Góð blanda af rokki og þægindum 18. desember 2011 09:00 Eva Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu evalín. Hún segir viðtökurnar hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. Flíkurnar sem hún hannar eru rokkaralegar með indjánaívafi. Eva Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu evalín og leggur mikla áherslu á þægilega og klæðilega hönnun. Evalín er ársgamalt fyrirtæki sem hefur dafnað hratt. Eva Lín er menntuð sem þroskaþjálfi og hárgreiðslukona en hefur ætíð haft áhuga á hönnun og tísku. Hún eignaðist sína fyrstu saumavél fyrir tveimur árum og hóf að sauma föt á sjálfa sig. „Ég var svo fljótlega farin að sauma á aðra og á endanum voru pantanirnar orðnar svo margar að ég neyddist til að minnka við mig vinnu til að anna eftirspurninni. Núna læt ég framleiða flíkurnar á Indlandi og vinn á daginn sem þroskaþjálfi," útskýrir Eva Lín. Innt eftir því hvernig föt hún hannar segist Eva Lín vera mikill rokkari í sér og að fötin beri þess merki. „Ætli ég hafi ekki líka verið indíáni einhvern tímann í fyrra lífi því kögur og fjaðrir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi. Fötin sem ég hanna eru rokkaraleg með indíánaívafi en fyrst og fremst eru þau þægileg, klæðileg og tímalaus. Mig langaði að hanna tímalaus föt sem væru ekki endilega árstíðabundin heldur þannig að ég gæti bætt við línurnar reglulega í stað þess að koma með tvær línur árlega."Eva Lín segist ánægð með viðtökurnar og hyggst halda ótrauð áfram að hanna. Hún er ekki farin að huga að frekari umsvifum á tískumarkaðinum og kveðst sátt eins og hlutirnir eru í dag. „Ég vona að fólk haldi áfram að taka vel í hönnun mína en fyrir mér er þetta mikið ævintýri. Ég er ein með tvö börn og það er stórkostlegt að þetta skuli hafa gengið svona vel. En hvað framtíðin ber í skauti sér er alveg óráðið, ég er mjög sátt eins og staðan er í dag," segir hún að lokum. Flíkurnar fást meðal annars í versluninni 3 Smárar, á heimasíðu merkisins og í verslunum víðs vegar um landið. sara@frettablaðið.is Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Eva Lín Traustadóttir hannar fatnað undir nafninu evalín og leggur mikla áherslu á þægilega og klæðilega hönnun. Evalín er ársgamalt fyrirtæki sem hefur dafnað hratt. Eva Lín er menntuð sem þroskaþjálfi og hárgreiðslukona en hefur ætíð haft áhuga á hönnun og tísku. Hún eignaðist sína fyrstu saumavél fyrir tveimur árum og hóf að sauma föt á sjálfa sig. „Ég var svo fljótlega farin að sauma á aðra og á endanum voru pantanirnar orðnar svo margar að ég neyddist til að minnka við mig vinnu til að anna eftirspurninni. Núna læt ég framleiða flíkurnar á Indlandi og vinn á daginn sem þroskaþjálfi," útskýrir Eva Lín. Innt eftir því hvernig föt hún hannar segist Eva Lín vera mikill rokkari í sér og að fötin beri þess merki. „Ætli ég hafi ekki líka verið indíáni einhvern tímann í fyrra lífi því kögur og fjaðrir hafa alltaf verið í miklu uppáhaldi. Fötin sem ég hanna eru rokkaraleg með indíánaívafi en fyrst og fremst eru þau þægileg, klæðileg og tímalaus. Mig langaði að hanna tímalaus föt sem væru ekki endilega árstíðabundin heldur þannig að ég gæti bætt við línurnar reglulega í stað þess að koma með tvær línur árlega."Eva Lín segist ánægð með viðtökurnar og hyggst halda ótrauð áfram að hanna. Hún er ekki farin að huga að frekari umsvifum á tískumarkaðinum og kveðst sátt eins og hlutirnir eru í dag. „Ég vona að fólk haldi áfram að taka vel í hönnun mína en fyrir mér er þetta mikið ævintýri. Ég er ein með tvö börn og það er stórkostlegt að þetta skuli hafa gengið svona vel. En hvað framtíðin ber í skauti sér er alveg óráðið, ég er mjög sátt eins og staðan er í dag," segir hún að lokum. Flíkurnar fást meðal annars í versluninni 3 Smárar, á heimasíðu merkisins og í verslunum víðs vegar um landið. sara@frettablaðið.is
Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira