Hjálmar hafa sent frá sér nýtt lag sem nefnist Ég teikna stjörnu. Það verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Órar, sem kemur út 3. nóvember. Hjálmar eru lagðir af stað í tónleikaferð til Finnlands, Rússlands og Eistlands, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Þar koma þeir fram á sjö tónleikum og fara í hljóðver með finnska tónlistarmanninum Jimi Tenor.
Hjálmar verða fulltrúar Íslands á stórri bókakaupstefnu í Turku í Finnlandi. Þeir halda einnig tónleika með Jukka Poika, sem er einn vinsælasti tónlistarmaður Finna og spilar einmitt reggí eins og Hjálmar.
