki hefur oft ekki verið höggvið á hnútinn í erfiðustu málunum fyrr en á lokametrum viðræðnanna, þegar lýðræðislega kjörnir ráðamenn aðildarríkjanna taka við verkefninu af embættismönnum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun