Á virkilega ekki að taka í taumana? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. ágúst 2011 08:00 Íslenska karlalandsliðið er í frjálsu falli. Hér er fyrirliðinn Hermann Hreiðarsson í leiknum gegn Dönum í vor. Mynd/Daníel Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu. Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er orðið að aðhlátursefni. Liðið hefur ekki unnið leik í 441 dag, síðan í maí á síðasta ári, og hvorki meira né minna en 1.032 dagar eru síðan A-landslið Íslands í knattspyrnu vann mótsleik. Það fer að nálgast heil þrjú ár. Liðið hefur ekki einu sinni skorað mark á árinu 2011. Hafi botninum ekki enn verið náð, sökk liðið ansi nálægt honum í fyrrakvöld þegar liðið steinlá fyrir Ungverjalandi, 4-0, í Búdapest. Það var vináttulandsleikur – fyrsti og líklega eini æfingaleikur ársins 2011. Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari er nú á sínu fjórða ári í starfinu. Fyrstu þrjú árin lék liðið samtals átján æfingaleiki en aðeins einn í ár. Hverju sætir? Af hverju finnur íslenska liðið enga andstæðinga til að spila við? Ástæðan hlýtur að vera sú að knattspyrnulandsliðið er í ruslflokki. Það er dottið niður í 121. sæti styrkleikalista FIFA og komið í neðsta styrkleikaflokk í Evrópu. Í guðanna bænum, við erum fyrir neðan Færeyjar og Liechtenstein á listanum – með fullri virðingu fyrir þeim þjóðum. Það er með öllu óásættanlegt. Þegar næsti listi kemur út, 24. ágúst, mun Ísland falla enn neðar á listanum ef allt er eðlilegt. Ísland mun sökkva dýpra en nokkru sinni fyrr. Ástæðan fyrir því að Ólafur Jóhannesson er enn í starfi landsliðsþjálfara hlýtur að vera sú að hingað til hefur liðið sýnt inn á milli ágæta spilamennsku. Mér er þó til efs að það hafi náð að setja saman nokkuð heilsteyptar 90 mínútur í einum og sama leiknum. En forráðamönnum KSÍ hefur greinilega þótt liðið lofa nægilega góðu til að gefa Ólafi tíma og svigrúm til að byggja upp sitt lið. Leikurinn í Búdapest sýndi þó að þeim tíma var sóað. Liðið sýndi engar framfarir og það var ekkert í leik liðsins sem benti til þess að eitthvað betra væri handan við hornið. Þetta var klaufaleg, vandræðaleg, tilviljanakennd og um fram allt léleg frammistaða liðsins í heild sinni. Og það er þjálfarinn sem ber ábyrgð á frammistöðu liðsins. En þjálfarinn ber ekki einn ábyrgð á liðinu. Það er langt síðan það mátti vera öllum ljóst að hann einn ber ekki ábyrgð á stöðu liðsins á heimsvísu í dag. Knattspyrnuforystunni ber að taka í taumana og reyna að bjarga því sem bjargað verður. Miðað við hvað við eigum marga unga og góða knattspyrnumenn verður að sjá til þess að þeirra bíði viðunandi umgjörð þegar þeir koma heim til að klæðast bláa búningnum. Ímynd liðsins er í molum, eins og sést á því hversu dræm aðsóknin hefur verið á leiki þess hér heima, og uppbyggingin verður að hefjast strax. Ísland á nú þrjá leiki eftir í undankeppni EM 2012 en eftir hana rennur samningur Ólafs við KSÍ út. Formaður KSÍ hefur marglýst því yfir að Ólafur fái að klára sinn samning en leikurinn í Búdapest sýndi að það er löngu orðið tímabært að taka í taumana, þótt ekki væri nema til þess að sýna einhverja smá viðleitni til að bjarga andliti íslenskrar knattspyrnu.
Íslenski boltinn Pistillinn Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira