Klára prófin og kynna svo 25. nóvember 2011 10:00 Nolo hefur gefið út sína fyrstu stóru plötu og nefnist hún Nology. fréttablaðið/stefán Nology, fyrsta breiðskífa dúósins Nolo, er komin út. Gripnum verður fylgt eftir um leið og þeir hafa lokið jólaprófunum. Fyrsta plata dúósins Nolo í fullri lengd nefnist Nology og kom nýverið út á vegum Kimi Records. Platan hefur verið fáanleg á tónlistarveitunni Gogoyoko síðustu viku og hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá tónlistarunnendum. „Við ætlum að reyna að kynna plötuna eins mikið og við getum. Við ætlum að spila úti um allt og selja milljón eintök,“ segir Ívar Björnsson, annar meðlima Nolo, í léttum dúr. Auk Ívars er í Nolo Jón Lorange og eru þeir félagar úr Breiðholti og Kópavogi. Fyrsta stuttskífa þeirra, No-Lo-Fi, kom út á vegum Braks, undirfyrirtækis Kimi Records, milli jóla og nýárs árið 2009 og var hún tekin upp í svefnherbergjum piltanna. Hún hafði að geyma lágstemmt, áheyrilegt popp með elektrónískum áhrifum og fékk mikið lof gagnrýnenda. Kraumsverðlaunin féllu þeim í skaut og einnig tilnefning til hljómplötuverðlauna Norðurlanda. „Upplagið, sem var tvö hundruð og eitthvað plötur, seldist upp hjá Braki og þá talaði Baldvin [Esra Einarsson hjá Kimi Records] um að gera fulla plötu hjá Kimi,“ segir Ívar. Upptökur á Nology tóku langan tíma. Þær hófust í febrúar og sáu Svavar Pétur Eysteinsson úr Skakkamanage og Prins Póló og Logi Höskuldsson úr Sudden Weather Change um upptökustjórn. „Við vorum alltaf að fiffa eitthvað til og lagfæra plötuna,“ segir Ívar og bætir við að það hafi verið mjög góð reynsla að vinna með Svavari Pétri og félögum. Fjórtán lög eru á Nology, þar á meðal Beautiful Way, eitt besta lagið af No-Lo-Fi. Eins og áður segir ætla Ívar og Jón að fylgja Nology vel eftir, en samt ekki fyrr en þeir klára prófin, þó svo að einhverjir tónleikar verði á næstunni. Ívar er að læra kvikmyndafræði í Háskólanum en Jón er í Menntaskólanum í Kópavogi. „Við erum í svo miklum prófum núna en við ætlum að byrja að rúlla á fullu eftir 10. desember,“ segir hann. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Nology, fyrsta breiðskífa dúósins Nolo, er komin út. Gripnum verður fylgt eftir um leið og þeir hafa lokið jólaprófunum. Fyrsta plata dúósins Nolo í fullri lengd nefnist Nology og kom nýverið út á vegum Kimi Records. Platan hefur verið fáanleg á tónlistarveitunni Gogoyoko síðustu viku og hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá tónlistarunnendum. „Við ætlum að reyna að kynna plötuna eins mikið og við getum. Við ætlum að spila úti um allt og selja milljón eintök,“ segir Ívar Björnsson, annar meðlima Nolo, í léttum dúr. Auk Ívars er í Nolo Jón Lorange og eru þeir félagar úr Breiðholti og Kópavogi. Fyrsta stuttskífa þeirra, No-Lo-Fi, kom út á vegum Braks, undirfyrirtækis Kimi Records, milli jóla og nýárs árið 2009 og var hún tekin upp í svefnherbergjum piltanna. Hún hafði að geyma lágstemmt, áheyrilegt popp með elektrónískum áhrifum og fékk mikið lof gagnrýnenda. Kraumsverðlaunin féllu þeim í skaut og einnig tilnefning til hljómplötuverðlauna Norðurlanda. „Upplagið, sem var tvö hundruð og eitthvað plötur, seldist upp hjá Braki og þá talaði Baldvin [Esra Einarsson hjá Kimi Records] um að gera fulla plötu hjá Kimi,“ segir Ívar. Upptökur á Nology tóku langan tíma. Þær hófust í febrúar og sáu Svavar Pétur Eysteinsson úr Skakkamanage og Prins Póló og Logi Höskuldsson úr Sudden Weather Change um upptökustjórn. „Við vorum alltaf að fiffa eitthvað til og lagfæra plötuna,“ segir Ívar og bætir við að það hafi verið mjög góð reynsla að vinna með Svavari Pétri og félögum. Fjórtán lög eru á Nology, þar á meðal Beautiful Way, eitt besta lagið af No-Lo-Fi. Eins og áður segir ætla Ívar og Jón að fylgja Nology vel eftir, en samt ekki fyrr en þeir klára prófin, þó svo að einhverjir tónleikar verði á næstunni. Ívar er að læra kvikmyndafræði í Háskólanum en Jón er í Menntaskólanum í Kópavogi. „Við erum í svo miklum prófum núna en við ætlum að byrja að rúlla á fullu eftir 10. desember,“ segir hann. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp