Við gerum of lítið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. nóvember 2011 06:00 Fréttablaðið segir frá því í dag að formaður flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, Íris Björg Kristjánsdóttir, vonist til að hægt verði að taka á móti flóttafólki á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, á næsta ári. Þó sé óvíst að fjárveitingar fáist til þess. Ísland hefur í gegnum tíðina staðið sig mun verr en nágrannalöndin í móttöku flóttamanna. Undanfarinn hálfan annan áratug, eftir að sérstakt flóttamannaráð var stofnað (það heitir núna flóttamannanefnd), hefur þó orðið ákveðin breyting til batnaðar. Frá 1995 hafa þannig komið að meðaltali um tuttugu flóttamenn á ári hingað til lands á vegum Flóttamannahjálparinnar. Ef við horfum til hinna norrænu ríkjanna taka Svíar á móti um 1.900 kvótaflóttamönnum árlega, Norðmenn á móti 1.200, Finnar 750 og Danir 500. Norðmenn standa sig hlutfallslega bezt; ef við ætluðum að taka á móti jafnmörgum flóttamönnum á ári á hverja þúsund íbúa og þeir gera þyrftum við að bjóða um 80 manns nýtt heimili hér á landi á ári. Ef við vildum gera jafn vel og Danir tækjum við á móti 29 manns á ári. Eftir hrun hafa hins vegar aðeins sex flóttamenn komið til Íslands á vegum Flóttamannahjálparinnar. Þeir komu frá Kólumbíu og fengu heimili í Reykjavík í fyrra. Vissulega hefur þurft að skera niður í ríkisútgjöldunum eftir hrun. Það breytir ekki siðferðilegri skyldu Íslendinga til að hjálpa bágstöddu fólki sem hvergi á höfði að að halla. Við erum áfram rík þjóð, margfalt ríkari en þau lönd sem taka að sér meiripartinn af flóttamönnum á heimsvísu. Það er nefnilega bábilja að á Vesturlöndum sé eitthvert ógurlegt flóttamannavandamál. Áttatíu prósent þeirra 44 milljóna manna sem eru á vergangi eftir að hafa flúið stríð, náttúruhamfarir eða hungursneyð í heimahögunum hafast við í fátækum ríkjum í þriðja heiminum sem eiga miklu minna aflögu til að hjálpa þeim en við. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að vestræn iðnríki stækki sína árlegu kvóta og taki á móti fleiri flóttamönnum. Víða er þó andstaða við slíkt. Í Noregi, Danmörku og Finnlandi starfa til dæmis stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir því að tekið verði á móti færri flóttamönnum en undanfarin ár. Lausn okkar Íslendinga er að tala bara alls ekki um flóttamenn eða hvernig við getum aðstoðað þá. Íris Björg segir í blaðinu í dag að almennan áhuga á málefnum flóttamanna vanti hjá Íslendingum. Fari umræðan hins vegar af stað fyrir alvöru muni það skila sér til þeirra sem taki ákvarðanir um hvort tekið verði við flóttamönnum á ný. Í haust kom út bók eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur, Ríkisfang ekkert, þar sem fjallað er um palestínsku flóttamennina frá Írak sem fengu heimili á Akranesi haustið 2008. Það er áhrifamikil bók. Þeir sem hafa lesið hana ættu að geta látið að sér kveða í umræðum um flóttamannamál og skorað á stjórnvöld að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir hrun. Staðreyndin er nefnilega sú, eins og formaður flóttamannanefndar bendir á, að það litla sem Ísland hefur gert í málefnum flóttamanna hefur verið gert nokkuð vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór
Fréttablaðið segir frá því í dag að formaður flóttamannanefndar velferðarráðuneytisins, Íris Björg Kristjánsdóttir, vonist til að hægt verði að taka á móti flóttafólki á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, svokölluðum kvótaflóttamönnum, á næsta ári. Þó sé óvíst að fjárveitingar fáist til þess. Ísland hefur í gegnum tíðina staðið sig mun verr en nágrannalöndin í móttöku flóttamanna. Undanfarinn hálfan annan áratug, eftir að sérstakt flóttamannaráð var stofnað (það heitir núna flóttamannanefnd), hefur þó orðið ákveðin breyting til batnaðar. Frá 1995 hafa þannig komið að meðaltali um tuttugu flóttamenn á ári hingað til lands á vegum Flóttamannahjálparinnar. Ef við horfum til hinna norrænu ríkjanna taka Svíar á móti um 1.900 kvótaflóttamönnum árlega, Norðmenn á móti 1.200, Finnar 750 og Danir 500. Norðmenn standa sig hlutfallslega bezt; ef við ætluðum að taka á móti jafnmörgum flóttamönnum á ári á hverja þúsund íbúa og þeir gera þyrftum við að bjóða um 80 manns nýtt heimili hér á landi á ári. Ef við vildum gera jafn vel og Danir tækjum við á móti 29 manns á ári. Eftir hrun hafa hins vegar aðeins sex flóttamenn komið til Íslands á vegum Flóttamannahjálparinnar. Þeir komu frá Kólumbíu og fengu heimili í Reykjavík í fyrra. Vissulega hefur þurft að skera niður í ríkisútgjöldunum eftir hrun. Það breytir ekki siðferðilegri skyldu Íslendinga til að hjálpa bágstöddu fólki sem hvergi á höfði að að halla. Við erum áfram rík þjóð, margfalt ríkari en þau lönd sem taka að sér meiripartinn af flóttamönnum á heimsvísu. Það er nefnilega bábilja að á Vesturlöndum sé eitthvert ógurlegt flóttamannavandamál. Áttatíu prósent þeirra 44 milljóna manna sem eru á vergangi eftir að hafa flúið stríð, náttúruhamfarir eða hungursneyð í heimahögunum hafast við í fátækum ríkjum í þriðja heiminum sem eiga miklu minna aflögu til að hjálpa þeim en við. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur kallað eftir því að vestræn iðnríki stækki sína árlegu kvóta og taki á móti fleiri flóttamönnum. Víða er þó andstaða við slíkt. Í Noregi, Danmörku og Finnlandi starfa til dæmis stjórnmálaflokkar sem berjast fyrir því að tekið verði á móti færri flóttamönnum en undanfarin ár. Lausn okkar Íslendinga er að tala bara alls ekki um flóttamenn eða hvernig við getum aðstoðað þá. Íris Björg segir í blaðinu í dag að almennan áhuga á málefnum flóttamanna vanti hjá Íslendingum. Fari umræðan hins vegar af stað fyrir alvöru muni það skila sér til þeirra sem taki ákvarðanir um hvort tekið verði við flóttamönnum á ný. Í haust kom út bók eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur, Ríkisfang ekkert, þar sem fjallað er um palestínsku flóttamennina frá Írak sem fengu heimili á Akranesi haustið 2008. Það er áhrifamikil bók. Þeir sem hafa lesið hana ættu að geta látið að sér kveða í umræðum um flóttamannamál og skorað á stjórnvöld að halda áfram þar sem frá var horfið fyrir hrun. Staðreyndin er nefnilega sú, eins og formaður flóttamannanefndar bendir á, að það litla sem Ísland hefur gert í málefnum flóttamanna hefur verið gert nokkuð vel.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun