Líka fyrir augað 2. september 2011 11:00 Tuna Dís Metya. Fréttablaðið/hag Tuna Dís Metya er af úkraínskum og tyrkneskum ættum, fædd og uppalin í Bordeaux í Frakklandi en hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bakstri og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls í litríkum tækifæriskökum sem hún býr til undir merkjum Happy Cakes Reykjavík. „Kökur eru fyrir augað ekki síður en bragðlauka," svarar hún þegar forvitnast er um kökuskreytingarnar. Hún kveðst hafa þróað þá tækni við nám í London fyrir ekki löngu. „Ég skellti mér bara í nám í kökuhönnun. Var reyndar nokkurn tíma að ná tökum á útskurðinum og er bara orðin ágæt," segir hún kímin. Hugðarefnið hefur með tímanum leitt Tunu Dís inn á fleiri spennandi brautir, þar á meðal til starfa hjá Daily News í Ankara í Tyrklandi. „Þar skrifaði ég um lífsstílstengd mál og fékk heila matarsíðu í hverri viku sem var mjög skemmtilegt." Talið beinist aftur að kökunum sem Tuna Dís segir hægt að nálgast á Facebook í gegnum Happy Cakes Reykjavík. „Íslendingar eru sólgnir í þær enda opnir fyrir nýjungum," segir Tuna Dís sem er sjálf heilluð af íslenskri matseld. „Já, ég verð til dæmis að fá mína skötu árlega, öðru heimilisfólki til lítillar ánægju!" roald@frettabladid.is Amerísk súkkulaðikakaAð hætti Tunu Dísar MetayaKaka: 50 g kakóduft 225 ml vatn 100 g smjör (við herbergishita) 275 g sykur 175 g hveiti ¼ tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft Þeytið vel saman smjör og sykur í skál og bætið eggjunum hægt og rólega saman við þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið saman hveiti, matarsóda og lyftiduft út í „blönduna". Blandið saman kakói og vatni og bætið síðast út í. Setjið í mót og bakið við 180° í 35 mínútur. Krem: 125 g smjör (við herbergishita) 125 g flórsykur (sigtaður) 70 g súkkulaði (brætt) Sykurmassi fyrir skreytingarnar. Hrærið öllum hráefnum mjög vel saman og smyrjið á kökuna. Eftir að kremið er komið á kökuna, kælið hana og skreytið með sykurmassa. Lífið Matur Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið
Tuna Dís Metya er af úkraínskum og tyrkneskum ættum, fædd og uppalin í Bordeaux í Frakklandi en hefur verið búsett á Íslandi í tíu ár. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á bakstri og leyfir ímyndunaraflinu að njóta sín til fulls í litríkum tækifæriskökum sem hún býr til undir merkjum Happy Cakes Reykjavík. „Kökur eru fyrir augað ekki síður en bragðlauka," svarar hún þegar forvitnast er um kökuskreytingarnar. Hún kveðst hafa þróað þá tækni við nám í London fyrir ekki löngu. „Ég skellti mér bara í nám í kökuhönnun. Var reyndar nokkurn tíma að ná tökum á útskurðinum og er bara orðin ágæt," segir hún kímin. Hugðarefnið hefur með tímanum leitt Tunu Dís inn á fleiri spennandi brautir, þar á meðal til starfa hjá Daily News í Ankara í Tyrklandi. „Þar skrifaði ég um lífsstílstengd mál og fékk heila matarsíðu í hverri viku sem var mjög skemmtilegt." Talið beinist aftur að kökunum sem Tuna Dís segir hægt að nálgast á Facebook í gegnum Happy Cakes Reykjavík. „Íslendingar eru sólgnir í þær enda opnir fyrir nýjungum," segir Tuna Dís sem er sjálf heilluð af íslenskri matseld. „Já, ég verð til dæmis að fá mína skötu árlega, öðru heimilisfólki til lítillar ánægju!" roald@frettabladid.is Amerísk súkkulaðikakaAð hætti Tunu Dísar MetayaKaka: 50 g kakóduft 225 ml vatn 100 g smjör (við herbergishita) 275 g sykur 175 g hveiti ¼ tsk. matarsódi 1 tsk. lyftiduft Þeytið vel saman smjör og sykur í skál og bætið eggjunum hægt og rólega saman við þar til blandan verður létt og ljós. Sigtið saman hveiti, matarsóda og lyftiduft út í „blönduna". Blandið saman kakói og vatni og bætið síðast út í. Setjið í mót og bakið við 180° í 35 mínútur. Krem: 125 g smjör (við herbergishita) 125 g flórsykur (sigtaður) 70 g súkkulaði (brætt) Sykurmassi fyrir skreytingarnar. Hrærið öllum hráefnum mjög vel saman og smyrjið á kökuna. Eftir að kremið er komið á kökuna, kælið hana og skreytið með sykurmassa.
Lífið Matur Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið