Litla lambið mitt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 18. ágúst 2011 08:15 Íslenska sauðkindin er misvinsæl hjá landanum. Sumir segja hana heimska og ljóta og eigna henni gróðureyðingu landsins frá fjöru til fjalls. Vestfirskar kindur komust einmitt í fréttir í vor fyrir að éta sumarblómin í görðum Bolvíkinga. Mér finnst hún alls ekki ljót og hélt hún ekki lífinu í íslensku þjóðinni gegnum aldirnar? Það kemur líka annað hljóð í strokkinn þegar búið er að matreiða hana á disk, þá erum við sammála um að íslenskt lambakjöt sé það besta í heimi! Innflutningur á lambakjöti hefur lengi verið til umræðu. Fólk kvartar yfir háu verði á íslenska lambakjötinu og vill hafa val. Ég geri mér svo sem enga grein fyrir því hvaða áhrif það mundi hafa á íslenska kjötframleiðslu almennt, en þó er ég hrædd um að minnstu fjárbúin fyndu fyrir því, sem er synd, minnstu búin framleiða besta kjötið. Ég er ekki viss um að lambakjöt sé framleitt í útlöndum á sama hátt og hér. Hlaupandi frjálst um fjalllendið þar sem það kryddar sig sjálft. Vinnustundirnar á bak við hverja lærissneið eru þó óteljandi því þó að lambið sjái um sig sjálft yfir sumarið verður það ekki til úr engu. Vökustundirnar á sauðburði þar sem tekið er á móti hverju einasta lambi eru margar. Hvert eyra þarf að merkja og skrá og eftir að lömbin fara á fjall er borið á tún svo hægt verði að heyja ofan í flokkinn. Í heyskap er bóndinn upp á dynti náttúrunnar kominn og má ekki missa af sólskinsstund. Á haustin er hlaupið um fjöll á tveimur jafnfljótum eftir hverri kind. Farnar eru margar ferðir fram eftir hausti, þar til allt hefur skilað sér í hús. Í sláturtíðinni fyllir ljúffengt lambakjötið búðarhillurnar. Þar með er vinnu bóndans þó ekki lokið því huga þarf strax að næsta „framleiðsluskammti“ ef hægt er að segja sem svo. Fóðra vel og rækta hverja kind, svo hún gefi af sér gæðaafurð að vori. Líf bóndans snýst ekki um annað og hann þekkir hverja kind. Það sem hann fær svo í vasa sinn fyrir heilt lamb er rétt um það bil kaupverð eins læris út úr búð! Það má alveg hafa það í huga, næst þegar býsnast á yfir verðinu á besta lambakjöti í heimi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun
Íslenska sauðkindin er misvinsæl hjá landanum. Sumir segja hana heimska og ljóta og eigna henni gróðureyðingu landsins frá fjöru til fjalls. Vestfirskar kindur komust einmitt í fréttir í vor fyrir að éta sumarblómin í görðum Bolvíkinga. Mér finnst hún alls ekki ljót og hélt hún ekki lífinu í íslensku þjóðinni gegnum aldirnar? Það kemur líka annað hljóð í strokkinn þegar búið er að matreiða hana á disk, þá erum við sammála um að íslenskt lambakjöt sé það besta í heimi! Innflutningur á lambakjöti hefur lengi verið til umræðu. Fólk kvartar yfir háu verði á íslenska lambakjötinu og vill hafa val. Ég geri mér svo sem enga grein fyrir því hvaða áhrif það mundi hafa á íslenska kjötframleiðslu almennt, en þó er ég hrædd um að minnstu fjárbúin fyndu fyrir því, sem er synd, minnstu búin framleiða besta kjötið. Ég er ekki viss um að lambakjöt sé framleitt í útlöndum á sama hátt og hér. Hlaupandi frjálst um fjalllendið þar sem það kryddar sig sjálft. Vinnustundirnar á bak við hverja lærissneið eru þó óteljandi því þó að lambið sjái um sig sjálft yfir sumarið verður það ekki til úr engu. Vökustundirnar á sauðburði þar sem tekið er á móti hverju einasta lambi eru margar. Hvert eyra þarf að merkja og skrá og eftir að lömbin fara á fjall er borið á tún svo hægt verði að heyja ofan í flokkinn. Í heyskap er bóndinn upp á dynti náttúrunnar kominn og má ekki missa af sólskinsstund. Á haustin er hlaupið um fjöll á tveimur jafnfljótum eftir hverri kind. Farnar eru margar ferðir fram eftir hausti, þar til allt hefur skilað sér í hús. Í sláturtíðinni fyllir ljúffengt lambakjötið búðarhillurnar. Þar með er vinnu bóndans þó ekki lokið því huga þarf strax að næsta „framleiðsluskammti“ ef hægt er að segja sem svo. Fóðra vel og rækta hverja kind, svo hún gefi af sér gæðaafurð að vori. Líf bóndans snýst ekki um annað og hann þekkir hverja kind. Það sem hann fær svo í vasa sinn fyrir heilt lamb er rétt um það bil kaupverð eins læris út úr búð! Það má alveg hafa það í huga, næst þegar býsnast á yfir verðinu á besta lambakjöti í heimi.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun