Hvar er heildarsýnin? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 3. september 2011 06:00 Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins sagðist Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra myndu beita sér fyrir því að verðtryggingin yrði afnumin. Það er göfugt markmið og væri alveg klárlega heimilum landsins í hag að það næðist. Ögmundur færir meðal annars fram þau rök fyrir afnámi verðtryggingarinnar að vextir sem stjórntæki seðlabanka bíti illa í verðtryggðu hagkerfi. Vaxtahækkun færi bara til afborgunarbyrði fólks og fyrirtækja, en þyngi hana ekki strax. Þetta eru rök sem margir hagfræðingar taka undir. En hvað þarf að koma til svo hægt sé að afnema verðtrygginguna? Á öðrum stað í Fréttablaðinu í gær sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, að forsenda þess væri að hægt yrði að halda verðbólgu lágri og stöðugri. Hitt væri annað mál hvort það væri raunhæft. Hér væri verðbólgan mjög ófyrirsjáanleg og því væri eðlilegt að bæði lánveitendur og lántakendur vildu verðtryggja lán. Meinið er nefnilega að takist ekki að koma böndum á verðbólguna leiðir afnám verðtryggingar óhjákvæmilega til þess að raunvextir hækka. Þeir sem lána peninga leitast þá við að hafa borð fyrir báru; að tryggja sig með háum vöxtum fyrir lækkandi gengi gjaldmiðilsins og verðbólgu. Það er nefnilega ekki rétt hjá Ögmundi Jónassyni að í öðrum löndum sé verðbólgan „látin rýra fjármagnið“. Verðbólguvæntingar eru byggðar inn í vaxtastigið til lengri tíma litið. Annars væru fjármálastofnanirnar að taka of mikla áhættu. Er ekki Ögmundur einmitt talsmaður þess að bankar og önnur fjármálafyrirtæki sýni ráðdeild og taki ekki of mikla áhættu? Svo má spyrja hvað Ögmundur vilji gera til að halda verðbólgunni niðri. Verðbólguskotin á Íslandi eru oftast tengd gengislækkun krónunnar, sem veldur verðhækkun á innflutningi. Er Ögmundur að gera eitthvað í því að útvega okkur nýjan og stöðugri gjaldmiðil? Heilbrigð, erlend fjárfesting í atvinnulífinu stuðlar að innstreymi fjár í landið, sem styrkir gengi krónunnar og dregur úr líkunum á verðhækkunum. Hefur Ögmundur Jónasson mikið stússazt í því að greiða fyrir erlendum fjárfestingum? Ein ástæða þess að stjórntæki Seðlabankans hafa í gegnum tíðina reynzt bitlítil er að ríkisstjórnin hefur ekki stutt við bakið á bankanum með aðhaldi í ríkisfjármálum. Er innanríkisráðherrann talsmaður þess harða aðhalds í ríkisfjármálum til lengri tíma sem þarf til að koma á nauðsynlegum stöðugleika í efnahagslífinu? Afnám verðtryggingarinnar er frábært og vinsælt markmið. En fleira verður að koma til. Ráðherrar í ríkisstjórninni geta ekki bara slegið um sig með vinsælum frösum, þegar alla heildarsýn á peninga- og efnahagsstefnu landsins vantar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Í föstudagsviðtali Fréttablaðsins sagðist Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra myndu beita sér fyrir því að verðtryggingin yrði afnumin. Það er göfugt markmið og væri alveg klárlega heimilum landsins í hag að það næðist. Ögmundur færir meðal annars fram þau rök fyrir afnámi verðtryggingarinnar að vextir sem stjórntæki seðlabanka bíti illa í verðtryggðu hagkerfi. Vaxtahækkun færi bara til afborgunarbyrði fólks og fyrirtækja, en þyngi hana ekki strax. Þetta eru rök sem margir hagfræðingar taka undir. En hvað þarf að koma til svo hægt sé að afnema verðtrygginguna? Á öðrum stað í Fréttablaðinu í gær sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, að forsenda þess væri að hægt yrði að halda verðbólgu lágri og stöðugri. Hitt væri annað mál hvort það væri raunhæft. Hér væri verðbólgan mjög ófyrirsjáanleg og því væri eðlilegt að bæði lánveitendur og lántakendur vildu verðtryggja lán. Meinið er nefnilega að takist ekki að koma böndum á verðbólguna leiðir afnám verðtryggingar óhjákvæmilega til þess að raunvextir hækka. Þeir sem lána peninga leitast þá við að hafa borð fyrir báru; að tryggja sig með háum vöxtum fyrir lækkandi gengi gjaldmiðilsins og verðbólgu. Það er nefnilega ekki rétt hjá Ögmundi Jónassyni að í öðrum löndum sé verðbólgan „látin rýra fjármagnið“. Verðbólguvæntingar eru byggðar inn í vaxtastigið til lengri tíma litið. Annars væru fjármálastofnanirnar að taka of mikla áhættu. Er ekki Ögmundur einmitt talsmaður þess að bankar og önnur fjármálafyrirtæki sýni ráðdeild og taki ekki of mikla áhættu? Svo má spyrja hvað Ögmundur vilji gera til að halda verðbólgunni niðri. Verðbólguskotin á Íslandi eru oftast tengd gengislækkun krónunnar, sem veldur verðhækkun á innflutningi. Er Ögmundur að gera eitthvað í því að útvega okkur nýjan og stöðugri gjaldmiðil? Heilbrigð, erlend fjárfesting í atvinnulífinu stuðlar að innstreymi fjár í landið, sem styrkir gengi krónunnar og dregur úr líkunum á verðhækkunum. Hefur Ögmundur Jónasson mikið stússazt í því að greiða fyrir erlendum fjárfestingum? Ein ástæða þess að stjórntæki Seðlabankans hafa í gegnum tíðina reynzt bitlítil er að ríkisstjórnin hefur ekki stutt við bakið á bankanum með aðhaldi í ríkisfjármálum. Er innanríkisráðherrann talsmaður þess harða aðhalds í ríkisfjármálum til lengri tíma sem þarf til að koma á nauðsynlegum stöðugleika í efnahagslífinu? Afnám verðtryggingarinnar er frábært og vinsælt markmið. En fleira verður að koma til. Ráðherrar í ríkisstjórninni geta ekki bara slegið um sig með vinsælum frösum, þegar alla heildarsýn á peninga- og efnahagsstefnu landsins vantar.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun