Ágúst vill að liðið spili enn hraðari bolta Stefán Árni Pálsson skrifar 28. nóvember 2011 07:00 Ágúst var nokkuð sáttur við leik íslenska liðsins gegn Tékkum. fréttablaðið/anton Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í lok þessara viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Varnarleikur liðsins var nokkuð góður í leikjum gegn Tékkum og ég var ánægður með það,“ sagði Ágúst. „Sóknarleikur okkar er á köflum mjög góður, en þegar stelpurnar eru ekki einbeittar þá föllum við niður á nokkuð dapurt plan sóknarlega. Þegar út í mótið er komið þá megum við ekki fá svona ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum, en það gerðist of oft á móti Tékklandi. Ég hef reynt að breyta leikstíl liðsins og vill að stelpurnar keyri hraðann enn meira upp. Slíkt bíður aftur á móti upp á fleiri tæknifeila en það er hlutur sem við verðum að vinna bug á“. Íslenska liðið heldur til London á morgun þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu fer fram, en liðið mætir Bretlandi í óopinberum æfingaleik. „Leikurinn gegn Bretum verður bara léttur æfingaleikur þar sem við ætlum að rúlla liðinu vel og æfa ákveðin atriði. Við ætlum okkur til að mynda að æfa okkur vel að vera einum færri í leiknum og þetta verður nokkuð frjálslegur leikur. Stelpurnar eru í fínu standi og enginn alvarleg meiðsli í hópnum“. Stelpurnar hefja leik á heimsmeistaramótinu í Brasilíu 3. desember gegn Svartfjallalandi, en auk þeirra mætir liðið Angóla, Noregi, Kína og Þýskalandi og því er þetta ærið verkefni fyrir stelpurnar okkar. „Það er ljóst að við erum í mjög sterkum riðli. Þýskaland, Noregur og Svartfjallaland eru frábærar þjóðir en við verðum að sigra Angóla og Kína til að eiga möguleika. Við ætlum samt sem áður bara að taka einn leik fyrir í einu og undirbúa liðið fyrir hvern andstæðing“. Olís-deild kvenna Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik sigraði Tékkland í tvígang um helgina en leikirnir voru hluti af undirbúningi liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu sem hefst í lok þessara viku. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari Íslands, er nokkuð bjartsýnn á framhaldið. „Varnarleikur liðsins var nokkuð góður í leikjum gegn Tékkum og ég var ánægður með það,“ sagði Ágúst. „Sóknarleikur okkar er á köflum mjög góður, en þegar stelpurnar eru ekki einbeittar þá föllum við niður á nokkuð dapurt plan sóknarlega. Þegar út í mótið er komið þá megum við ekki fá svona ódýr mörk á okkur úr hraðaupphlaupum, en það gerðist of oft á móti Tékklandi. Ég hef reynt að breyta leikstíl liðsins og vill að stelpurnar keyri hraðann enn meira upp. Slíkt bíður aftur á móti upp á fleiri tæknifeila en það er hlutur sem við verðum að vinna bug á“. Íslenska liðið heldur til London á morgun þar sem lokaundirbúningur liðsins fyrir heimsmeistaramótið í Brasilíu fer fram, en liðið mætir Bretlandi í óopinberum æfingaleik. „Leikurinn gegn Bretum verður bara léttur æfingaleikur þar sem við ætlum að rúlla liðinu vel og æfa ákveðin atriði. Við ætlum okkur til að mynda að æfa okkur vel að vera einum færri í leiknum og þetta verður nokkuð frjálslegur leikur. Stelpurnar eru í fínu standi og enginn alvarleg meiðsli í hópnum“. Stelpurnar hefja leik á heimsmeistaramótinu í Brasilíu 3. desember gegn Svartfjallalandi, en auk þeirra mætir liðið Angóla, Noregi, Kína og Þýskalandi og því er þetta ærið verkefni fyrir stelpurnar okkar. „Það er ljóst að við erum í mjög sterkum riðli. Þýskaland, Noregur og Svartfjallaland eru frábærar þjóðir en við verðum að sigra Angóla og Kína til að eiga möguleika. Við ætlum samt sem áður bara að taka einn leik fyrir í einu og undirbúa liðið fyrir hvern andstæðing“.
Olís-deild kvenna Mest lesið Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Fleiri fréttir Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Svona er staðan: Ekkert svigrúm hjá strákunum okkar „Góðu hliðarnar eru helvíti góðar“ „Gætið ykkar á Óðni en ekki bara honum“ Dagur hengdi hrakspá handboltasérfræðings upp á króatíska hótelinu Sjá meira