Lessurnar í Úganda Davíð Þór Jónsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Kasha Jacqueline Nabagesera á við vandamál að stríða. Hún er lesbía. Það er samt ekki vandamálið. Vandamálið er að hún er frá Úganda. Í Úganda er samfélagið gegnsýrt af hómófóbíu. Samkynhneigð varðar við lög og ævilangur fangelsisdómur liggur við „ítrekaðri samkynhneigð“. Árið 2009 var frumvarp enn fremur lagt fyrir þing Úganda þar sem krafist var dauðarefsingar yfir samkynhneigðum. Vegna alþjóðlegs þrýstings var frumvarpið þó dregið til baka. Frumvarpið naut samt víðtæks stuðnings í Úganda. Hommahatrið er svo viðurkennt að í fyrra vogaði úgandska tímaritið Rolling Stone (sem ekki má rugla saman við alþjóðlega popptímaritið) sér að birta myndir af hundrað yfirlýstum hommum, kalla þá „þjóðarskömm“ og hvetja til þess að þeir yrðu allir hengdir. Í janúar á þessu ári var einn þeirra, David Kato, síðan myrtur á heimili sínu í Kampala. Morðingjarnir sáust flýja af vettvangi í bifreið. Lögreglan hefur skráningarnúmerið undir höndum en morðingjarnir ganga enn lausir. Ritstjóri tímaritsins þrætir enn fyrir að samband sé á milli morðsins og greinarinnar. Það er auðvelt að fallast hendur frammi fyrir þessari grimmd. Það er auðvelt að gefast upp fyrir illsku heimsins. Það er of auðvelt. Það er líka auðvelt að fyllast vanþóknun og krefjast þess að þróunaraðstoð við Úganda sé dregin til baka þangað til ofsóknunum linni. En hvað leiðir það af sér? Skort á almennilegri fullorðinsfræðslu einmitt þar sem hennar er mest þörf. Bandarísk trúfélög með höfuðstöðvar í biblíubeltinu, sem reka meint hjálparstarf en einkum þó áróður gegn samkynhneigðum, yrðu þá ein um hituna í Úganda. Það myndi ekki hjálpa Köshu og vinum hennar, það myndi gera illt verra fyrir þau. Það er líka auðvelt að búa til stuttermaboli og skilti gegn hommaofsóknum í Úganda og hafa hátt úti á götum á Vesturlöndum. Ég vil ekki gera lítið úr mórölskum stuðningi, en það sem gerir málstaðnum þó mest gagn er að Kasha og vinir hennar njóti verndar gegn ribbaldaflokkum, hafi öruggt húsnæði fyrir réttindabaráttu sína og – það sem hljómar í okkar eyrum of einfalt og sjálfsagt til að okkur hugkvæmist að það geti haft úrslitaáhrif – óheftan aðgang að ljósritunarvél. Allt þetta veitir Amnesty International Köshu og félögum hennar í Úganda. Ef þú vilt raunverulega hjálpa geturðu gerst félagi á heimasíðu Íslandsdeildarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Kasha Jacqueline Nabagesera á við vandamál að stríða. Hún er lesbía. Það er samt ekki vandamálið. Vandamálið er að hún er frá Úganda. Í Úganda er samfélagið gegnsýrt af hómófóbíu. Samkynhneigð varðar við lög og ævilangur fangelsisdómur liggur við „ítrekaðri samkynhneigð“. Árið 2009 var frumvarp enn fremur lagt fyrir þing Úganda þar sem krafist var dauðarefsingar yfir samkynhneigðum. Vegna alþjóðlegs þrýstings var frumvarpið þó dregið til baka. Frumvarpið naut samt víðtæks stuðnings í Úganda. Hommahatrið er svo viðurkennt að í fyrra vogaði úgandska tímaritið Rolling Stone (sem ekki má rugla saman við alþjóðlega popptímaritið) sér að birta myndir af hundrað yfirlýstum hommum, kalla þá „þjóðarskömm“ og hvetja til þess að þeir yrðu allir hengdir. Í janúar á þessu ári var einn þeirra, David Kato, síðan myrtur á heimili sínu í Kampala. Morðingjarnir sáust flýja af vettvangi í bifreið. Lögreglan hefur skráningarnúmerið undir höndum en morðingjarnir ganga enn lausir. Ritstjóri tímaritsins þrætir enn fyrir að samband sé á milli morðsins og greinarinnar. Það er auðvelt að fallast hendur frammi fyrir þessari grimmd. Það er auðvelt að gefast upp fyrir illsku heimsins. Það er of auðvelt. Það er líka auðvelt að fyllast vanþóknun og krefjast þess að þróunaraðstoð við Úganda sé dregin til baka þangað til ofsóknunum linni. En hvað leiðir það af sér? Skort á almennilegri fullorðinsfræðslu einmitt þar sem hennar er mest þörf. Bandarísk trúfélög með höfuðstöðvar í biblíubeltinu, sem reka meint hjálparstarf en einkum þó áróður gegn samkynhneigðum, yrðu þá ein um hituna í Úganda. Það myndi ekki hjálpa Köshu og vinum hennar, það myndi gera illt verra fyrir þau. Það er líka auðvelt að búa til stuttermaboli og skilti gegn hommaofsóknum í Úganda og hafa hátt úti á götum á Vesturlöndum. Ég vil ekki gera lítið úr mórölskum stuðningi, en það sem gerir málstaðnum þó mest gagn er að Kasha og vinir hennar njóti verndar gegn ribbaldaflokkum, hafi öruggt húsnæði fyrir réttindabaráttu sína og – það sem hljómar í okkar eyrum of einfalt og sjálfsagt til að okkur hugkvæmist að það geti haft úrslitaáhrif – óheftan aðgang að ljósritunarvél. Allt þetta veitir Amnesty International Köshu og félögum hennar í Úganda. Ef þú vilt raunverulega hjálpa geturðu gerst félagi á heimasíðu Íslandsdeildarinnar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun