Varðandi álfa Davíð Þór Jónsson skrifar 23. júlí 2011 06:00 Í einni af skáldsögum Terrys Pratchett segir frá norn sem fer í húsvitjun til blikksmiðsins í þorpinu til að komast að því af hverju börnin hans veikjast. Með í för er ung stúlka, lærlingur hennar í nornalist. Eftir að hafa skoðað börnin og kynnt sér staðhætti segir nornin blikksmiðnum að börnin séu veik af því að púkar hafi lagt bölvun á brunninn hans, hann verði að grafa nýjan uppi í brekkunni hinum megin við bæjarhúsið. Á heimleiðinn spyr stúlkan þá gömlu af hverju hún hafi ekki sagt blikksmiðnum sannleikann, að gamli brunnurinn sé mengaður af hættulegum örverum. Nornin svarar: „Blikksmiðurinn trúir ekki á hættulegar örverur, en hann trúir á púka og bölvanir. Ég kom ekki til að mennta hann í örverufræði heldur til að bjarga börnunum hans.“ Á meðan það veldur ekki skaða finnst mér sjálfsagt að bera virðingu fyrir því sem fólk trúir, jafnvel þótt það hljómi eins og tóm hindurvitni í mínum eyrum. Við virðumst flest hafa þörf fyrir að trúa einhverju sem ekki verður sannað með rökum eða rannsóknum. Og sá sem trúir á eitthvað jafnóendanlega ósannanlegt fyrirbæri og Guð, ekki síst ef því fylgir trú á upprisu mannsins og eilíft líf – ég tala nú ekki um ef trúin felur það líka í sér að þessi Guð hafi sent einkason sinn til okkar til að frelsa okkur frá dauða til trúar, vonar og kærleika – ætti að fara varlega í að gera lítið úr öðrum fyrir að trúa einhverju sem ekki verður sannað með aðferðum raunvísindanna. Ég trúi ekki á álfa. Þjóðsögur okkar eru hins vegar morandi í frásögnum af álfum og huldufólki. Þessar sögur segja okkur heilmikið um menningarlegan uppruna okkar og bakgrunn. Þær túlka afstöðu kynslóðanna til umhverfisins og náttúrunnar. Þær eru sprottnar úr eldfornri vættatrú, þeirri tilfinningu að landið sé lifandi, að hver hóll og steinn geymi líf, og því beri okkur að koma fram við umhverfi okkar af tilhlýðilegri virðingu, en ekki yfirgangi og hroka því annars fari illa. Þetta finnst mér hreint ekki heimskuleg afstaða. Ég held meira að segja að hægt sé að sýna fram á skynsemina í henni með vísindalegum hætti. Og ef það þarf álfatrú til að fá okkur til að sýna sköpunarverkinu þá lotningu sem það ekki bara verðskuldar, heldur beinlínis krefst af okkur til að það geti haldið áfram að viðhalda okkur, þá finnst mér sjálfsagt að sýna henni virðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Skoðun
Í einni af skáldsögum Terrys Pratchett segir frá norn sem fer í húsvitjun til blikksmiðsins í þorpinu til að komast að því af hverju börnin hans veikjast. Með í för er ung stúlka, lærlingur hennar í nornalist. Eftir að hafa skoðað börnin og kynnt sér staðhætti segir nornin blikksmiðnum að börnin séu veik af því að púkar hafi lagt bölvun á brunninn hans, hann verði að grafa nýjan uppi í brekkunni hinum megin við bæjarhúsið. Á heimleiðinn spyr stúlkan þá gömlu af hverju hún hafi ekki sagt blikksmiðnum sannleikann, að gamli brunnurinn sé mengaður af hættulegum örverum. Nornin svarar: „Blikksmiðurinn trúir ekki á hættulegar örverur, en hann trúir á púka og bölvanir. Ég kom ekki til að mennta hann í örverufræði heldur til að bjarga börnunum hans.“ Á meðan það veldur ekki skaða finnst mér sjálfsagt að bera virðingu fyrir því sem fólk trúir, jafnvel þótt það hljómi eins og tóm hindurvitni í mínum eyrum. Við virðumst flest hafa þörf fyrir að trúa einhverju sem ekki verður sannað með rökum eða rannsóknum. Og sá sem trúir á eitthvað jafnóendanlega ósannanlegt fyrirbæri og Guð, ekki síst ef því fylgir trú á upprisu mannsins og eilíft líf – ég tala nú ekki um ef trúin felur það líka í sér að þessi Guð hafi sent einkason sinn til okkar til að frelsa okkur frá dauða til trúar, vonar og kærleika – ætti að fara varlega í að gera lítið úr öðrum fyrir að trúa einhverju sem ekki verður sannað með aðferðum raunvísindanna. Ég trúi ekki á álfa. Þjóðsögur okkar eru hins vegar morandi í frásögnum af álfum og huldufólki. Þessar sögur segja okkur heilmikið um menningarlegan uppruna okkar og bakgrunn. Þær túlka afstöðu kynslóðanna til umhverfisins og náttúrunnar. Þær eru sprottnar úr eldfornri vættatrú, þeirri tilfinningu að landið sé lifandi, að hver hóll og steinn geymi líf, og því beri okkur að koma fram við umhverfi okkar af tilhlýðilegri virðingu, en ekki yfirgangi og hroka því annars fari illa. Þetta finnst mér hreint ekki heimskuleg afstaða. Ég held meira að segja að hægt sé að sýna fram á skynsemina í henni með vísindalegum hætti. Og ef það þarf álfatrú til að fá okkur til að sýna sköpunarverkinu þá lotningu sem það ekki bara verðskuldar, heldur beinlínis krefst af okkur til að það geti haldið áfram að viðhalda okkur, þá finnst mér sjálfsagt að sýna henni virðingu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun