Birgir Leifur: Þetta var frábært fyrir sjálfstraustið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2011 08:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Arnþór Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrjaði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evrópumótaröðinni og hófst í Atzenbrugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið. „Ég get ekki annað en verið sáttur með þessa byrjun á mótinu. Það er ekki búið að ganga neitt spes upp á síðkastið og þetta er því frábært fyrir sjálfstraustið,“ segir Birgir Leifur, sem hefur lagt grunninn að því að ná niðurskurðinum annað kvöld. „Maður vill alltaf vera með um helgina og þetta er góður meðbyr fyrir það,“ segir Birgir Leifur, sem fann sig á flötunum og náði meðal annars fimm fuglum á hringnum. „Mér gekk best að pútta og ég fann mig gríðarlega vel á flötunum í dag. Ég var rosalega ánægður með það. Púttin hafa oft verið veiki hlekkurinn hjá mér,“ segir Birgir Leifur og bætti við: „Flatirnar eru frábærar hérna úti, þannig að það var ánægjulegt að ná að rúlla nokkrum góðum púttum í,“ sagði Birgir Leifur. „Ég hef lítið spilað í ár og þetta er búið að vera svolítið pirrandi ár. Ég hef verið að detta inn í mót á síðustu stundu og svoleiðis en ég vissi það svo sem fyrir. Það er búið að vera frekar erfitt en ég vona að ég nái að bæta stöðuna mína fyrir næsta ár og reyni að keyra upp listann eins og maður hefur verið að gera,“ sagði Birgir Leifur, sem mun keppa á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina seinna í haust. Hann var með Íranum Michael McGeady og Ítalanum Alessio Bruschi, sem höfðu ekki roð við honum. „Írinn var þrjá yfir en Ítalinn var tólf yfir. Það gekk því best hjá mér en það er stutt á milli í þessu. Það er lykilatriði að ná góðum hringjum og fá mómentið með sér. Maður þarf að vera jákvæður og þolinmóður. Þetta er bara slagur í hausnum,“ segir Birgir Leifur, sem stefnir á að halda sér í toppslagnum, en hann er þremur höggum á eftir Liam Bond frá Wales. „Það er markmiðið fyrir hvert mót að vera meðal efstu manna og eiga möguleika á að vinna. Það er alltaf markmiðið og maður heldur sig við það.“ Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG byrjaði mjög vel á Opna austurríska mótinu í golfi, sem tilheyrir Evrópumótaröðinni og hófst í Atzenbrugg í gær. Birgir lék fyrsta hringinn á 69 höggum, þremur höggum undir pari, sem skilar honum upp í 6. sætið. „Ég get ekki annað en verið sáttur með þessa byrjun á mótinu. Það er ekki búið að ganga neitt spes upp á síðkastið og þetta er því frábært fyrir sjálfstraustið,“ segir Birgir Leifur, sem hefur lagt grunninn að því að ná niðurskurðinum annað kvöld. „Maður vill alltaf vera með um helgina og þetta er góður meðbyr fyrir það,“ segir Birgir Leifur, sem fann sig á flötunum og náði meðal annars fimm fuglum á hringnum. „Mér gekk best að pútta og ég fann mig gríðarlega vel á flötunum í dag. Ég var rosalega ánægður með það. Púttin hafa oft verið veiki hlekkurinn hjá mér,“ segir Birgir Leifur og bætti við: „Flatirnar eru frábærar hérna úti, þannig að það var ánægjulegt að ná að rúlla nokkrum góðum púttum í,“ sagði Birgir Leifur. „Ég hef lítið spilað í ár og þetta er búið að vera svolítið pirrandi ár. Ég hef verið að detta inn í mót á síðustu stundu og svoleiðis en ég vissi það svo sem fyrir. Það er búið að vera frekar erfitt en ég vona að ég nái að bæta stöðuna mína fyrir næsta ár og reyni að keyra upp listann eins og maður hefur verið að gera,“ sagði Birgir Leifur, sem mun keppa á úrtökumótum fyrir Evrópumótaröðina seinna í haust. Hann var með Íranum Michael McGeady og Ítalanum Alessio Bruschi, sem höfðu ekki roð við honum. „Írinn var þrjá yfir en Ítalinn var tólf yfir. Það gekk því best hjá mér en það er stutt á milli í þessu. Það er lykilatriði að ná góðum hringjum og fá mómentið með sér. Maður þarf að vera jákvæður og þolinmóður. Þetta er bara slagur í hausnum,“ segir Birgir Leifur, sem stefnir á að halda sér í toppslagnum, en hann er þremur höggum á eftir Liam Bond frá Wales. „Það er markmiðið fyrir hvert mót að vera meðal efstu manna og eiga möguleika á að vinna. Það er alltaf markmiðið og maður heldur sig við það.“
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira