Gulla hannar glæsihýsi í Mið-Austurlöndum 26. nóvember 2011 21:00 Gulla Jóns arkitekt rekur stofuna G+ Gulla Jonsdottir Design í Los Angeles. Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla Jóns, stendur í stórræðum um þessar mundir. Gulla rekur arkitektastofuna G+ Gulla Jonsdottir Design í Los Angeles þar sem hún hefur búið um árabil og hyggst vegna annríkis opna skrifstofur í New York, Zürich, Dúbaí, Beirút og Katar á næstunni. „Ég hef haft í svo ofboðslega miklu að snúast við að sinna verkefnum um víða veröld að mér þótti orðið skynsamlegast að færa út kvíarnar. Því enda þótt internetið veiti alltaf vissan sveigjanleika er gott að hafa vinnuaðstöðu þar sem mest er að gera og geta í leiðinni skapað sér þar nafn í von um fleiri verkefni," segir Gulla en fyrirtæki hennar hefur verið í gríðarlegri sókn frá stofnun fyrir tveimur árum. Með opnun skrifstofanna fimm ætlar Gulla að sækja á ný mið í Evrópu og Mið-Austurlöndum þar sem fjöldi verkefna er á teikniborðinu. „Á heildina litið á sér stað mikil uppbygging í Mið-Austurlöndum," segir hún. „Sjálf er ég að vinna að tveimur byggingum í Beirút, stærsta stað þekktrar veitingahúsakeðju, Mhanna Beirut, og leik- og veitingahúsi í samstarfi við verkfræðistofuna ACS sem ég hef starfað með í Bandaríkjunum. Ásamt þeim ætla ég að opna þrjár skrifstofur í þessum heimshluta," bendir hún á og bætir við að fleiri verkefni séu fram undan með þarlendum aðilum.Gulla segist hafa haft tákn friðar, hvíta eyðimerkurrós, til hliðsjónar við hönnun þriggja hæða veitingastaðar með bar á þakinu fyrir veitingahúskeðjuna Mhanna Beirut. Arabísk skrautskrift verður grafin í hvít steypt spjöld sem líkjast blómkrónu og vernda staðinn fyrir hávaðamengun frá veginum.Þar á meðal hönnun verslana í London, París og Dúbaí fyrir þekktan skartgripahönnuð sem hún vill ekki geta hver er að sinni. Hingað til hefur Gulla aðallega getið sér gott orð sem arkitekt fyrir hönnun á glæsihótelum og veitingastöðum í Bandaríkjunum. Meðal verkefna er endurhönnun hinna þekktu Hollywood-kvikmyndahúsa Kodak Theatre og Grauman's Chinese Theatre, sem er að hefjast og hönnun innandyra á Bellagio-hótelinu í Las Vegas í samstarfi við Philippe Starck en það verður opnað á nýárskvöld. Þá útnefndi tímaritið Esquire hana hönnuð ársins 2010 fyrir veitingastaðinn Red O í Los Angeles.SupperClub Beirut er veitinga- og leikhús með þakgarði. Við hönnun þess sótti Gulla innblástur í nágrenni við hafið. Svörtu „skeljarnar“ líkjast stórum væng sem verður baklýstur en hvítt gler þekur restina af byggingunni og eru svartar súlur meginuppistaðan.Spurð hvernig annríkið og öll þessi ferðalög leggist í hana, segir Gulla ævintýralegan lífsmáta eiga vel við sig. „Ég hef gaman af að ferðast og hef nú frelsi til að fara þangað sem verkefnin kalla á mig," segir hún en getur þess að höfuðstöðvarnar verði þó eftir sem áður í Los Angeles. roald@frettabladid.is Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Arkitektinn Guðlaug Jónsdóttir, betur þekkt sem Gulla Jóns, stendur í stórræðum um þessar mundir. Gulla rekur arkitektastofuna G+ Gulla Jonsdottir Design í Los Angeles þar sem hún hefur búið um árabil og hyggst vegna annríkis opna skrifstofur í New York, Zürich, Dúbaí, Beirút og Katar á næstunni. „Ég hef haft í svo ofboðslega miklu að snúast við að sinna verkefnum um víða veröld að mér þótti orðið skynsamlegast að færa út kvíarnar. Því enda þótt internetið veiti alltaf vissan sveigjanleika er gott að hafa vinnuaðstöðu þar sem mest er að gera og geta í leiðinni skapað sér þar nafn í von um fleiri verkefni," segir Gulla en fyrirtæki hennar hefur verið í gríðarlegri sókn frá stofnun fyrir tveimur árum. Með opnun skrifstofanna fimm ætlar Gulla að sækja á ný mið í Evrópu og Mið-Austurlöndum þar sem fjöldi verkefna er á teikniborðinu. „Á heildina litið á sér stað mikil uppbygging í Mið-Austurlöndum," segir hún. „Sjálf er ég að vinna að tveimur byggingum í Beirút, stærsta stað þekktrar veitingahúsakeðju, Mhanna Beirut, og leik- og veitingahúsi í samstarfi við verkfræðistofuna ACS sem ég hef starfað með í Bandaríkjunum. Ásamt þeim ætla ég að opna þrjár skrifstofur í þessum heimshluta," bendir hún á og bætir við að fleiri verkefni séu fram undan með þarlendum aðilum.Gulla segist hafa haft tákn friðar, hvíta eyðimerkurrós, til hliðsjónar við hönnun þriggja hæða veitingastaðar með bar á þakinu fyrir veitingahúskeðjuna Mhanna Beirut. Arabísk skrautskrift verður grafin í hvít steypt spjöld sem líkjast blómkrónu og vernda staðinn fyrir hávaðamengun frá veginum.Þar á meðal hönnun verslana í London, París og Dúbaí fyrir þekktan skartgripahönnuð sem hún vill ekki geta hver er að sinni. Hingað til hefur Gulla aðallega getið sér gott orð sem arkitekt fyrir hönnun á glæsihótelum og veitingastöðum í Bandaríkjunum. Meðal verkefna er endurhönnun hinna þekktu Hollywood-kvikmyndahúsa Kodak Theatre og Grauman's Chinese Theatre, sem er að hefjast og hönnun innandyra á Bellagio-hótelinu í Las Vegas í samstarfi við Philippe Starck en það verður opnað á nýárskvöld. Þá útnefndi tímaritið Esquire hana hönnuð ársins 2010 fyrir veitingastaðinn Red O í Los Angeles.SupperClub Beirut er veitinga- og leikhús með þakgarði. Við hönnun þess sótti Gulla innblástur í nágrenni við hafið. Svörtu „skeljarnar“ líkjast stórum væng sem verður baklýstur en hvítt gler þekur restina af byggingunni og eru svartar súlur meginuppistaðan.Spurð hvernig annríkið og öll þessi ferðalög leggist í hana, segir Gulla ævintýralegan lífsmáta eiga vel við sig. „Ég hef gaman af að ferðast og hef nú frelsi til að fara þangað sem verkefnin kalla á mig," segir hún en getur þess að höfuðstöðvarnar verði þó eftir sem áður í Los Angeles. roald@frettabladid.is
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira