Fossblæddi úr hendinni eftir varið skot Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. nóvember 2011 07:00 Hlynur hefur verið lykilmaður í liði Vals og ætlar að reyna að spila á morgun. Fréttablaðið/Anton Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. „Ég bara rifnaði upp eftir eitt skotið," sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var stórundarlegt. Gylfi Gylfason [hornamaður í Haukum] kom inn og skaut að marki. Ég varði frá honum, tók upp boltann og kastaði fram á miðju. Þegar ég leit niður á höndina fossblæddi úr henni." Hlynur þurfti að hætta að spila og fór upp á slysadeild eftir leikinn þar sem saumuð voru fjögur spor til að loka skurðinum. „Læknirinn sem saumaði mig saman sagði að þetta væri nokkuð ljótt sár og á mjög erfiðum stað. Þetta fór ansi djúpt og þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir handboltamarkvörð," sagði Hlynur sem hefur aldrei lent í öðru eins. „Ég hef ekki einu sinni heyrt um svona lagað áður. Ég veit í raun ekki hvað gerðist því ég fann ekki fyrir neinu. Líklega hafa fingurnir togast í sundur við það að verja boltann með þessum afleiðingum." Hlynur losnaði við saumana í gær og í dag ætlar hann að láta reyna á sárið á æfingu. „Ég mun hitta sjúkraþjálfara sem ætlar að búa vel um höndina. Ef sárið opnast aftur þá verður bara að sauma aftur og sjá svo til." Valur mætir HK í N1-deild karla á morgun og stefnir Hlynur á að spila – jafnvel með hanska ef nauðsyn krefur. „Ég held að það sé ekkert í reglunum sem bannar það. Þetta verður bara að koma í ljós." Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira
Hlynur Morthens, markvörður Vals í N1-deild karla, varð fyrir ansi óvenjulegum meiðslum í síðasta leik liðsins, gegn Haukum í lok október. Sauma þurfti fjögur spor í aðra höndina eftir að greip á milli löngutangar og baugfingurs rifnaði – og það nokkuð illa. „Ég bara rifnaði upp eftir eitt skotið," sagði Hlynur við Fréttablaðið í gær. „Þetta var stórundarlegt. Gylfi Gylfason [hornamaður í Haukum] kom inn og skaut að marki. Ég varði frá honum, tók upp boltann og kastaði fram á miðju. Þegar ég leit niður á höndina fossblæddi úr henni." Hlynur þurfti að hætta að spila og fór upp á slysadeild eftir leikinn þar sem saumuð voru fjögur spor til að loka skurðinum. „Læknirinn sem saumaði mig saman sagði að þetta væri nokkuð ljótt sár og á mjög erfiðum stað. Þetta fór ansi djúpt og þetta er auðvitað sérstaklega slæmt fyrir handboltamarkvörð," sagði Hlynur sem hefur aldrei lent í öðru eins. „Ég hef ekki einu sinni heyrt um svona lagað áður. Ég veit í raun ekki hvað gerðist því ég fann ekki fyrir neinu. Líklega hafa fingurnir togast í sundur við það að verja boltann með þessum afleiðingum." Hlynur losnaði við saumana í gær og í dag ætlar hann að láta reyna á sárið á æfingu. „Ég mun hitta sjúkraþjálfara sem ætlar að búa vel um höndina. Ef sárið opnast aftur þá verður bara að sauma aftur og sjá svo til." Valur mætir HK í N1-deild karla á morgun og stefnir Hlynur á að spila – jafnvel með hanska ef nauðsyn krefur. „Ég held að það sé ekkert í reglunum sem bannar það. Þetta verður bara að koma í ljós."
Olís-deild karla Mest lesið Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn Fótbolti Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins Handbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Sjá meira