Lögmál vindhanans Þorsteinn Pálsson skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Forseti Íslands skýrir reglulega í erlendum fjölmiðlum hvernig Íslendingar voru og eru öðrum snjallari í stjórn peningamála með eigin gjaldmiðil. Þó að þetta rími ekki við hagtölur og lifandi reynslu heimila og fyrirtækja hér á heimavígstöðvunum enduróma helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar þennan boðskap. Peningamálin eru ein af uppistöðunum í andófi þeirra. Frá því evran kom til sögunnar hefur röksemdafærsla aðildarandstæðinga hins vegar sveiflast eftir sömu lögmálum og vindhani á burst. Í byrjun veiktist evran. Þá var það röksemd gegn aðild. Síðan styrktist hún. Þá var röksemdinni snúið við og því haldið fram að það þjónaði ekki útflutningshagsmunum Íslands að tengjast sterkri mynt. Þau rök dugðu skammt því að íslenska krónan varð allt í einu sterkari en evran. Þá var staðhæft að ekkert væri vitlausara en að yfirgefa nægtaborðið sem því fylgdi. Síðan féll sú spilaborg og við fengum gjaldeyrishöft einir Evrópubúa. Þegar þar var komið sögu varð til kenningin um að hrun krónunnar og höftin hafi í raun verið gæfa en ekki áfall. Í reynd réðu stjórnendur peningamála litlu um gang krónunnar þar til höftin komu þó að hún að formi til lyti fullveldisyfirráðum þeirra. Eina haldreipið í þessum hringsnúningi röksemda er sú trú að fólk muni ekki hvernig haninn sneri á burstinni þegar síðast blés úr annarri átt.Blekking Fjármálakreppan í Evrópu hefur í sumar verið uppspretta nýrra hugmynda í röksemdasmiðjunni. Snemmsumars var fullyrt að evran yrði brátt úr sögunni. Þó að enginn gæti útilokað slíka hrakspá þótti hún ekki nógu sannfærandi. Kenningunni var því breytt yfir í þá staðhæfingu að Grikkland og önnur efnahagslega veik ríki myndu yfirgefa evruna. Eftir að Grikkir samþykktu aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og komið var fram yfir hundadaga tók kenningin á sig þá mynd að Þýskaland myndi til að verja myntbandalagið setja evruríkjunum svo ströng skilyrði um stjórn ríkisfjármála í framtíðinni að óboðlegt væri fullvalda þjóðum. Sem sagt: Þrjár mismunandi útgáfur af einni og sömu hræðslukenningunni og sumarið ekki á enda. Af öllum útgáfunum hefur verið dregin sú ályktun að kalla yrði aðildarumsóknina til baka og einungis fífl skildu það ekki. Að sönnu er ekki unnt að útiloka að illa fari fyrir myntbandalaginu og augljóst er að það mun ekki þrífast fremur en önnur myntkerfi ef bakhjarlinn er ekki aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum. Veikleikinn í hræðsluáróðrinum er hins vegar sá að látið er í veðri vaka að Ísland sé hólpið ef það einungis stendur utan evrópska myntbandalagsins. Það er blekking. Við erum á margan hátt í veikari stöðu vegna lítils myntkerfis. Aðildarandstæðingar hafa ekki enn getað svarað spurningunni hvað á að koma í staðinn. Í einum mánuði vísa þeir í fríverslunarsamning við Kína og við Bandaríkin í þeim næsta, tala um norska krónu í dag og kanadískan dal á morgun, og þannig hring eftir hring.Falli evran hrynur krónan Kjarni málsins er sá að falli evran hrynur krónan. Það veitir því ekkert skjól að standa utan myntbandalagsins. Heimilin eru hins vegar varnarlausari hér vegna verðtryggingar og fyrirtækin veikari vegna hafta. Gengishrunið hefur fært peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja en ekki aukið hagvöxtinn. Í ýmsum evruríkjum hefur verið meiri hagvöxtur en hér. Evruríkin þurfa sannarlega að sætta sig við harða kosti í ríkisfjármálum á komandi tíð, sérstaklega þau sem eru skuldug eins og Ísland. Ætli Ísland að standast viðskiptalöndunum snúning með eigin sjálfstæða mynt verður ekki komist hjá enn harðari aðgerðum hér. Það kostar einfaldlega meira að verja stöðugleika í örsmáu peningakerfi en leiða myndi af þátttöku í stærri heild. Enginn fullveldisréttur losar okkur því undan harkalegum ríkisfjármálaaðgerðum á næstu árum nema við ætlum að gefa stöðugleikamarkmiðið og samkeppnisstöðuna eftir. Það þýðir lakari lífskjör. Evruandstæðingar benda enda ekki á neinn annan kost í ríkisfjármálum en þann sem þýsk stjórnvöld hafa talað fyrir; eða er það? Lækkun hlutabréfa á mörkuðum í Ameríku, Asíu og Evrópu í vikunni kallar enn frekar á endurmat peningastefnunnar, aukið aðhald í ríkisfjármálum og skýra hagvaxtarstefnu en ekki afturköllun aðildarumsóknarinnar. Spurningin um varaplan brotni evrópska myntbandalagið upp snýst um það hvort við viljum fylgja Þjóðverjum eða ríkjum eins og Grikklandi inn í óvissa framtíð. Þeir sem tala eins og við séum eyland í peningamálum fara hins vegar villur vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Vanræksla á skyldum gagnvart öldruðum og sóun á skattfé Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun 21 blár Jón Pétur Zimsen Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun
