Fyrirsætunnar Loulou de la Falaise minnst 29. nóvember 2011 22:00 Falaise og fatahönnuðurinn Yves Saint Laurent voru vinir alla ævi. Hér sjást þau saman árið 1990. Nordicphotos/Getty Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni. Falaise var dóttir bresku fyrirsætunnar Maxime de la Falaise og fransks hefðarmanns og starfaði sjálf sem fyrirsæta um hríð og sat meðal annars fyrir í bandaríska Vogue. Hún hannaði lengi skartgripi fyrir tískuhúsið YSL en eftir að vinur hennar, Yves Saint Laurent, settist í helgan stein kom Falaise á laggirnar eigin fylgihlutalínu sem vakti mikla athygli meðal tískuunnenda. Tímaritið Women's Wear Daily segir frá því að Falaise hafi greinst með krabbamein í júlí í fyrra en haldið fréttunum frá fjölmiðlum. Fréttir af andláti hennar komu því mörgum á óvart enda virtist Falaise hraust og heilbrigð. Falaise lætur eftir sig eina dóttur, Önnu. Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískuíkonið Loulou de la Falaise lést í byrjun mánaðarins aðeins 63 ára að aldri. Falaise var músa, samstarfskona og ein besta vinkona hönnuðarins Yves Saint Laurent, sem hannaði Le Smoking-kvenjakkafötin fyrir áhrif frá henni. Falaise var dóttir bresku fyrirsætunnar Maxime de la Falaise og fransks hefðarmanns og starfaði sjálf sem fyrirsæta um hríð og sat meðal annars fyrir í bandaríska Vogue. Hún hannaði lengi skartgripi fyrir tískuhúsið YSL en eftir að vinur hennar, Yves Saint Laurent, settist í helgan stein kom Falaise á laggirnar eigin fylgihlutalínu sem vakti mikla athygli meðal tískuunnenda. Tímaritið Women's Wear Daily segir frá því að Falaise hafi greinst með krabbamein í júlí í fyrra en haldið fréttunum frá fjölmiðlum. Fréttir af andláti hennar komu því mörgum á óvart enda virtist Falaise hraust og heilbrigð. Falaise lætur eftir sig eina dóttur, Önnu.
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira