Thom Yorke, söngvari Radiohead, hefur staðfest að hljómsveitin ætli að eyða næsta ári í tónleikahald. Radiohead hefur aðeins spilað einu sinni á tónleikum eftir að platan King of Limbs kom út fyrr á þessu ári og því ættu hinir fjölmörgu aðdáendur hljómsveitarinnar að gleðjast.
„Hugmyndin er að fara af stað á næsta ári og spila á tónleikum út árið,“ sagði Yorke í samtali við breska ríkisútvarpið BBC. Þá sagði hann að Clive Deamer úr Portishead myndi koma fram með hljómsveitinni.
Tónlist