Íslenskur fótboltaleikur í farsímann Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 24. október 2011 12:00 Digon Games setur á markað fótboltaleik næsta haust þar sem menn keppa innbyrðis í stjórn knattspyrnuliða. Guðni Bergsson kemur að gerð leiksins. Vísir/hörður „Þessi leikur hefur verið til í mörg ár, hefur verið spilaður í fjörutíu manna hópi. En það er fyrst núna að við ætlum að koma með hann fram í dagsljósið enda teljum við okkur þekkja vel það sem drífur þátttakendur áfram,“ segir Sigurður Jónsson, tölvufræðingur og framkvæmdarstjóri tölvufyrirtækisins Digon Games. Næsta haust setur fyrirtækið á markað tölvuleik sem hefur hlotið vinnuheitið Club Manager. Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins, er ráðgjafi við gerð leiksins en hann er í grunninn til knattspyrnuleikur þar sem menn skapa sit eigið lið eins og margir þekkja úr tölvuleikjunum Football Manager. Ólíkt honum, þar sem menn keppa aðallega við tölvur, etja menn kappi við aðra spilara í Club Manager. „Þannig að menn geta gert góð viðskipti þegar þeir eru að skiptast á leikmönnum,“ segir Sigurður en leikurinn er hugsaður fyrir netið ásamt því að notendur geta spilað hann á símann sinn, gegnum Facebook og önnur samskiptaforrit. „Þetta á að vera ókeypis leikur þannig að þú átt ekki að geta keypt þér árangur fyrir raunverulegan pening eins og verið hefur um suma leiki á netinu.“ Sigurður segir að menn hafi tekið leikinn misalvarlega þegar hann var spilaður í hinum þrönga vina-hópi, sumir hafi orðið mestu mátar en hjá öðrum hafi soðið uppúr og jafnvel legið við vinslitum. „Einn tók við liði af öðrum og gat því ekki skipt um nafn. Þegar hann var búinn að spila leikinn í nokkurn tíma hafði hann pantað sér bílnúmer með nafni liðsins síns,“ segir Sigurður en rétt er að halda því til haga allir leikmenn og deildir eru tilbúningur, annað væri fokdýrt réttindamál. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
„Þessi leikur hefur verið til í mörg ár, hefur verið spilaður í fjörutíu manna hópi. En það er fyrst núna að við ætlum að koma með hann fram í dagsljósið enda teljum við okkur þekkja vel það sem drífur þátttakendur áfram,“ segir Sigurður Jónsson, tölvufræðingur og framkvæmdarstjóri tölvufyrirtækisins Digon Games. Næsta haust setur fyrirtækið á markað tölvuleik sem hefur hlotið vinnuheitið Club Manager. Guðni Bergsson, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins, er ráðgjafi við gerð leiksins en hann er í grunninn til knattspyrnuleikur þar sem menn skapa sit eigið lið eins og margir þekkja úr tölvuleikjunum Football Manager. Ólíkt honum, þar sem menn keppa aðallega við tölvur, etja menn kappi við aðra spilara í Club Manager. „Þannig að menn geta gert góð viðskipti þegar þeir eru að skiptast á leikmönnum,“ segir Sigurður en leikurinn er hugsaður fyrir netið ásamt því að notendur geta spilað hann á símann sinn, gegnum Facebook og önnur samskiptaforrit. „Þetta á að vera ókeypis leikur þannig að þú átt ekki að geta keypt þér árangur fyrir raunverulegan pening eins og verið hefur um suma leiki á netinu.“ Sigurður segir að menn hafi tekið leikinn misalvarlega þegar hann var spilaður í hinum þrönga vina-hópi, sumir hafi orðið mestu mátar en hjá öðrum hafi soðið uppúr og jafnvel legið við vinslitum. „Einn tók við liði af öðrum og gat því ekki skipt um nafn. Þegar hann var búinn að spila leikinn í nokkurn tíma hafði hann pantað sér bílnúmer með nafni liðsins síns,“ segir Sigurður en rétt er að halda því til haga allir leikmenn og deildir eru tilbúningur, annað væri fokdýrt réttindamál.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira