Tíminn í víðum skilningi 18. október 2011 14:00 Þórunn Árnadóttir sýnir fyrst Íslendinga í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó. Fréttablaðið/Stefán „Þetta er mjög góð kynning á verkunum mínum og náttúrulega bara frábært að vita til þess að sýningarstjórar svona þekktra safna þekki verkin mín og vilji fá þau inn á sýningar," segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sem tekur þátt í samsýningunni O'Clock í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó á Ítalíu. Þórunn er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að sýna á safninu. Tíminn er leiðarstefið á sýningunni þar sem sjá má verk eftir heimsþekkta listamenn og hönnuði á borð við Louise Bourgeois, Boym Partners, Front Design, Damien Hirst, Martin Baas, Studio Glithero og Marcel Wanders. Spænski arkitektinn Patricia Urquiola er sýningarstjóri en hún er álitin vera í framvarðarsveit nútímahönnunar. Þórunn sýnir all sérstæða klukku, svonefnda Sasa Clock, samansetta úr perlufesti á tannhjóli sem þarf að telja til að vita hvað tímanum líður. Perlufestina er svo hægt að taka niður og hafa á hefðbundinn hátt utan um hálsinn. Óhætt er að segja að Þórunn hafi verið að gera það gott frá því hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Verk eftir hana hafa verið sýnd á söfnum um allan heim og vakið þónokkra athygli. Þar á meðal fyrrnefnd klukka sem verður brátt fáanleg í völdum verslunum, á jólamarkaði Sommerset House í London og í Spark Designspace við Klapparstíg eftir langt og skrykkjótt framleiðsluferli. „Sem ræðst af því að klukkan byggir ekki á hefðbundnum vélbúnaði og þar af leiðandi þurfti að láta útbúa alveg nýjan svo hún gengi rétt. Og það er sko ekkert grín, eins og sex mismunandi frumgerðir sanna," upplýsir Þórunn og kveðst vera hæstánægð með sýninguna í Triennale í Mílanó. „Svo er bara vonandi að hún eigi eftir að gefa af sér fleiri tækifæri." Þess má geta að hægt verður að panta klukkuna fyrirfram á heimasíðu framleiðandans Daniel Estes. Slóðin er www.destes.com. roald@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Þetta er mjög góð kynning á verkunum mínum og náttúrulega bara frábært að vita til þess að sýningarstjórar svona þekktra safna þekki verkin mín og vilji fá þau inn á sýningar," segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður sem tekur þátt í samsýningunni O'Clock í hinu virta hönnunarsafni Triennale í Mílanó á Ítalíu. Þórunn er jafnframt fyrsti Íslendingurinn sem hlotnast sá heiður að sýna á safninu. Tíminn er leiðarstefið á sýningunni þar sem sjá má verk eftir heimsþekkta listamenn og hönnuði á borð við Louise Bourgeois, Boym Partners, Front Design, Damien Hirst, Martin Baas, Studio Glithero og Marcel Wanders. Spænski arkitektinn Patricia Urquiola er sýningarstjóri en hún er álitin vera í framvarðarsveit nútímahönnunar. Þórunn sýnir all sérstæða klukku, svonefnda Sasa Clock, samansetta úr perlufesti á tannhjóli sem þarf að telja til að vita hvað tímanum líður. Perlufestina er svo hægt að taka niður og hafa á hefðbundinn hátt utan um hálsinn. Óhætt er að segja að Þórunn hafi verið að gera það gott frá því hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Verk eftir hana hafa verið sýnd á söfnum um allan heim og vakið þónokkra athygli. Þar á meðal fyrrnefnd klukka sem verður brátt fáanleg í völdum verslunum, á jólamarkaði Sommerset House í London og í Spark Designspace við Klapparstíg eftir langt og skrykkjótt framleiðsluferli. „Sem ræðst af því að klukkan byggir ekki á hefðbundnum vélbúnaði og þar af leiðandi þurfti að láta útbúa alveg nýjan svo hún gengi rétt. Og það er sko ekkert grín, eins og sex mismunandi frumgerðir sanna," upplýsir Þórunn og kveðst vera hæstánægð með sýninguna í Triennale í Mílanó. „Svo er bara vonandi að hún eigi eftir að gefa af sér fleiri tækifæri." Þess má geta að hægt verður að panta klukkuna fyrirfram á heimasíðu framleiðandans Daniel Estes. Slóðin er www.destes.com. roald@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira