Ástæðulaus ótti Ólafur Þ. Stephensen skrifar 13. júlí 2011 06:00 Af orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evrópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi, sem koma fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarviðræðurnar. „Ég geri mér grein fyrir því eftir þetta samtal að fjárfestingar í sjávarútvegi verða erfiðasti þátturinn," sagði Jóhanna við Fréttablaðið í gær. Þarf þetta að verða erfitt mál? Margir, þar á meðal ýmsir forystumenn í sjávarútvegi, hafa fært rök fyrir því á undanförnum árum, alveg óháð umræðunni um ESB, að bannið við beinni erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi sé tímaskekkja og til óþurftar. Bannið torveldar þannig sjávarútvegsfyrirtækjum að sækja sér áhættufé á hlutabréfamarkaði til frekari vaxtar. Á sínum tíma fékk Ísland undanþágu á sviði sjávarútvegs frá ákvæðum EES-samningsins um fjárfestingafrelsi. Þá ríkti talsverður ótti um að útlendir fjárfestar gleyptu hér heilu atvinnugreinarnar. Hann reyndist ástæðulaus; þvert á móti voru það íslenzku fyrirtækin sem nýttu sér fjárfestingafrelsið til að vaxa erlendis. Þar létu sjávarútvegsfyrirtækin ekki sitt eftir liggja. Fyrirtæki á borð við Samherja hafa verið umsvifamikil í sjávarútvegi innan Evrópusambandsins. Fyrirtæki í eigu Íslendinga ráða til dæmis drjúgum hluta úthafsveiðikvóta Þýzkalands og Bretlands. Ísland getur að sjálfsögðu ekki haldið því fram til langframa að það sé allt í lagi að Íslendingar fjárfesti í sjávarútvegi í ESB, en fyrirtæki frá öðrum Evrópuríkjum megi ekki fjárfesta hér. Óttinn er ástæðulaus. Íslenzkur sjávarútvegur er öflugri en sjávarútvegur flestra ríkja ESB og líklegt að áfram verði það fremur Íslendingar sem fjárfesta ytra en öfugt. Ekki hafa heldur heyrzt neinar fregnir af því að heimamenn á stöðum þar sem Íslendingar hafa fjárfest hafi verið ósáttir við samstarfið – frekar að það sé sameiginlegur skilningur að að það stuðli að verðmætasköpun í byggðunum sem um ræðir. Yrði það eitthvað öðruvísi ef útlendingar fjárfestu hér? Þau rök hafa verið notuð til að réttlæta fjárfestingabannið að nauðsynlegt sé að tengja auðlindina við þjóðina, þannig að hún njóti afraksturs hennar. Vænlegri leið til slíks er sú sem felst í skynsamlegri hluta áforma ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnuninni; að skilgreina veiðiréttinn skýrt sem afnotarétt, sem hæfilegt gjald komi fyrir, en ekki eignarrétt. Erlendir ríkisborgarar eignast þá ekki auðlindina þótt þeir kaupi í sjávarútvegsfyrirtækjum, heldur borga þeir fyrir afnot af henni rétt eins og aðrir. Hafi menn hins vegar áhyggjur af því að verðmæti fari úr landi er hægt að fara þá leið sem meirihluti utanríkismálanefndar bendir á; að setja ákvæði í lög um efnahagsleg tengsl útgerðar og vinnslu við heimahöfn skips. Þá leið hafa til dæmis Bretar farið til að sporna við svokölluðu kvótahoppi. Það er að minnsta kosti ástæða til að velta rækilega fyrir sér hvort gera eigi fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi að vandamáli í aðildarviðræðunum við ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Af orðum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra eftir fund hennar með Angelu Merkel, kanzlara Þýzkalands, má ráða að Merkel hafi tekið vel í að Ísland fengi sérlausnir á sviði landbúnaðar- og sjávarútvegsmála í aðildarsamningi við Evrópusambandið. Hún hafi þó ekki verið hrifin af hugmyndum Íslendinga um að viðhalda takmörkunum á fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi, sem koma fram í áliti meirihluta utanríkismálanefndar Alþingis um aðildarviðræðurnar. „Ég geri mér grein fyrir því eftir þetta samtal að fjárfestingar í sjávarútvegi verða erfiðasti þátturinn," sagði Jóhanna við Fréttablaðið í gær. Þarf þetta að verða erfitt mál? Margir, þar á meðal ýmsir forystumenn í sjávarútvegi, hafa fært rök fyrir því á undanförnum árum, alveg óháð umræðunni um ESB, að bannið við beinni erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi sé tímaskekkja og til óþurftar. Bannið torveldar þannig sjávarútvegsfyrirtækjum að sækja sér áhættufé á hlutabréfamarkaði til frekari vaxtar. Á sínum tíma fékk Ísland undanþágu á sviði sjávarútvegs frá ákvæðum EES-samningsins um fjárfestingafrelsi. Þá ríkti talsverður ótti um að útlendir fjárfestar gleyptu hér heilu atvinnugreinarnar. Hann reyndist ástæðulaus; þvert á móti voru það íslenzku fyrirtækin sem nýttu sér fjárfestingafrelsið til að vaxa erlendis. Þar létu sjávarútvegsfyrirtækin ekki sitt eftir liggja. Fyrirtæki á borð við Samherja hafa verið umsvifamikil í sjávarútvegi innan Evrópusambandsins. Fyrirtæki í eigu Íslendinga ráða til dæmis drjúgum hluta úthafsveiðikvóta Þýzkalands og Bretlands. Ísland getur að sjálfsögðu ekki haldið því fram til langframa að það sé allt í lagi að Íslendingar fjárfesti í sjávarútvegi í ESB, en fyrirtæki frá öðrum Evrópuríkjum megi ekki fjárfesta hér. Óttinn er ástæðulaus. Íslenzkur sjávarútvegur er öflugri en sjávarútvegur flestra ríkja ESB og líklegt að áfram verði það fremur Íslendingar sem fjárfesta ytra en öfugt. Ekki hafa heldur heyrzt neinar fregnir af því að heimamenn á stöðum þar sem Íslendingar hafa fjárfest hafi verið ósáttir við samstarfið – frekar að það sé sameiginlegur skilningur að að það stuðli að verðmætasköpun í byggðunum sem um ræðir. Yrði það eitthvað öðruvísi ef útlendingar fjárfestu hér? Þau rök hafa verið notuð til að réttlæta fjárfestingabannið að nauðsynlegt sé að tengja auðlindina við þjóðina, þannig að hún njóti afraksturs hennar. Vænlegri leið til slíks er sú sem felst í skynsamlegri hluta áforma ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnuninni; að skilgreina veiðiréttinn skýrt sem afnotarétt, sem hæfilegt gjald komi fyrir, en ekki eignarrétt. Erlendir ríkisborgarar eignast þá ekki auðlindina þótt þeir kaupi í sjávarútvegsfyrirtækjum, heldur borga þeir fyrir afnot af henni rétt eins og aðrir. Hafi menn hins vegar áhyggjur af því að verðmæti fari úr landi er hægt að fara þá leið sem meirihluti utanríkismálanefndar bendir á; að setja ákvæði í lög um efnahagsleg tengsl útgerðar og vinnslu við heimahöfn skips. Þá leið hafa til dæmis Bretar farið til að sporna við svokölluðu kvótahoppi. Það er að minnsta kosti ástæða til að velta rækilega fyrir sér hvort gera eigi fjárfestingar útlendinga í sjávarútvegi að vandamáli í aðildarviðræðunum við ESB.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun