Á virkilega ekki að taka í taumana? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. ágúst 2011 08:00 Íslenska karlalandsliðið er í frjálsu falli. Hér er fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson í leiknum gegn Dönum í vor. Mynd/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Sjá meira