Forseti Íslands skýrir reglulega í erlendum fjölmiðlum hvernig Íslendingar voru og eru öðrum snjallari í stjórn peningamála með eigin gjaldmiðil. Þó að þetta rími ekki við hagtölur og lifandi reynslu heimila og fyrirtækja hér á heimavígstöðvunum enduróma helstu andstæðingar Evrópusambandsaðildar þennan boðskap. Peningamálin eru ein af uppistöðunum í andófi þeirra. Frá því evran kom til sögunnar hefur röksemdafærsla aðildarandstæðinga hins vegar sveiflast eftir sömu lögmálum og vindhani á burst. Í byrjun veiktist evran. Þá var það röksemd gegn aðild. Síðan styrktist hún. Þá var röksemdinni snúið við og því haldið fram að það þjónaði ekki útflutningshagsmunum Íslands að tengjast sterkri mynt. Þau rök dugðu skammt því að íslenska krónan varð allt í einu sterkari en evran. Þá var staðhæft að ekkert væri vitlausara en að yfirgefa nægtaborðið sem því fylgdi. Síðan féll sú spilaborg og við fengum gjaldeyrishöft einir Evrópubúa. Þegar þar var komið sögu varð til kenningin um að hrun krónunnar og höftin hafi í raun verið gæfa en ekki áfall. Í reynd réðu stjórnendur peningamála litlu um gang krónunnar þar til höftin komu þó að hún að formi til lyti fullveldisyfirráðum þeirra. Eina haldreipið í þessum hringsnúningi röksemda er sú trú að fólk muni ekki hvernig haninn sneri á burstinni þegar síðast blés úr annarri átt.Blekking Fjármálakreppan í Evrópu hefur í sumar verið uppspretta nýrra hugmynda í röksemdasmiðjunni. Snemmsumars var fullyrt að evran yrði brátt úr sögunni. Þó að enginn gæti útilokað slíka hrakspá þótti hún ekki nógu sannfærandi. Kenningunni var því breytt yfir í þá staðhæfingu að Grikkland og önnur efnahagslega veik ríki myndu yfirgefa evruna. Eftir að Grikkir samþykktu aðhaldsaðgerðir í ríkisfjármálum og komið var fram yfir hundadaga tók kenningin á sig þá mynd að Þýskaland myndi til að verja myntbandalagið setja evruríkjunum svo ströng skilyrði um stjórn ríkisfjármála í framtíðinni að óboðlegt væri fullvalda þjóðum. Sem sagt: Þrjár mismunandi útgáfur af einni og sömu hræðslukenningunni og sumarið ekki á enda. Af öllum útgáfunum hefur verið dregin sú ályktun að kalla yrði aðildarumsóknina til baka og einungis fífl skildu það ekki. Að sönnu er ekki unnt að útiloka að illa fari fyrir myntbandalaginu og augljóst er að það mun ekki þrífast fremur en önnur myntkerfi ef bakhjarlinn er ekki aðhaldssöm stefna í ríkisfjármálum. Veikleikinn í hræðsluáróðrinum er hins vegar sá að látið er í veðri vaka að Ísland sé hólpið ef það einungis stendur utan evrópska myntbandalagsins. Það er blekking. Við erum á margan hátt í veikari stöðu vegna lítils myntkerfis. Aðildarandstæðingar hafa ekki enn getað svarað spurningunni hvað á að koma í staðinn. Í einum mánuði vísa þeir í fríverslunarsamning við Kína og við Bandaríkin í þeim næsta, tala um norska krónu í dag og kanadískan dal á morgun, og þannig hring eftir hring.Falli evran hrynur krónan Kjarni málsins er sá að falli evran hrynur krónan. Það veitir því ekkert skjól að standa utan myntbandalagsins. Heimilin eru hins vegar varnarlausari hér vegna verðtryggingar og fyrirtækin veikari vegna hafta. Gengishrunið hefur fært peninga frá almenningi til útflutningsfyrirtækja en ekki aukið hagvöxtinn. Í ýmsum evruríkjum hefur verið meiri hagvöxtur en hér. Evruríkin þurfa sannarlega að sætta sig við harða kosti í ríkisfjármálum á komandi tíð, sérstaklega þau sem eru skuldug eins og Ísland. Ætli Ísland að standast viðskiptalöndunum snúning með eigin sjálfstæða mynt verður ekki komist hjá enn harðari aðgerðum hér. Það kostar einfaldlega meira að verja stöðugleika í örsmáu peningakerfi en leiða myndi af þátttöku í stærri heild. Enginn fullveldisréttur losar okkur því undan harkalegum ríkisfjármálaaðgerðum á næstu árum nema við ætlum að gefa stöðugleikamarkmiðið og samkeppnisstöðuna eftir. Það þýðir lakari lífskjör. Evruandstæðingar benda enda ekki á neinn annan kost í ríkisfjármálum en þann sem þýsk stjórnvöld hafa talað fyrir; eða er það? Lækkun hlutabréfa á mörkuðum í Ameríku, Asíu og Evrópu í vikunni kallar enn frekar á endurmat peningastefnunnar, aukið aðhald í ríkisfjármálum og skýra hagvaxtarstefnu en ekki afturköllun aðildarumsóknarinnar. Spurningin um varaplan brotni evrópska myntbandalagið upp snýst um það hvort við viljum fylgja Þjóðverjum eða ríkjum eins og Grikklandi inn í óvissa framtíð. Þeir sem tala eins og við séum eyland í peningamálum fara hins vegar villur vegar.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun