Sex sterk og jöfn lið í karlaboltanum í vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 22. september 2011 06:00 Stuðningsmenn FH fóru mikinn síðasta vetur og það verður áfram veisla í Krikanum ef eitthvað mark er takandi á spá forráðamanna. Mynd/Hag Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. „Ég átti von á því að okkur yrði spáð einu af þrem efstu sætunum. Hvort okkur yrði spáð titli er annað mál. Ég bjóst líka við því að Fram yrði nær okkur. Ég held annars að deildin verði jafnari en í fyrra,“ segir Kristján Arason, þjálfari FH, en spáin kom honum aðeins á óvart. Fastlega er búist við því að sex lið muni berjast um sætin fjögur í úrslitakeppninni og markmið liðanna núna er því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Miklar breytingar hafa orðið á meistaraliði FH. Sterkir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson, Loga Geirsson, Pálmar Pétursson og Sigurgeir Árna Ægisson eru horfnir á braut. Í þeirra stað hefur FH fengið Andra Berg Haraldsson, Ragnar Jóhannsson og Hjalta Þór Pálmason. „Það hefur verið basl að púsla liðinu saman. Mér finnst við ekki vera komnir nema svona 70-80 prósent á leið. Við eigum töluvert inni. Menn eru enn að læra inn á hver annan,“ segir Kristján en hans lið ætlar, þrátt fyrir breytingarnar, að setja stefnuna á titilinn. Einar Jónsson mun halda um stjórnartauminn hjá bæði karla- og kvennaliði Fram. Kvennaliðinu er spáð öðru sæti eins og svo oft áður en karlaliðinu fjórða til fimma sæti. „það er svo sem ekkert í þessari spá sem kemur mér á óvart. Það búast margir við sex liða baráttu karlamegin. Ég held það verði erfitt að spá fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Einar sem býst við erfiðum bardaga kvennamegin enda sé Valur með algjört yfirburðalið í deildinni að hans mati. „Við erum með mikið breytt lið enda misst leikmenn og fengið aðra í staðinn. Þar erum við að þróa liðið. Við horfum á framfarirnar í vetur. Markmiðið er að halda öðru sætinu sem okkur er spáð og svo reyna að veita Val einhverja keppni. Valur er með langbesta liðið eins og staðan er í dag,“ segir Einar en hvað með markmiðin hjá körlunum? „Karlamegin er markmiðið að komast í úrslitakeppnina.“ Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira
Karlalið FH og kvennalið Vals verða Íslandsmeistarar árið 2012 samkvæmt árlegri spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna sem birt var á kynningarfundi N1-deildanna. Þessi lið urðu meistarar á síðustu leiktíð og munu því verja titla sína samkvæmt spánni. „Ég átti von á því að okkur yrði spáð einu af þrem efstu sætunum. Hvort okkur yrði spáð titli er annað mál. Ég bjóst líka við því að Fram yrði nær okkur. Ég held annars að deildin verði jafnari en í fyrra,“ segir Kristján Arason, þjálfari FH, en spáin kom honum aðeins á óvart. Fastlega er búist við því að sex lið muni berjast um sætin fjögur í úrslitakeppninni og markmið liðanna núna er því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Miklar breytingar hafa orðið á meistaraliði FH. Sterkir leikmenn á borð við Ólaf Guðmundsson, Loga Geirsson, Pálmar Pétursson og Sigurgeir Árna Ægisson eru horfnir á braut. Í þeirra stað hefur FH fengið Andra Berg Haraldsson, Ragnar Jóhannsson og Hjalta Þór Pálmason. „Það hefur verið basl að púsla liðinu saman. Mér finnst við ekki vera komnir nema svona 70-80 prósent á leið. Við eigum töluvert inni. Menn eru enn að læra inn á hver annan,“ segir Kristján en hans lið ætlar, þrátt fyrir breytingarnar, að setja stefnuna á titilinn. Einar Jónsson mun halda um stjórnartauminn hjá bæði karla- og kvennaliði Fram. Kvennaliðinu er spáð öðru sæti eins og svo oft áður en karlaliðinu fjórða til fimma sæti. „það er svo sem ekkert í þessari spá sem kemur mér á óvart. Það búast margir við sex liða baráttu karlamegin. Ég held það verði erfitt að spá fyrir um hvernig þetta verður,“ segir Einar sem býst við erfiðum bardaga kvennamegin enda sé Valur með algjört yfirburðalið í deildinni að hans mati. „Við erum með mikið breytt lið enda misst leikmenn og fengið aðra í staðinn. Þar erum við að þróa liðið. Við horfum á framfarirnar í vetur. Markmiðið er að halda öðru sætinu sem okkur er spáð og svo reyna að veita Val einhverja keppni. Valur er með langbesta liðið eins og staðan er í dag,“ segir Einar en hvað með markmiðin hjá körlunum? „Karlamegin er markmiðið að komast í úrslitakeppnina.“
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Færeyingar í skýjunum: „Sennilega besti leikur sem ég hef spilað“ Skýrsla Ágústs: Hógværa hetjan Hafdís og hornin mega bera höfuðið hátt Sjá meira