Meðal fimm fremstu 25. september 2011 10:00 Friðrik Steinn Friðriksson er einn af fimm fremstu vöruhönnuðunum á Norðurlöndunum að mati FORM. „Þetta kitlar auðvitað aðeins," segir Friðrik Steinn Friðriksson vöruhönnuður en hann er talinn upp sem einn af þeim fimm unghönnuðum sem hafi framtíð norrænnar hönnunar í hendi sér, í nýjasta tölublaði hönnunartímaritsins FORM. „Þetta er staðfesting á því að maður er að gera eitthvað rétt," bætir hann hógvær við, en sem útskriftarverkefni hannaði Friðrik nýja útgáfu af fótboltamarki, sem FORM segir ögrandi nálgun á hið staðnaða ferhyrnda mark. Fótboltamark Friðriks er enda átthyrningur. „Ég hef gaman af að bulla í hlutum sem ekkert hefur verið hreyft við í hundrað ár og eru eins og heilög kýr. Fótboltamarkið er þannig hlutur. Þegar krakkar spila fótbolta skiptir útlitið engu máli og markið getur þess vegna verið tvö tré og greinarnar hluti af leiknum. Spurningin bak við verkið er hvernig leikurinn breytist og hvernig skynjun það verður að skjóta á svona mark og að verja í svona marki. Í raun er auðveldara fyrir markmanninn að verja í þessu marki, en að sama skapi verður til meiri leikur, boltinn hefur fleiri leiðir til að komast inn."Átthyrnt fótboltamark Friðriks Steins vakti athygli hönnunartímaritsins FORM.Mynd/Friðrik Steinn FriðrikssonAðspurður segist Friðrik ekki óttast viðbrögð íhaldsamra og blóðheitra fótboltabulla. Hann á þó heldur ekki von á að nýja markinu verði tekið fagnandi. „Nei, fólk er í eðli sínu íhaldssamt en kannski dregur markið annan hóp knattspyrnufólks að, sem vill prófa eitthvað nýtt." Friðrik Steinn hefur nú hafið meistaranám í upplifunarhönnun við Konstfack-háskólann í Stokkhólmi og segir námið falla vel að áhugasviði sínu. Hann nálgist hluti oft meira út frá hugmyndafræði en endanlegri niðurstöðu í hönnun sinni og leggi í raun leitina að jöfnu við niðurstöðuna. „Þetta er tiltölulega nýtt svið og snýst ekki um að hanna hluti beinlínis heldur að brjóta upp þær upplifanir sem við göngum að sem gefnum dags daglega," segir hann og hlakkar til dvalarinnar í Stokkhólmi þó hann tali enga sænsku. Eftir námið segir hann framtíðina óráðna. „Ég læt bara kylfu ráða kasti." heida@frettabladid.is . Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Þetta kitlar auðvitað aðeins," segir Friðrik Steinn Friðriksson vöruhönnuður en hann er talinn upp sem einn af þeim fimm unghönnuðum sem hafi framtíð norrænnar hönnunar í hendi sér, í nýjasta tölublaði hönnunartímaritsins FORM. „Þetta er staðfesting á því að maður er að gera eitthvað rétt," bætir hann hógvær við, en sem útskriftarverkefni hannaði Friðrik nýja útgáfu af fótboltamarki, sem FORM segir ögrandi nálgun á hið staðnaða ferhyrnda mark. Fótboltamark Friðriks er enda átthyrningur. „Ég hef gaman af að bulla í hlutum sem ekkert hefur verið hreyft við í hundrað ár og eru eins og heilög kýr. Fótboltamarkið er þannig hlutur. Þegar krakkar spila fótbolta skiptir útlitið engu máli og markið getur þess vegna verið tvö tré og greinarnar hluti af leiknum. Spurningin bak við verkið er hvernig leikurinn breytist og hvernig skynjun það verður að skjóta á svona mark og að verja í svona marki. Í raun er auðveldara fyrir markmanninn að verja í þessu marki, en að sama skapi verður til meiri leikur, boltinn hefur fleiri leiðir til að komast inn."Átthyrnt fótboltamark Friðriks Steins vakti athygli hönnunartímaritsins FORM.Mynd/Friðrik Steinn FriðrikssonAðspurður segist Friðrik ekki óttast viðbrögð íhaldsamra og blóðheitra fótboltabulla. Hann á þó heldur ekki von á að nýja markinu verði tekið fagnandi. „Nei, fólk er í eðli sínu íhaldssamt en kannski dregur markið annan hóp knattspyrnufólks að, sem vill prófa eitthvað nýtt." Friðrik Steinn hefur nú hafið meistaranám í upplifunarhönnun við Konstfack-háskólann í Stokkhólmi og segir námið falla vel að áhugasviði sínu. Hann nálgist hluti oft meira út frá hugmyndafræði en endanlegri niðurstöðu í hönnun sinni og leggi í raun leitina að jöfnu við niðurstöðuna. „Þetta er tiltölulega nýtt svið og snýst ekki um að hanna hluti beinlínis heldur að brjóta upp þær upplifanir sem við göngum að sem gefnum dags daglega," segir hann og hlakkar til dvalarinnar í Stokkhólmi þó hann tali enga sænsku. Eftir námið segir hann framtíðina óráðna. „Ég læt bara kylfu ráða kasti." heida@frettabladid.is .
Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira