Í boði Samkeppniseftirlits Guðmundur Andri Thorsson skrifar 19. ágúst 2011 06:00 Á þessum óvissutímum þegar við Íslendingar reynum að byggja úr rústum loftkastala og skýjaborga þjóðfélag sem byggist á raunverulegri verðmætasköpun af raunverulegri starfsemi raunverulegra fyrirtækja þar sem vinnur raunverulegt fólk þá kemur það manni spánskt fyrir sjónir að vinna hjá fyrirtæki sem sætir ofsóknum frá yfirvöldum samkeppnismála fyrir ímyndaðar sakir. Þetta er Forlagið og það starfar að bókaútgáfu. Það varð til við samruna JPV og hluta Eddu, sem aftur varð til við samruna Máls og menningar og Vöku Helgafells um síðustu aldamót. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er 15-20% en Samkeppnisstofnun gefur sér í öllum sínum aðgerðum gagnvart fyrirtækinu að markaðshlutdeildin sé 55-60%. Sú forsenda er ákvörðun stofnunarinnar frá 2008 og hún er ekki til viðræðu um að breyta henni – í átt til raunveruleikans. Stofnunin virðist enn ekki hafa sætt sig við að hafa verið gerð afturreka með þá ákvörðun sína að meina Forlaginu að annast útgáfu á verkum Halldórs Laxness sem hefði þýtt að Nóbelshöfundurinn okkar hefði verið útgefandalaus. Íslendingasögurnar og Sturlunga og aðrar af dýrustu gersemum íslensks menningararfs hafa lotið sams konar búðarlokusjónarmiðum hjá þessari stofnun. Tildrög þess að Forlaginu er nú gert að greiða sekt upp á 25 milljónir og standa í dýru málavafstri kringum þessar ofsóknir eru kæra núverandi eigenda bókaútgáfunnar Bjarts fyrir svo fáránlegar sakir að ekki einu sinni Samkeppnisstofnun gat fallist á þær. Hins vegar notaði stofnunin tækifærið og skellti á Forlagið þessari sekt vegna samskipta við endurseljendur varðandi viðskiptaafslátt og birtingu á útsöluverði. Það er einstaklega hlálegt því að þar skiptir Forlagið meðal annars við stórmarkaði í eigu Baugs sem hafa af fullum þunga beitt gagnvart Forlaginu markaðsráðandi stöðu sinni – í boði samkeppnisyfirvalda. Brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda er að hlúa að atvinnurekstri í landinu. Styðja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem streitast við að halda gangandi starfsemi sinni, greiða laun, greiða skatta og skyldur, skapa verðmæti þrátt fyrir rekstrarumhverfi sem ekki þarf að hafa mörg orð um – og eru hin raunverulegu hjól hins raunverulega atvinnulífs, stödd hér og nú en ekki í ræðum stjórnmálamanna eða skýjaborgum. Það er óskiljanlegt og óþolandi að slíkt fyrirtæki skuli ofan á allt annað þurfa að kljást við fjandsamlegt smákóngaveldi á borð við Samkeppnisstofnun þar sem mikilvægara virðist vera að neita að viðurkenna mistök – halda óskertri ímyndaðri virðingu sinni – en að búa í haginn fyrir heilbrigt atvinnulíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun
Á þessum óvissutímum þegar við Íslendingar reynum að byggja úr rústum loftkastala og skýjaborga þjóðfélag sem byggist á raunverulegri verðmætasköpun af raunverulegri starfsemi raunverulegra fyrirtækja þar sem vinnur raunverulegt fólk þá kemur það manni spánskt fyrir sjónir að vinna hjá fyrirtæki sem sætir ofsóknum frá yfirvöldum samkeppnismála fyrir ímyndaðar sakir. Þetta er Forlagið og það starfar að bókaútgáfu. Það varð til við samruna JPV og hluta Eddu, sem aftur varð til við samruna Máls og menningar og Vöku Helgafells um síðustu aldamót. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er 15-20% en Samkeppnisstofnun gefur sér í öllum sínum aðgerðum gagnvart fyrirtækinu að markaðshlutdeildin sé 55-60%. Sú forsenda er ákvörðun stofnunarinnar frá 2008 og hún er ekki til viðræðu um að breyta henni – í átt til raunveruleikans. Stofnunin virðist enn ekki hafa sætt sig við að hafa verið gerð afturreka með þá ákvörðun sína að meina Forlaginu að annast útgáfu á verkum Halldórs Laxness sem hefði þýtt að Nóbelshöfundurinn okkar hefði verið útgefandalaus. Íslendingasögurnar og Sturlunga og aðrar af dýrustu gersemum íslensks menningararfs hafa lotið sams konar búðarlokusjónarmiðum hjá þessari stofnun. Tildrög þess að Forlaginu er nú gert að greiða sekt upp á 25 milljónir og standa í dýru málavafstri kringum þessar ofsóknir eru kæra núverandi eigenda bókaútgáfunnar Bjarts fyrir svo fáránlegar sakir að ekki einu sinni Samkeppnisstofnun gat fallist á þær. Hins vegar notaði stofnunin tækifærið og skellti á Forlagið þessari sekt vegna samskipta við endurseljendur varðandi viðskiptaafslátt og birtingu á útsöluverði. Það er einstaklega hlálegt því að þar skiptir Forlagið meðal annars við stórmarkaði í eigu Baugs sem hafa af fullum þunga beitt gagnvart Forlaginu markaðsráðandi stöðu sinni – í boði samkeppnisyfirvalda. Brýnasta verkefni íslenskra stjórnvalda er að hlúa að atvinnurekstri í landinu. Styðja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem streitast við að halda gangandi starfsemi sinni, greiða laun, greiða skatta og skyldur, skapa verðmæti þrátt fyrir rekstrarumhverfi sem ekki þarf að hafa mörg orð um – og eru hin raunverulegu hjól hins raunverulega atvinnulífs, stödd hér og nú en ekki í ræðum stjórnmálamanna eða skýjaborgum. Það er óskiljanlegt og óþolandi að slíkt fyrirtæki skuli ofan á allt annað þurfa að kljást við fjandsamlegt smákóngaveldi á borð við Samkeppnisstofnun þar sem mikilvægara virðist vera að neita að viðurkenna mistök – halda óskertri ímyndaðri virðingu sinni – en að búa í haginn fyrir heilbrigt atvinnulíf.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun