Saga Herbjargar verður einleikur í Hamborg 26. nóvember 2011 17:00 Hallgrímur Helgson segir að góðar leikkonur geti skapað mikið af persónum, en Thalía-leikhúsið í Hamborg hyggst setja upp einleik byggðan á bók Hallgríms, Konan við 1000°. Fréttablaðið/Valli „Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi einleiks. „Þegar ég var að kynna bókina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leikhús séu oft að reyna að finna hlutverk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað mikið af persónum.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ættingjum Brynhildar en Hallgrímur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrýtið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvikmynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eiginlega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hallgríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk uppúr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var viðstaddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Frúin er komin á svið í Hamborg,“ segir Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þýska leikhúsið Thalia Theater í Hamborg hefur tryggt sér réttindin að bókinni Konan við 1000° í Þýskalandi. Og hyggst setja upp einleik fyrir reynda leikkonu sem ráðgert er að verði frumsýndur í október á næsta ári. Eins og Fréttablaðið hefur þegar greint frá er Þjóðleikhúsið á Íslandi þegar búið að tryggja sér svipuð réttindi að leikgerðinni hér á landi. Thalia-leikhúsið er meðal þeirra virtustu í Þýskalandi, en það var stofnað 1843. Hallgrími kemur það í sjálfu sér ekki á óvart að Þjóðverjar skuli fara þessa leið, að setja þessa viðamiklu bók, sem spannar marga áratugi og flakkar á milli heimsálfa, upp í formi einleiks. „Þegar ég var að kynna bókina í Þýskalandi þá var oft eldri leikkona sem las textann upp fyrir mig, líka þegar ég var í Hamborg. Ég fann að þær fundu sig oft vel í þessu hlutverki og ég held að leikhús séu oft að reyna að finna hlutverk fyrir konur á þessum aldri,“ en Hallgrímur hefur ekki hugmynd um hvernig einleikurinn verður. „Góðar leikkonur geta náttúrlega skapað mikið af persónum.“ Herbjörg María Björnsson, konan í bók Hallgríms, á sér raunverulega fyrirmynd í einu af barnabörnum forsetans Sveins Björnssonar, Brynhildi Georgíu Björnsson-Borger. Kurr var í ættingjum Brynhildar en Hallgrímur sjálfur hefur ekki mikið heyrt af því. „Ég skil vel að það sé mjög skrýtið fyrir þá að lesa þessa bók en hún sjálf bar þá von í brjósti að lífshlaup hennar yrði að kvikmynd í Þýskalandi. Og ég held að einleikurinn í Hamborg hefði kætt hana mjög, hún var mjög mikið á því svæði og Hamborg var eiginlega hennar heimaborg.“ Þetta er ekki fyrsta bók Hallgríms sem verður að leikriti í hinum þýskumælandi heimi því í byrjun mánaðarins frumsýndi Borgarleikhúsið í Salzburg verk uppúr 10 ráðum til að hætta að drepa fólk. Hallgrímur var viðstaddur frumsýninguna og var bara nokkuð hrifinn. „Þetta var mjög furðuleg tilfinning, að sjá þetta á þýsku. Þeim tókst að segja alla þessa sögu og senuskiptin runnu mjúklega í gegn. Það hefði kannski mátt vera meiri húmor en í þessum þýskumælandi löndum er meira leiðindaþol, ef þeir fá að hlæja á tuttugu mínútna fresti þá finnst þeim það alveg nóg.“ freyrgigja@frettabladid.is
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira