Baðherbergi þjóðanna Davíð Þór Jónsson skrifar 1. október 2011 11:00 Menningarlegur munur þjóða birtist meðal annars í því hvað salernisaðstaða felur í sér í hverju landi. Þegar ég var ungur þurfti ég einu sinni að ferðast með lest frá Istanbúl til Amsterdam, illa haldinn af matareitrun eftir að hafa lagt mér til munns alsírskan geitaost. Aðeins einu sinni á ferðalaginu þurfti ég að gera þarfir mínar í gat í gólfið. Það var á Gare de Lyon lestarstöðinni í París, háborg menningar og lista í Evrópu. Jafnvel í búlgörskum landamæraskúr, þar sem ég þurfti að dúsa um hríð vegna misskilnings við vegabréfaeftirlit við tyrknesku landamærin, var mér boðið upp á betri salernisaðstöðu. Þjóðverjar hafa sinn fræga skoðunarpall ofan í hverju klósetti. Þeir sem dvalið hafa í Þýskalandi hafa vanist þessu og finnst óþægilegt að heyra plaskið í annars konar salernum. Ítalir hafa það sem þeir kalla „bidet“. Það er sérstakur rassavaskur til að þvo á sér óæðri endann. Ég hef heyrt Ítali kvarta undan því að þetta vanti í norræn baðherbergi. Reyndar þarf ekki að hafa lifað lengi á suður-evrópskum mat til að skilja hvernig hugmyndin að þessu fyrirbæri varð til. Danir hafa tekið upp á athyglisverðri nýjung í sambandi við sturtur. Hún er í því fólgin að baðherbergið sjálft gegnir hlutverki sturtuklefa, sturtuhausinn stendur niður úr loftinu. Kannski er hægt að draga tjald fyrir til að hlífa vaskinum og salerninu við mestu vætunni. Þetta þýðir samt sem áður að það er viðvarandi ástand á dönskum salernispappír að vera rakur. Sennilega er þetta gert til að spara pláss, hugsanlega til að spara tíma – því þetta leyfir auðvitað að tvær flugur séu slegnar í einu höggi þarna inni. Á dönsku hóteli, þar sem ég dvaldi nýlega, var fyrirkomulagið með þessu móti. Tveir kranar stýrðu vatninu. Annar stillti kraftinn og hitann, hinn stjórnaði því hvort bunan kæmi ofan í vaskinn eða niður úr loftinu. Þessu fyrirkomulagi er alveg hægt að venjast. Það tók mig bara tvo daga. Þriðja morguninn sem ég dvaldi þarna hafði ég loks vit á því að athuga hvort konan mín, sem nýkomin var úr sturtu, hefði stillt bununa til baka á vaskinn þegar ég ætlaði að þvo mér um hendurnar. Ég lenti bara fullklæddur í sturtubaði tvisvar meðan á dvölinni stóð. Nú vantar mig aðeins túlkunarlykil. Hvað er það nákvæmlega sem þessi fjölbreyttu tilbrigði við baðherbergi segja manni um ólíka menningu þjóða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Menningarlegur munur þjóða birtist meðal annars í því hvað salernisaðstaða felur í sér í hverju landi. Þegar ég var ungur þurfti ég einu sinni að ferðast með lest frá Istanbúl til Amsterdam, illa haldinn af matareitrun eftir að hafa lagt mér til munns alsírskan geitaost. Aðeins einu sinni á ferðalaginu þurfti ég að gera þarfir mínar í gat í gólfið. Það var á Gare de Lyon lestarstöðinni í París, háborg menningar og lista í Evrópu. Jafnvel í búlgörskum landamæraskúr, þar sem ég þurfti að dúsa um hríð vegna misskilnings við vegabréfaeftirlit við tyrknesku landamærin, var mér boðið upp á betri salernisaðstöðu. Þjóðverjar hafa sinn fræga skoðunarpall ofan í hverju klósetti. Þeir sem dvalið hafa í Þýskalandi hafa vanist þessu og finnst óþægilegt að heyra plaskið í annars konar salernum. Ítalir hafa það sem þeir kalla „bidet“. Það er sérstakur rassavaskur til að þvo á sér óæðri endann. Ég hef heyrt Ítali kvarta undan því að þetta vanti í norræn baðherbergi. Reyndar þarf ekki að hafa lifað lengi á suður-evrópskum mat til að skilja hvernig hugmyndin að þessu fyrirbæri varð til. Danir hafa tekið upp á athyglisverðri nýjung í sambandi við sturtur. Hún er í því fólgin að baðherbergið sjálft gegnir hlutverki sturtuklefa, sturtuhausinn stendur niður úr loftinu. Kannski er hægt að draga tjald fyrir til að hlífa vaskinum og salerninu við mestu vætunni. Þetta þýðir samt sem áður að það er viðvarandi ástand á dönskum salernispappír að vera rakur. Sennilega er þetta gert til að spara pláss, hugsanlega til að spara tíma – því þetta leyfir auðvitað að tvær flugur séu slegnar í einu höggi þarna inni. Á dönsku hóteli, þar sem ég dvaldi nýlega, var fyrirkomulagið með þessu móti. Tveir kranar stýrðu vatninu. Annar stillti kraftinn og hitann, hinn stjórnaði því hvort bunan kæmi ofan í vaskinn eða niður úr loftinu. Þessu fyrirkomulagi er alveg hægt að venjast. Það tók mig bara tvo daga. Þriðja morguninn sem ég dvaldi þarna hafði ég loks vit á því að athuga hvort konan mín, sem nýkomin var úr sturtu, hefði stillt bununa til baka á vaskinn þegar ég ætlaði að þvo mér um hendurnar. Ég lenti bara fullklæddur í sturtubaði tvisvar meðan á dvölinni stóð. Nú vantar mig aðeins túlkunarlykil. Hvað er það nákvæmlega sem þessi fjölbreyttu tilbrigði við baðherbergi segja manni um ólíka menningu þjóða?
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun