Lampi í anda Eyjafjallajökuls 29. júní 2011 14:00 Lampinn, sem er innblásinn af öskuskýinu úr Eyjafjallajökli, hefur vakið mikla athygli. „Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Lampinn hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum fyrir frumleika, en eldgosið er fyrirmynd lampans. Göransson er þekkt í heimalandi sínu, en hún einbeitir sér að því að nota náttúruna sem innblástur í allri sinni hönnun. „Öskuskýið sem kom frá Eyjafjallajökli var rosalega fallegt en á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég byrjaði á því að klippa út og geyma myndir af eldgosinu sem ég fann í tímaritum og dagblöðum. Vinnustofan mín var undirlögð af myndum af öskuskýinu á tímabili i hönnunarferlinu," segir Göransson, en það var í byrjun þessa árs sem tilbúin útgáfa af lampanum byrjaði að flakka milli hönnunarsýninga. Mikil eftirspurn er eftir lampanum, sem kemur í verslanir úti um allan heim í haust. Óvíst er þó hvort lampinn á eftir að fást hér á landi. „Ég hef því miður aldrei komið til Íslands en mig dreymir að koma og fá að upplifa landslagið og náttúruna. Það er aldrei að vita nema draumurinn rætist í haust." Eyjafjallajökull er svo sannarlega orðinn þekkt nafn á alþjóðavísu og er Göransson ekki sú fyrsta sem notar hann sem fyrirmynd í hönnun. Úraframleiðandinn Romain Jerome er með armbandsúr í sinni línu þar sem askan frá eldgosinu er notuð í skífu úrsins. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannaði ilminn EFJ Eyjafjallajökull fyrr á þessu ári og íslenska fatamerkið E Label var með boli með mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli í síðustu vetrarlínu sinni, hannaðri af Hörpu Einarsdóttur.- áp Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þegar Eyjafjallajökull og öskuskýið tóku yfir fréttatímann og dagblöðin í heiminum í fyrra heillaðist ég af myndunum sem birtust og þaðan kom hugmyndin að lampanum," segir Mia E. Göransson, sænskur leirhönnuður sem hefur hannað lampa sem ber nafnið Eyjafjallajökull. Lampinn hefur vakið mikla athygli í hönnunarheiminum fyrir frumleika, en eldgosið er fyrirmynd lampans. Göransson er þekkt í heimalandi sínu, en hún einbeitir sér að því að nota náttúruna sem innblástur í allri sinni hönnun. „Öskuskýið sem kom frá Eyjafjallajökli var rosalega fallegt en á sama tíma mjög ógnvekjandi. Ég byrjaði á því að klippa út og geyma myndir af eldgosinu sem ég fann í tímaritum og dagblöðum. Vinnustofan mín var undirlögð af myndum af öskuskýinu á tímabili i hönnunarferlinu," segir Göransson, en það var í byrjun þessa árs sem tilbúin útgáfa af lampanum byrjaði að flakka milli hönnunarsýninga. Mikil eftirspurn er eftir lampanum, sem kemur í verslanir úti um allan heim í haust. Óvíst er þó hvort lampinn á eftir að fást hér á landi. „Ég hef því miður aldrei komið til Íslands en mig dreymir að koma og fá að upplifa landslagið og náttúruna. Það er aldrei að vita nema draumurinn rætist í haust." Eyjafjallajökull er svo sannarlega orðinn þekkt nafn á alþjóðavísu og er Göransson ekki sú fyrsta sem notar hann sem fyrirmynd í hönnun. Úraframleiðandinn Romain Jerome er með armbandsúr í sinni línu þar sem askan frá eldgosinu er notuð í skífu úrsins. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hannaði ilminn EFJ Eyjafjallajökull fyrr á þessu ári og íslenska fatamerkið E Label var með boli með mynd af eldgosinu í Eyjafjallajökli í síðustu vetrarlínu sinni, hannaðri af Hörpu Einarsdóttur.- áp
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira