Hundsúrar húsmæður Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 15. september 2011 06:00 Börnum þykja feður sínir skemmtilegri en mæður sínar. Þetta er niðurstaða danskrar könnunar sem ég las um hér í blaðinu um daginn. Niðurstöðurnar komu mér ekki beinlínis á óvart. Þær eru í samræmi við það lífseiga lögmál að velferð fjölskyldulífsins sé á ábyrgð móðurinnar, og þá gömlu lummu að stúlkur séu ábyrgðarfullar og drengir þurfi þess ekki. Ég hef löngum öfundað stráka af frelsi hins ábyrgðarlausa og það súrnaði í mér. Fyrir mörgum árum horfði ég á einhvers konar forvarnarauglýsingu varðandi ótímabærar þunganir. Í henni var reynt að koma því til skila til unga fólksins að það að eignast barn væri ekki einfalt mál. Gengið var út frá því að stúlkur væru ábyrgðarfullar en strákar ekki, en myndbrotið sem átti að höfða til stelpnanna sýndi samviskusama stúlku fletta í námsbókum meðan þulurinn sagði fæðingu barns setja strik í framtíðarplönin. Myndbrotið sem átti að höfða til drengjanna sýndi hóp stráka skellihlæjandi að ýta bíl í gang og fagna ógurlega þegar það tókst. Þulurinn sagði fæðingu barns setja strik í félagslífið. Ég man hvað ég varð súr er ég horfði á þetta. Í amerískum viðtalsþætti þar sem viðkvæm mál eru gjarnan krufin til mergjar sat mjög ungt par eitt sinn fyrir svörum um samlíf sitt og mögulegar afleiðingar þess. Stúlkan bar þó ein hitann og þungann af umræðunni, því ef strákurinn var spurður hvað hann myndi gera, til dæmis ef barn kæmi undir, sagði hann einfaldlega: „Það sem hún vill gera!“ Svar hans var tekið gott og gilt og hljóðnemanum beint að stúlkunni, sem rjóð í kinnum svaraði spurningum um fóstureyðingar, ættleiðingar, barnauppeldi og fjármál. Það þótti mér súrt. Óteljandi sjónvarpsþættir hafa verið gerðir um fjölskyldulífið sem byggjast á formúlunni um hundsúru húsmóðurina sem skammast í karli og krökkum við að halda heimilinu gangandi. Við þekkjum þetta vel. Hver kannast ekki sjálfur við að hafa treyst á mömmu sína um hrein föt og mat í maga, að hún vissi um alla hluti og tekið rexi hennar um slæma umgengni sem sjálfsögðum hlut. Svo sjálfsögðum að óþarft væri að bregðast við. Ég móðgaðist fyrir hönd allra mæðra þegar ég las um þessa könnun og ákvað að hún skyldi ekki eiga við um mig, sneri mér hundsúr að þvottakörfunni og barði saman plöggin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun
Börnum þykja feður sínir skemmtilegri en mæður sínar. Þetta er niðurstaða danskrar könnunar sem ég las um hér í blaðinu um daginn. Niðurstöðurnar komu mér ekki beinlínis á óvart. Þær eru í samræmi við það lífseiga lögmál að velferð fjölskyldulífsins sé á ábyrgð móðurinnar, og þá gömlu lummu að stúlkur séu ábyrgðarfullar og drengir þurfi þess ekki. Ég hef löngum öfundað stráka af frelsi hins ábyrgðarlausa og það súrnaði í mér. Fyrir mörgum árum horfði ég á einhvers konar forvarnarauglýsingu varðandi ótímabærar þunganir. Í henni var reynt að koma því til skila til unga fólksins að það að eignast barn væri ekki einfalt mál. Gengið var út frá því að stúlkur væru ábyrgðarfullar en strákar ekki, en myndbrotið sem átti að höfða til stelpnanna sýndi samviskusama stúlku fletta í námsbókum meðan þulurinn sagði fæðingu barns setja strik í framtíðarplönin. Myndbrotið sem átti að höfða til drengjanna sýndi hóp stráka skellihlæjandi að ýta bíl í gang og fagna ógurlega þegar það tókst. Þulurinn sagði fæðingu barns setja strik í félagslífið. Ég man hvað ég varð súr er ég horfði á þetta. Í amerískum viðtalsþætti þar sem viðkvæm mál eru gjarnan krufin til mergjar sat mjög ungt par eitt sinn fyrir svörum um samlíf sitt og mögulegar afleiðingar þess. Stúlkan bar þó ein hitann og þungann af umræðunni, því ef strákurinn var spurður hvað hann myndi gera, til dæmis ef barn kæmi undir, sagði hann einfaldlega: „Það sem hún vill gera!“ Svar hans var tekið gott og gilt og hljóðnemanum beint að stúlkunni, sem rjóð í kinnum svaraði spurningum um fóstureyðingar, ættleiðingar, barnauppeldi og fjármál. Það þótti mér súrt. Óteljandi sjónvarpsþættir hafa verið gerðir um fjölskyldulífið sem byggjast á formúlunni um hundsúru húsmóðurina sem skammast í karli og krökkum við að halda heimilinu gangandi. Við þekkjum þetta vel. Hver kannast ekki sjálfur við að hafa treyst á mömmu sína um hrein föt og mat í maga, að hún vissi um alla hluti og tekið rexi hennar um slæma umgengni sem sjálfsögðum hlut. Svo sjálfsögðum að óþarft væri að bregðast við. Ég móðgaðist fyrir hönd allra mæðra þegar ég las um þessa könnun og ákvað að hún skyldi ekki eiga við um mig, sneri mér hundsúr að þvottakörfunni og barði saman plöggin.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun