Segir jóga hafa góð áhrif á vinnuna 18. nóvember 2011 12:00 Daði Guðbjörnsson. Sýning með nýjum málverkum Daða Guðbjörnssonar opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan fjögur. Daði sótti innblástur í Ódysseifskviðu Hómers við gerð verkanna. „Ég varð mjög hrifinn af því verki þegar ég var að lesa það. Fannst svo spennandi hvað Ódysseifur var týndur lengi á þessu litla svæði, sem bendir til þess að það sé einhver innbyggður villubúnaður í okkur mönnunum, þó að við séum gjörn á það að kenna umhverfinu um villurnar," segir Daði sem sér samsvörun í villum Ódysseifs og Íslendinga í góðærinu. „Svo ratar Ódysseifur vissulega heim en þarf þar að kljást við fólk sem er að reyna að komast yfir eigur hans. Þetta má líka heimfæra upp á Ísland og ástandið hér í dag," segir Daði sem leggur áherslu á að málverkin séu eingöngu innblásin af kviðu Hómers, ekki sé um myndskreytingu að ræða. Daði hefur um árabil lagt stund á Sahajayoga, sem er hugleiðsluyoga. „Sahajayoga hefur haft góð áhrif á sköpunina hjá mér, vinnuna og andlega líðan," segir Daði en vísað er beint eða óbeint til þessarar hugleiðslu og andlegrar upplifunar listamannsins í nokkrum verkum sýningarinnar.Leiðin til hjartans. Verk eftir Daða frá árinu 2008 sem sjá má á sýningunni.Í tilefni af opnun sýningarinnar Daða gefur Opna út bók um listamanninn ríkulega skreytta myndum og með texta eftir Rögnu Sigurðardóttur rithöfund og listgagnrýnanda. Sýningin stendur til 30. desember. -sbt Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Sýning með nýjum málverkum Daða Guðbjörnssonar opnar á Kjarvalsstöðum á morgun klukkan fjögur. Daði sótti innblástur í Ódysseifskviðu Hómers við gerð verkanna. „Ég varð mjög hrifinn af því verki þegar ég var að lesa það. Fannst svo spennandi hvað Ódysseifur var týndur lengi á þessu litla svæði, sem bendir til þess að það sé einhver innbyggður villubúnaður í okkur mönnunum, þó að við séum gjörn á það að kenna umhverfinu um villurnar," segir Daði sem sér samsvörun í villum Ódysseifs og Íslendinga í góðærinu. „Svo ratar Ódysseifur vissulega heim en þarf þar að kljást við fólk sem er að reyna að komast yfir eigur hans. Þetta má líka heimfæra upp á Ísland og ástandið hér í dag," segir Daði sem leggur áherslu á að málverkin séu eingöngu innblásin af kviðu Hómers, ekki sé um myndskreytingu að ræða. Daði hefur um árabil lagt stund á Sahajayoga, sem er hugleiðsluyoga. „Sahajayoga hefur haft góð áhrif á sköpunina hjá mér, vinnuna og andlega líðan," segir Daði en vísað er beint eða óbeint til þessarar hugleiðslu og andlegrar upplifunar listamannsins í nokkrum verkum sýningarinnar.Leiðin til hjartans. Verk eftir Daða frá árinu 2008 sem sjá má á sýningunni.Í tilefni af opnun sýningarinnar Daða gefur Opna út bók um listamanninn ríkulega skreytta myndum og með texta eftir Rögnu Sigurðardóttur rithöfund og listgagnrýnanda. Sýningin stendur til 30. desember. -sbt
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira