Rýnt í kaflaskipti listarinnar 20. september 2011 10:00 Jón Proppé segir afdrifarík kynslóðaskipti hafa orðið í listum á sjöunda áratugnum, þegar abstraktstefnan sem hafði verið ríkjandi í áratug var á undanhaldi og menn tóku að þreifa fyrir sér á nýjum slóðum. Fréttablaðið/Vilhelm Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Sjöundi áratugurinn og þau skil sem urðu í listum á því tímabili eru í brennidepli á yfirlitssýningarinnar Ný list verður til, sem verður opnuð á Kjarvalsstððum í dag. Þá urðu afdrifarík kynslóðaskipti í íslenskri myndlist, þar sem landslagslistin svaraði ekki lengur kröfum samtímans og abstraktlistin, sem hafði verið ráðandi í um áratug, var á undanhaldi. „Það myndaðist semsagt ákveðið tómarúm, sérstaklega á árunum 1965 til 1970,“ segir Jón Proppé sýningarstjóri. „Þegar engin ein stefna er lengur ráðandi fara menn að leita í ýmsar ólíkar áttir. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað en sú fyrri og var reiðubúin til að skoða ólíklegustu kima í leit að innblæstri. Úr þessari gerjun spretta upp hreyfingar á borð við SÚM og líka kvennalistin, sem var mjög sterk áratuginn á eftir.“ Að mati Jóns helgaðist endurnýjunin í listum á þessum tíma fyrst og fremst af kynslóðaskiptum, þótt vissulega hafi eldri listamenn tekið þátt í tilraunastarfsemi. „Aðrir sátu við sinn keip og fyrir vikið urðu dálítil átök í kringum þetta en líka mikil stemning.“ Jón kveðst hafa lagt mikið upp úr að hafa sýninguna fræðandi, í vetur verður til að mynda boðið upp á dagskrá í tengslum við hana þar sem fjallað verður um hliðstæða endurnýjun í öðrum listgreinum á sjöunda áratugnum. „Það voru líka miklir umbrotatímar í öðrum geirum líka,“ segir Jón. „Vigdís Finnbogadóttir ræðir til dæmis um tilraunaleikhús á sjöunda áratugnum, Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá umbrotatímum í pólitík.“ Þá verða ýmsir tónlistarviðburðir á dagskrá í tengslum við sýninguna. Spurður hvort jafn róttæk endurnýjun hafi átt sér stað í myndlist frá því á sjöunda áratugnum, hugsar Jón sig um. „Kannski ekki jafn róttæk, en þróunin hefur verið hraðari í þaðheila. Myndlistin er til dæmis mjög fjölbreytt nú um mundir, það er engin ein nálgun eða stefna ráðandi. Ungir listamenn í dag hugsa dálítið eins og þetta fólk gerði fyrir 45 árum; að sé allt í lagi þótt sumir geri popplistaverk, aðrir konseptverk og enn aðrir málmskúlptúra og ekkert því til fyrirstöðu að allir geti sýnt saman. Umburðarlyndið er ekki jafn ríkjandi þegar ein ákveðin stefna verður ráðandi. Kannski er staðan í myndlistinni nú um mundir vísbending um það að við séum á nýju opnunarskeiðu og það gæti orðið róttæk breyting á næstunni.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Ný list verður til og viðburði henni tengdri má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. bergsteinn@frettablad.is Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum. Sjöundi áratugurinn og þau skil sem urðu í listum á því tímabili eru í brennidepli á yfirlitssýningarinnar Ný list verður til, sem verður opnuð á Kjarvalsstððum í dag. Þá urðu afdrifarík kynslóðaskipti í íslenskri myndlist, þar sem landslagslistin svaraði ekki lengur kröfum samtímans og abstraktlistin, sem hafði verið ráðandi í um áratug, var á undanhaldi. „Það myndaðist semsagt ákveðið tómarúm, sérstaklega á árunum 1965 til 1970,“ segir Jón Proppé sýningarstjóri. „Þegar engin ein stefna er lengur ráðandi fara menn að leita í ýmsar ólíkar áttir. Nýja kynslóðin vildi eitthvað allt annað en sú fyrri og var reiðubúin til að skoða ólíklegustu kima í leit að innblæstri. Úr þessari gerjun spretta upp hreyfingar á borð við SÚM og líka kvennalistin, sem var mjög sterk áratuginn á eftir.“ Að mati Jóns helgaðist endurnýjunin í listum á þessum tíma fyrst og fremst af kynslóðaskiptum, þótt vissulega hafi eldri listamenn tekið þátt í tilraunastarfsemi. „Aðrir sátu við sinn keip og fyrir vikið urðu dálítil átök í kringum þetta en líka mikil stemning.“ Jón kveðst hafa lagt mikið upp úr að hafa sýninguna fræðandi, í vetur verður til að mynda boðið upp á dagskrá í tengslum við hana þar sem fjallað verður um hliðstæða endurnýjun í öðrum listgreinum á sjöunda áratugnum. „Það voru líka miklir umbrotatímar í öðrum geirum líka,“ segir Jón. „Vigdís Finnbogadóttir ræðir til dæmis um tilraunaleikhús á sjöunda áratugnum, Bjarki Sveinbjörnsson forstöðumaður Tónlistarsafns Íslands ræðir um tilraunir í tónlist á sjöunda áratugnum og Dagný Kristjánsdóttir segir frá umbrotatímum í pólitík.“ Þá verða ýmsir tónlistarviðburðir á dagskrá í tengslum við sýninguna. Spurður hvort jafn róttæk endurnýjun hafi átt sér stað í myndlist frá því á sjöunda áratugnum, hugsar Jón sig um. „Kannski ekki jafn róttæk, en þróunin hefur verið hraðari í þaðheila. Myndlistin er til dæmis mjög fjölbreytt nú um mundir, það er engin ein nálgun eða stefna ráðandi. Ungir listamenn í dag hugsa dálítið eins og þetta fólk gerði fyrir 45 árum; að sé allt í lagi þótt sumir geri popplistaverk, aðrir konseptverk og enn aðrir málmskúlptúra og ekkert því til fyrirstöðu að allir geti sýnt saman. Umburðarlyndið er ekki jafn ríkjandi þegar ein ákveðin stefna verður ráðandi. Kannski er staðan í myndlistinni nú um mundir vísbending um það að við séum á nýju opnunarskeiðu og það gæti orðið róttæk breyting á næstunni.“ Nánari upplýsingar um sýninguna Ný list verður til og viðburði henni tengdri má finna á heimasíðu Listasafns Reykjavíkur, listasafnreykjavikur.is. bergsteinn@frettablad.is
Menning Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira