IE krefst lögbanns á umsvif forstjórans sem var rekinn 26. október 2011 06:00 Matthías Imsland þegar hann var enn forstjóri Iceland Express. Krafist er lögbanns á að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express, notfæri sér trúnaðarupplýsingar frá félaginu til að vinna að stofnun annars fyrirtækis í flugrekstri. Matthías var ráðinn forstjóri Iceland Express 1. janúar 2007. Að því er lögmaður félagsins segir í lögbannskröfu var Matthíasi sagt upp 19. september síðastliðinn fyrir að hafa „fegrað" bókhald félagsins. „Var hér um svo grófa rangfærslu bókhalds að ræða að stjórnin átti þann kost einan að leysa gerðarþola [Matthías] undan daglegri vinnuskyldu þegar í stað," segir í lögbannskröfunni. Þar kemur enn fremur fram að Matthías hafi haldið tölvum og símum sem félagið ætlaði að greiða fyrir þar til uppsagnarfresti lyki 1. apríl á næsta ári. Í tvö ár þar á eftir megi hann ekki fara í samkeppni við IE og í þrjú ár megi hann ekki hagnýta sér trúnaðarupplýsingar sem hann hafði aðgang að sem forstjóri. „Í ljós er komið að gerðarþoli [Matthías] hefur í það minnsta frá því hann var leystur undan starfsskyldum hjá gerðarbeiðanda [IE], unnið að stofnun sams konar félags og gerðarbeiðandi er, sem meðal annars á að standa að áætlunarflugi til og frá Íslandi," segir í lögbannskröfunni sem lögð var fram hjá sýslumanninum í Reykjavík í gær. Auk lögbanns á að Matthías noti sér upplýsingar frá IE til hagsbóta fyrir annað félag er þess krafist að sýslumaður taki úr vörslu hans síma og tölvur í eigu IE. Látið er að því liggja í lögbannskröfunni að Matthías starfi fyrir nýtt félag í eigu Skúla Mogensen, Iceland Jet ehf. Ekki náðist í Matthías í gærkvöld og Skúli vildi ekki tjá sig um málið. - gar / Fréttir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Krafist er lögbanns á að Matthías Imsland, fyrrverandi forstjóri Iceland Express, notfæri sér trúnaðarupplýsingar frá félaginu til að vinna að stofnun annars fyrirtækis í flugrekstri. Matthías var ráðinn forstjóri Iceland Express 1. janúar 2007. Að því er lögmaður félagsins segir í lögbannskröfu var Matthíasi sagt upp 19. september síðastliðinn fyrir að hafa „fegrað" bókhald félagsins. „Var hér um svo grófa rangfærslu bókhalds að ræða að stjórnin átti þann kost einan að leysa gerðarþola [Matthías] undan daglegri vinnuskyldu þegar í stað," segir í lögbannskröfunni. Þar kemur enn fremur fram að Matthías hafi haldið tölvum og símum sem félagið ætlaði að greiða fyrir þar til uppsagnarfresti lyki 1. apríl á næsta ári. Í tvö ár þar á eftir megi hann ekki fara í samkeppni við IE og í þrjú ár megi hann ekki hagnýta sér trúnaðarupplýsingar sem hann hafði aðgang að sem forstjóri. „Í ljós er komið að gerðarþoli [Matthías] hefur í það minnsta frá því hann var leystur undan starfsskyldum hjá gerðarbeiðanda [IE], unnið að stofnun sams konar félags og gerðarbeiðandi er, sem meðal annars á að standa að áætlunarflugi til og frá Íslandi," segir í lögbannskröfunni sem lögð var fram hjá sýslumanninum í Reykjavík í gær. Auk lögbanns á að Matthías noti sér upplýsingar frá IE til hagsbóta fyrir annað félag er þess krafist að sýslumaður taki úr vörslu hans síma og tölvur í eigu IE. Látið er að því liggja í lögbannskröfunni að Matthías starfi fyrir nýtt félag í eigu Skúla Mogensen, Iceland Jet ehf. Ekki náðist í Matthías í gærkvöld og Skúli vildi ekki tjá sig um málið. - gar /
Fréttir Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira