Hannar mynd á breskan bol 5. júlí 2011 14:00 Siggi Eggerts hefur vakið athygli víða um heim fyrir hönnun sína og myndskreytingar. Fréttablaðið/Valli „Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum," segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafninu Siggi Eggerts. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við verslunina. „Það er gott að vinna með honum Sigga," segir Adrian Currie, fjölmiðlafulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleiddur verður í takmörkuðu upplagi, 120 eintökum," upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vikuna í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It's Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur," segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It's Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdagsvinna hjá mér."„Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði.mynd/asosAsos er þó ekki fyrsta tískuvöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt," segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt. „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því," segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreytingar. martaf@frettabladid.is Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fólk geti keypt föt með verkunum mínum," segir grafíski hönnuðurinn Sigurður Eggertsson sem þekktur er undir nafninu Siggi Eggerts. Siggi var beðinn um að búa til mynd á bol fyrir bresku verslunina Asos.com sem er stærsta sjálfstæða tísku- og snyrtivöruverslun Bretlands á netinu. Siggi er fyrsti íslenski hönnuðurinn sem unnið hefur í samstarfi við verslunina. „Það er gott að vinna með honum Sigga," segir Adrian Currie, fjölmiðlafulltrúi hjá Asos. „Siggi gerði eina mynd á bol fyrir okkur sem framleiddur verður í takmörkuðu upplagi, 120 eintökum," upplýsir Adrian og bætir við að byrjað verði að selja bolina þriðju vikuna í júlí. Siggi og Adrian eru inntir eftir því hvernig samstarf þeirra kom til. Adrian byrjar á að útskýra: „Við erum í samstarfi við hóp sem kallar sig It's Nice That og gefur meðal annars út tímarit. Í samvinnu við hópinn völdum við fimm alþjóðlega listamenn til að hanna mynd fyrir bol hjá okkur," segir Adrian og Siggi tekur við: „Kunningjar mínir hjá It's Nice That höfðu samband við mig og fengu mig til þess að búa til mynstur. Svo verða líka búnir til límmiðar með mynstrinu sem hægt verður að líma á hjól. Þetta var eiginlega bara hversdagsvinna hjá mér."„Ég lét prentaða öryggisborða vefjast í kringum bolinn,“ segir Siggi um bolinn sem hann hannaði.mynd/asosAsos er þó ekki fyrsta tískuvöruverslunin sem Siggi hannar fyrir. „Ég bjó til litla línu fyrir H&M Divided fyrir nokkrum árum. Svo hef ég gert fullt af bolum fyrir Nike. Ég hef unnið smávegis við föt," segir Siggi og er í framhaldinu spurður hvort hann sjái fyrir sér að halda áfram í hönnun mynda og mynstra fyrir föt. „Ég er þannig séð ekkert að eltast við það en ef verkefnið er áhugavert þá geri ég það auðvitað. Ég stefni samt ekki beint að því," segir Siggi sem hefur vakið athygli víða um heim undanfarin ár fyrir hönnun sína og myndskreytingar. martaf@frettabladid.is
Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira