Dæmisaga úr raunveruleikanum Brynhildur Björnsdóttir skrifar 7. október 2011 06:00 Einu sinni var kona. Konan var reyndar ég en vegna dæmisöguformsins sem þessi saga þarf að hafa fer betur á því að segja hana í þriðju persónu. Konan ég kom sem sagt heim úr vinnunni um miðjan dag vegna erinda og sá í götunni bíl merktan gluggaþvottafyrirtæki sem hún hefur oft skipt við. Gladdist konan þá mjög vegna þess að hún hafði verið að hugsa um að spá í að fá þvegna gluggana á íbúðinni því þeir voru í skítugra lagi. Eiginlega hafði konan fyrst látið skítuga gluggana pirra sig meðan snjór var enn á trjánum hinum megin við götuna og síðan höfðu þessi sömu tré skartað feimnislegri ljósgrænu vorsins, sprúðlandi hágrænu sumarsins og rauðum berjum og regnbogalitum haustsins. Og alls þessa hafði konan neyðst til að njóta gegnum drulluskítugan eldhúsgluggann. Henni þótti því bera vel í veiði að rekast á gluggaþvottamenn. „Get ég nokkuð pantað hjá ykkur gluggaþvott?“ sagði konan við gluggaþvottamann sem gekk frá verkfærum sínum við annað hús í götunni. „Hérna, átt þú heima á miðhæðinni þarna?“ spurði hann á móti. Konan játti því og gluggaþvottamaðurinn varð vandræðalegur á svip. „Ég þvoði óvart alla gluggana hjá þér um daginn. Ruglaðist á húsnúmerum og var búinn með þetta þegar ég áttaði mig.“ Konan hló við. „Það getur ekki verið. Þessir gluggar eru allt of skítugir til að einhver hafi þvegið þá fyrir stuttu síðan.“ Maðurinn horfði vandræðalegur á konuna og sagði: „Þeir voru miklu skítugri.“ Konan hugsaði sig um og mundi allt í einu að trén hinum megin við götuna höfðu reyndar verið miklu fallegri á litinn undanfarna daga og þegar hún leit aftur á gluggana sína að utanverðu glampaði á þá í síðdegissólinni. „Jæja, ég skulda þér þá bara gluggaþvott,“ sagði konan. Maðurinn bandaði frá sér. „Þetta voru mín mistök, þú ert bara heppin.“ Og konunni fannst hún heppin og gladdist. Af þessari sögu má draga lærdóm nokkurn. Konan í sögunni var of upptekin af því að gluggarnir hennar væru skítugir til að taka eftir því að þeir höfðu verið hreinir í heila viku. Svo ákveðin var hún í því að eiga við vandamál að etja að hún véfengdi lausnina sem henni hafði verið færð á silfurfati. Og gleymdi að þakka fyrir sig. Þessi saga getur, eins og aðrar dæmisögur, verið um ýmislegt. Heimfærið að vild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun
Einu sinni var kona. Konan var reyndar ég en vegna dæmisöguformsins sem þessi saga þarf að hafa fer betur á því að segja hana í þriðju persónu. Konan ég kom sem sagt heim úr vinnunni um miðjan dag vegna erinda og sá í götunni bíl merktan gluggaþvottafyrirtæki sem hún hefur oft skipt við. Gladdist konan þá mjög vegna þess að hún hafði verið að hugsa um að spá í að fá þvegna gluggana á íbúðinni því þeir voru í skítugra lagi. Eiginlega hafði konan fyrst látið skítuga gluggana pirra sig meðan snjór var enn á trjánum hinum megin við götuna og síðan höfðu þessi sömu tré skartað feimnislegri ljósgrænu vorsins, sprúðlandi hágrænu sumarsins og rauðum berjum og regnbogalitum haustsins. Og alls þessa hafði konan neyðst til að njóta gegnum drulluskítugan eldhúsgluggann. Henni þótti því bera vel í veiði að rekast á gluggaþvottamenn. „Get ég nokkuð pantað hjá ykkur gluggaþvott?“ sagði konan við gluggaþvottamann sem gekk frá verkfærum sínum við annað hús í götunni. „Hérna, átt þú heima á miðhæðinni þarna?“ spurði hann á móti. Konan játti því og gluggaþvottamaðurinn varð vandræðalegur á svip. „Ég þvoði óvart alla gluggana hjá þér um daginn. Ruglaðist á húsnúmerum og var búinn með þetta þegar ég áttaði mig.“ Konan hló við. „Það getur ekki verið. Þessir gluggar eru allt of skítugir til að einhver hafi þvegið þá fyrir stuttu síðan.“ Maðurinn horfði vandræðalegur á konuna og sagði: „Þeir voru miklu skítugri.“ Konan hugsaði sig um og mundi allt í einu að trén hinum megin við götuna höfðu reyndar verið miklu fallegri á litinn undanfarna daga og þegar hún leit aftur á gluggana sína að utanverðu glampaði á þá í síðdegissólinni. „Jæja, ég skulda þér þá bara gluggaþvott,“ sagði konan. Maðurinn bandaði frá sér. „Þetta voru mín mistök, þú ert bara heppin.“ Og konunni fannst hún heppin og gladdist. Af þessari sögu má draga lærdóm nokkurn. Konan í sögunni var of upptekin af því að gluggarnir hennar væru skítugir til að taka eftir því að þeir höfðu verið hreinir í heila viku. Svo ákveðin var hún í því að eiga við vandamál að etja að hún véfengdi lausnina sem henni hafði verið færð á silfurfati. Og gleymdi að þakka fyrir sig. Þessi saga getur, eins og aðrar dæmisögur, verið um ýmislegt. Heimfærið að vild.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun