Stórstjarna stjórnar í Hörpu 16. september 2011 12:30 Gustavo Dudamel stjórnar Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar í Hörpu á sunnudag. Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar leikur í Hörpu á sunnudag og eru tónleikarnir liður í ferð sveitarinnar um Norðurlönd. Þetta er í fyrsta sinn sem sinfóníuhljómsveitin leikur hér á landi. Hljómsveitin leikur undir stjórn Gustavo Dudamel, sem þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur að aldri á litríkan og merkan feril að baki. Dudamel er aðalstjórnandi Gautaborgarsinfóníunnar, tónlistarstjóri Fílharmóníunnar í Los Angeles og listrænn stjórnandi Orquesta Sinfónica Simón Bolívar í heimalandi sínu, Venesúela. Gustavo Dudamel er ein skærasta stjarnan í tónlistarheiminum í dag þrátt fyrir ungan aldur. Tónlistarnám hans hófst í gegnum El Sistema í Venesúela, kerfi sem tónlistarmenn um allan heim líta til sem fyrirmyndar að kerfi tónlistaruppeldis. Níutíu prósent nemenda eru fátæk en fá í gegnum tónlistarnám tækifæri til að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit. Dudamel, sem er sonur tónlistarmanna, lærði á fiðlu og fékkst við tónsmíðar en var farinn að læra tónlistarstjórn fjórtán ára gamall. Hann hefur vakið mikla athygli, umfjöllun um hann í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum var til að mynda kölluð Gustavo the Great, eða Gústaf mikli, en í nýrri heimildarmynd, „Let the Children Play", segir frá stuðningi hans við tónlistarnám barna. Á efnisskrá tónleikanna í Hörpu verður meðal annars frumflutningur verksins Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist, Sinfónía nr. 6 eftir Tsjaíkovskí og Klarinettukonsert eftir Mozart í flutningi einleikarans Martin Fröst, sem er Íslendingum að góðu kunnur, en hann hefur meðal annars komið fram sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.- sbt Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar leikur í Hörpu á sunnudag og eru tónleikarnir liður í ferð sveitarinnar um Norðurlönd. Þetta er í fyrsta sinn sem sinfóníuhljómsveitin leikur hér á landi. Hljómsveitin leikur undir stjórn Gustavo Dudamel, sem þrátt fyrir að vera aðeins þrítugur að aldri á litríkan og merkan feril að baki. Dudamel er aðalstjórnandi Gautaborgarsinfóníunnar, tónlistarstjóri Fílharmóníunnar í Los Angeles og listrænn stjórnandi Orquesta Sinfónica Simón Bolívar í heimalandi sínu, Venesúela. Gustavo Dudamel er ein skærasta stjarnan í tónlistarheiminum í dag þrátt fyrir ungan aldur. Tónlistarnám hans hófst í gegnum El Sistema í Venesúela, kerfi sem tónlistarmenn um allan heim líta til sem fyrirmyndar að kerfi tónlistaruppeldis. Níutíu prósent nemenda eru fátæk en fá í gegnum tónlistarnám tækifæri til að læra á hljóðfæri og spila í hljómsveit. Dudamel, sem er sonur tónlistarmanna, lærði á fiðlu og fékkst við tónsmíðar en var farinn að læra tónlistarstjórn fjórtán ára gamall. Hann hefur vakið mikla athygli, umfjöllun um hann í fréttaskýringaþættinum 60 mínútum var til að mynda kölluð Gustavo the Great, eða Gústaf mikli, en í nýrri heimildarmynd, „Let the Children Play", segir frá stuðningi hans við tónlistarnám barna. Á efnisskrá tónleikanna í Hörpu verður meðal annars frumflutningur verksins Tiger Touch eftir Karin Rehnqvist, Sinfónía nr. 6 eftir Tsjaíkovskí og Klarinettukonsert eftir Mozart í flutningi einleikarans Martin Fröst, sem er Íslendingum að góðu kunnur, en hann hefur meðal annars komið fram sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.- sbt
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira