Satan beindi hljómsveitinni Ourlives á skrýtnar brautir 1. október 2011 14:00 Stefna út Ourlives hyggst fylgja plötunni eftir hér heima og stefnir svo með hana út fyrir landsteinana. Frá vinstri eru Hálfdán gítarleikari, Garðar trommari, Leifur söngvari og Jón Björn bassaleikari.fréttablaðið/anton Hljómsveitin Ourlives hefur sent frá sér drulluerfiða aðra plötu — plötu þar sem sjálfur Satan er á þakkarlistanum. „Við vorum að spá í að spá í að kalla hana tilraunaplötuna en hættum við,“ segir Jón Björn Árnason, bassaleikari hljómsveitarinnar Ourlives. Ourlives gaf á dögunum út aðra breiðskífu sína, Den of Lions. Hljómsveitin gaf út fyrstu plötuna sína fyrir tveimur árum, en hún tók fimm ár í vinnslu. Hljómsveitin virðist því vera búin að temja sér agaðri vinnubrögð, en er plata númer tvö jafn erfið og fólk talar um? „Nei, hún var auðveld fyrir okkur … Jú, víst. Þetta var drulluerfitt,“ segir Jón Björn glettinn. „Við ætluðum að gera framhald af fyrri plötunni. Svo fór hún í aðrar áttir. Hún er heilsteyptari en fyrri — meiri eining. Við sömdum líka miklu fleiri lög, alveg 32 eða 33 stykki. Fyrir síðustu plötu sömdum við tólf og tíu fóru á plötuna.“ Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, er mikill áhrifavaldur í lífi Ourlives. Kölski, útgáfa hans og Mána Péturssonar, útvarps- og umboðsmanns, gefur út plötur hljómsveitarinnar ásamt því að hann stýrði upptökum á fjórum lögum á Den of Lions. Þeirra á meðal er smáskífulagið Heart, en þar eru fingraför Barða augljós. Er Barði orðinn eins konar lærifaðir hljómsveitarinnar? „Já, vel orðað. Lærifaðir. Þegar maður vinnur með manni sem maður hefur hlustað á frá því að maður var lítill er erfitt að fara ekki eftir því sem hann segir. Hann kann allt, þú kemur aldrei að tómum kofanum hjá honum.“ Tónlist Ourlives er ljúfsár blanda af poppi og rokki, en hljómsveitin var ekki alltaf svona róleg. Er aldurinn að færast yfir meðlimi hljómsveitarinnar? „Þetta er bara lélegt. Eitthvað að róast,“ segir Jón Björn léttur. „En ég held að platan sé ekki eins róleg og fyrri platan. Það er aðeins meira tekið á því.“ En hvað svo? Hvað tekur við nú þegar platan er komin út? „Nú ætlum við að fylgja henni eftir út árið og fara svo með hana út. Ef maður ætlar að gera feril úr þessu, þá verður maður að kunna að búa til lög. Við fórum djúpt í það ferli á nýju plötunni. Við teljum okkur nú vera með nógu mikla reynslu og erum aftur hungraðir í að gera þetta.“ Satan er á þakkarlista plötunnar, hvernig kom hann að vinnslu plötunnar? „Hann kom með hið illa í hausinn á okkur. Beindi okkur á skrítnar brautir — við vorum náttúrulega í ljónagryfju, einhver henti okkur þangað. Kölski gefur okkur út, í ljónagryfju. Það er eitthvað mjög satanískt við þetta.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hljómsveitin Ourlives hefur sent frá sér drulluerfiða aðra plötu — plötu þar sem sjálfur Satan er á þakkarlistanum. „Við vorum að spá í að spá í að kalla hana tilraunaplötuna en hættum við,“ segir Jón Björn Árnason, bassaleikari hljómsveitarinnar Ourlives. Ourlives gaf á dögunum út aðra breiðskífu sína, Den of Lions. Hljómsveitin gaf út fyrstu plötuna sína fyrir tveimur árum, en hún tók fimm ár í vinnslu. Hljómsveitin virðist því vera búin að temja sér agaðri vinnubrögð, en er plata númer tvö jafn erfið og fólk talar um? „Nei, hún var auðveld fyrir okkur … Jú, víst. Þetta var drulluerfitt,“ segir Jón Björn glettinn. „Við ætluðum að gera framhald af fyrri plötunni. Svo fór hún í aðrar áttir. Hún er heilsteyptari en fyrri — meiri eining. Við sömdum líka miklu fleiri lög, alveg 32 eða 33 stykki. Fyrir síðustu plötu sömdum við tólf og tíu fóru á plötuna.“ Barði Jóhannsson, kenndur við Bang Gang, er mikill áhrifavaldur í lífi Ourlives. Kölski, útgáfa hans og Mána Péturssonar, útvarps- og umboðsmanns, gefur út plötur hljómsveitarinnar ásamt því að hann stýrði upptökum á fjórum lögum á Den of Lions. Þeirra á meðal er smáskífulagið Heart, en þar eru fingraför Barða augljós. Er Barði orðinn eins konar lærifaðir hljómsveitarinnar? „Já, vel orðað. Lærifaðir. Þegar maður vinnur með manni sem maður hefur hlustað á frá því að maður var lítill er erfitt að fara ekki eftir því sem hann segir. Hann kann allt, þú kemur aldrei að tómum kofanum hjá honum.“ Tónlist Ourlives er ljúfsár blanda af poppi og rokki, en hljómsveitin var ekki alltaf svona róleg. Er aldurinn að færast yfir meðlimi hljómsveitarinnar? „Þetta er bara lélegt. Eitthvað að róast,“ segir Jón Björn léttur. „En ég held að platan sé ekki eins róleg og fyrri platan. Það er aðeins meira tekið á því.“ En hvað svo? Hvað tekur við nú þegar platan er komin út? „Nú ætlum við að fylgja henni eftir út árið og fara svo með hana út. Ef maður ætlar að gera feril úr þessu, þá verður maður að kunna að búa til lög. Við fórum djúpt í það ferli á nýju plötunni. Við teljum okkur nú vera með nógu mikla reynslu og erum aftur hungraðir í að gera þetta.“ Satan er á þakkarlista plötunnar, hvernig kom hann að vinnslu plötunnar? „Hann kom með hið illa í hausinn á okkur. Beindi okkur á skrítnar brautir — við vorum náttúrulega í ljónagryfju, einhver henti okkur þangað. Kölski gefur okkur út, í ljónagryfju. Það er eitthvað mjög satanískt við þetta.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira