Tónlist

The Prodigy spilar lög af nýrri plötu

ný lög Hljómsveitin The Prodigy er að undirbúa glænýja plötu. Hún fylgir eftir Invaders Must Die sem kom út fyrir tveimur árum.
ný lög Hljómsveitin The Prodigy er að undirbúa glænýja plötu. Hún fylgir eftir Invaders Must Die sem kom út fyrir tveimur árum.
Hljómsveitin The Prodigy er komin aftur á stjá og ætlar að spila ný lög af væntanlegri plötu sinni á Download-hátíðinni í Bretlandi næsta sumar. Platan verður sú sjötta í röðinni og hefur ekki fengið nafn enn sem komið er. Sú síðasta hét Invaders Must Die og kom út fyrir tveimur árum. Rokksveitirnar Metallica og Black Sabbath, sem er að koma saman á nýjan leik með Ozzy Osbourne í fararbroddi, spila einnig á hátíðinni.

Keith Flint, söngvari The Prodigy, er spenntur fyrir tónleikunum. „Við ætlum að sjá til þess að þetta verði almennilegt partí. Þetta verður eina tónlistarhátíðin sem við spilum á árið 2012 þannig að við ætlum að sjá til þess að þetta verði sérstök stund,“ sagði Flint. „Við ætlum líka að spila nokkur ný lög sem við höfum verið að taka upp. Þetta verður svakalegt.“

The Prodigy spilaði síðast hér á landi í Laugardalshöll árið 2004 við frábærar undirtektir íslenskra danstónlistarunnenda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×