Vannýtt tækifæri? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. nóvember 2011 06:00 Bjarni Benediktsson stóð af sér atlögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að formannsstóli Sjálfstæðisflokksins í gær. Sigurinn var þó ekki yfirburðasigur og vafamál hvort hægt er að segja að formaðurinn hafi styrkt stöðu sína; svo stór hluti landsfundarfulltrúa var reiðubúinn að velja annan til forystu. Hvort staða Sjálfstæðisflokksins sjálfs hefur styrkzt er líka vafamál. Skoðanakönnun, sem birt var í síðustu viku, sýndi að um þriðjungi fleiri væru líklegir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Hönnu Birnu við stjórnvölinn en ef Bjarni leiddi flokkinn áfram. Nánast enginn munur var á stefnumálum Hönnu Birnu og Bjarna, þannig að það eru þá væntanlega persóna og aðferðir Hönnu Birnu sem höfða fremur til kjósenda. Aðrar kannanir höfðu sýnt meiri stuðning við Hönnu Birnu meðal kjósenda sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn. Landsfundur endurspeglar hins vegar ekki endilega flokkinn eða þjóðina. Yfirskrift landsfundarins var „Nýtum tækifærin" en sú spurning er áleitin hvort fundurinn hafi þarna glutrað niður tækifæri til að breikka kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins. Sterkustu skilaboð landsfundarins eru um sókn í atvinnumálum og fjárfestingum, hagstætt skattaumhverfi og lækkun tolla og vörugjalda, meðal annars á landbúnaðarvörum. Í sjávarútvegsmálum leggja sjálfstæðismenn áherzlu á sáttaleiðina; að undirstrikað verði að auðlindin sé í þjóðareign en nýtingarsamningar verði gerðir við útgerðina til lengri tíma og veiðileyfagjald komi á móti. Flokkurinn tekur þannig skýra afstöðu með heilbrigðu atvinnulífi, þvert á þann vandræðagang og að sumu leyti beina fjandskap við atvinnuuppbyggingu sem einkennir stefnu ríkisstjórnarinnar. Evrópumálin halda hins vegar áfram að þvælast fyrir flokknum. Það er til dæmis mótsögn í því að vilja skoða hvaða kosti Ísland eigi á nýjum gjaldmiðli og að leggjast gegn því að farin verði nærtækasta leiðin til að skipta um gjaldmiðil; að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Þó var greinilega meiri sáttatónn í sjálfstæðismönnum en á síðasta landsfundi. Afdráttarlausar tillögur um að hætta aðildarviðræðunum við ESB voru þannig felldar. Málamiðlunartillagan sem samþykkt var, um að gera hlé á viðræðum og byrja ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, breytir þó litlu. Hún einkennist af því sama og Evrópustefna Sjálfstæðisflokksins hefur gert um árabil; að reyna að fresta málinu til að halda flokknum saman. Hvort þessi moðsuða dugir til er hins vegar óvíst, nú þegar aðildarviðræður eru komnar á rekspöl og margir stuðningsmenn (og mögulegir stuðningsmenn) flokksins líta á ESB-aðild sem lykilatriði í endurreisn íslenzks efnahagslífs og samkeppnisfærni atvinnulífsins. Það verkefni endurkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins að höfða til breiðs hóps og endurheimta fyrri styrk flokksins er því áfram erfitt og snúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Bjarni Benediktsson stóð af sér atlögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að formannsstóli Sjálfstæðisflokksins í gær. Sigurinn var þó ekki yfirburðasigur og vafamál hvort hægt er að segja að formaðurinn hafi styrkt stöðu sína; svo stór hluti landsfundarfulltrúa var reiðubúinn að velja annan til forystu. Hvort staða Sjálfstæðisflokksins sjálfs hefur styrkzt er líka vafamál. Skoðanakönnun, sem birt var í síðustu viku, sýndi að um þriðjungi fleiri væru líklegir til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Hönnu Birnu við stjórnvölinn en ef Bjarni leiddi flokkinn áfram. Nánast enginn munur var á stefnumálum Hönnu Birnu og Bjarna, þannig að það eru þá væntanlega persóna og aðferðir Hönnu Birnu sem höfða fremur til kjósenda. Aðrar kannanir höfðu sýnt meiri stuðning við Hönnu Birnu meðal kjósenda sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn. Landsfundur endurspeglar hins vegar ekki endilega flokkinn eða þjóðina. Yfirskrift landsfundarins var „Nýtum tækifærin" en sú spurning er áleitin hvort fundurinn hafi þarna glutrað niður tækifæri til að breikka kjósendahóp Sjálfstæðisflokksins. Sterkustu skilaboð landsfundarins eru um sókn í atvinnumálum og fjárfestingum, hagstætt skattaumhverfi og lækkun tolla og vörugjalda, meðal annars á landbúnaðarvörum. Í sjávarútvegsmálum leggja sjálfstæðismenn áherzlu á sáttaleiðina; að undirstrikað verði að auðlindin sé í þjóðareign en nýtingarsamningar verði gerðir við útgerðina til lengri tíma og veiðileyfagjald komi á móti. Flokkurinn tekur þannig skýra afstöðu með heilbrigðu atvinnulífi, þvert á þann vandræðagang og að sumu leyti beina fjandskap við atvinnuuppbyggingu sem einkennir stefnu ríkisstjórnarinnar. Evrópumálin halda hins vegar áfram að þvælast fyrir flokknum. Það er til dæmis mótsögn í því að vilja skoða hvaða kosti Ísland eigi á nýjum gjaldmiðli og að leggjast gegn því að farin verði nærtækasta leiðin til að skipta um gjaldmiðil; að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu. Þó var greinilega meiri sáttatónn í sjálfstæðismönnum en á síðasta landsfundi. Afdráttarlausar tillögur um að hætta aðildarviðræðunum við ESB voru þannig felldar. Málamiðlunartillagan sem samþykkt var, um að gera hlé á viðræðum og byrja ekki aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, breytir þó litlu. Hún einkennist af því sama og Evrópustefna Sjálfstæðisflokksins hefur gert um árabil; að reyna að fresta málinu til að halda flokknum saman. Hvort þessi moðsuða dugir til er hins vegar óvíst, nú þegar aðildarviðræður eru komnar á rekspöl og margir stuðningsmenn (og mögulegir stuðningsmenn) flokksins líta á ESB-aðild sem lykilatriði í endurreisn íslenzks efnahagslífs og samkeppnisfærni atvinnulífsins. Það verkefni endurkjörins formanns Sjálfstæðisflokksins að höfða til breiðs hóps og endurheimta fyrri styrk flokksins er því áfram erfitt og snúið.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun