Stjarnfræðilegar vinsældir lélegustu hljómsveitar heims 17. nóvember 2011 21:30 Chad Kroeger, söngvari Nickelback, hefur ástæðu til að brosa. Hljómsveit hans er gríðarlega vinsæl þó að gæði tónlistarinnar séu umdeild. Nordicphotos/Getty Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nickelback kemur út á mánudaginn. Skífan nefnist Here and Now og fylgir eftir Dark Horse, sem kom út fyrir þremur árum og seldist í nánast stjarnfræðilegu upplagi. Það má ýmislegt segja um Nickelback, sem er að margra mati versta hljómsveit í heimi. En aðdáendurnir halda nánast ómannlegri tryggð við hljómsveitina, sem hefur selt meira en 21 milljón platna í Bandaríkjunum ásamt því að hafa selt bílfarma í heimalandi sínu Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Kreppan stöðvar ekki aðdáendurna, en síðasta plata náði þrefaldri platínusölu í Bandaríkjunum og sexfaldri platínusölu í Kanada. Til samanburðar skreið síðasta plata Arcade Fire, The Suburbs, í gullsölu í Bandaríkjunum og náði ekki viðlíka árangri í heimalandi sínu. Það þarf varla að taka fram að Arcade Fire er ein virtasta og besta hljómsveit heims um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hafa gagnrýnendur sjaldan verið ánægðir með Nickelback. Plötur hljómsveitarinnar fá jafnan slæma dóma, svo slæma að Chris Martin, forsprakki Coldplay, sá sig knúinn til að verja hljómsveitina í viðtali fyrir nokkrum misserum. „Þeir hafa verið gagnrýndir af fólki sem hefur engum árangri náð í lífi sínu,“ sagði hann og bætti við að sér þætti Nickelback frábær hljómsveit. Á nýju plötunni virðist Nickelback feta kunnuglegar slóðir. Smáskífulögin Bottoms Up og When We Stand Together gefa til kynna að hljómsveitin hafi lítið sem ekkert þróað hljóminn sem hefur reynst henni svo vel. Það má því búast við að aðdáendur taki plötunni fagnandi, þó að gagnrýnendur verði eflaust áfram fúlir á móti. atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Ótrúlega margar frábærar hljómsveitir hafa komið frá Kanada undanfarin ár. Arcade Fire, Wolf Parade og Broken Social Scene eru aðeins lítill hluti af hópi sem Nickelback tilheyrir ekki. Sjöunda breiðskífa hljómsveitarinnar Nickelback kemur út á mánudaginn. Skífan nefnist Here and Now og fylgir eftir Dark Horse, sem kom út fyrir þremur árum og seldist í nánast stjarnfræðilegu upplagi. Það má ýmislegt segja um Nickelback, sem er að margra mati versta hljómsveit í heimi. En aðdáendurnir halda nánast ómannlegri tryggð við hljómsveitina, sem hefur selt meira en 21 milljón platna í Bandaríkjunum ásamt því að hafa selt bílfarma í heimalandi sínu Kanada, Ástralíu og Bretlandi. Kreppan stöðvar ekki aðdáendurna, en síðasta plata náði þrefaldri platínusölu í Bandaríkjunum og sexfaldri platínusölu í Kanada. Til samanburðar skreið síðasta plata Arcade Fire, The Suburbs, í gullsölu í Bandaríkjunum og náði ekki viðlíka árangri í heimalandi sínu. Það þarf varla að taka fram að Arcade Fire er ein virtasta og besta hljómsveit heims um þessar mundir. Þrátt fyrir þessar gríðarlegu vinsældir hafa gagnrýnendur sjaldan verið ánægðir með Nickelback. Plötur hljómsveitarinnar fá jafnan slæma dóma, svo slæma að Chris Martin, forsprakki Coldplay, sá sig knúinn til að verja hljómsveitina í viðtali fyrir nokkrum misserum. „Þeir hafa verið gagnrýndir af fólki sem hefur engum árangri náð í lífi sínu,“ sagði hann og bætti við að sér þætti Nickelback frábær hljómsveit. Á nýju plötunni virðist Nickelback feta kunnuglegar slóðir. Smáskífulögin Bottoms Up og When We Stand Together gefa til kynna að hljómsveitin hafi lítið sem ekkert þróað hljóminn sem hefur reynst henni svo vel. Það má því búast við að aðdáendur taki plötunni fagnandi, þó að gagnrýnendur verði eflaust áfram fúlir á móti. atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira