Ást við fyrstu sýn hjá ritstjóra 5. desember 2011 21:00 Ragnheiður rekur sitt eigið fyrirtæki, Umemi og segir Íslendinga eiga glæsilegan hóp vöruhönnuða. Fréttablaðið/Valli „Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.Skátahnútar voru innblástur Ragnheiðar við hönnun Not Knot-púðanna.„Ég hafði verið að hekla fígúrur með langar lappir og datt í hug að hekla langar lengjur og gera eitthvað úr þeim. Ég endaði með að hnýta þær og fannst útkoman skemmtileg. Ég var í skátunum sem barn og heillaðist alltaf að mismunandi hnútum þannig að mér fannst það spennandi verkefni að rannsaka þetta frekar." Þetta er ekki fyrsta sinn sem hönnun Ragnheiðar hefur vakið aðdáun utan landsteinanna. „Ég hef verið mjög heppin síðan ég byrjaði að hanna og fengið umfjöllun um allan heim, meðal annars í Rússlandi, Kína og Taiwan. Þessir blaðamenn hafa haft samband við mig að fyrra bragði og mér finnst stundum ótrúlegt hvernig þeir fóru að því að finna mig." Öll athygli erlendis frá er af hinu góða að sögn Ragnheiðar, því draumurinn er að koma vörunum á erlendan markað. „Það er eiginlega það eina sem kemur til greina hjá mér núna og næsta ár fer í að koma vörunum mínum í búðir erlendis ásamt því að koma með nýjar vörur." -bb Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Jú, þetta er frábær auglýsing," segir vöruhönnuðurinn Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir. Fyrir helgi birtist umfjöllun um Not Knot-púða Ragnheiðar á einu af vinsælustu hönnunarbloggum Bandaríkjanna, Design Milk, en daglega sjá á bilinu hálf milljón til tveggja milljóna lesenda efnið sem birtist á síðunni. Það var sjálfur ritstjóri síðunnar sem skrifaði um púðana og sagði það hafa verið ást við fyrstu sýn þegar hún rak aukun í þá. Púðana gerir Ragnheiður úr íslensku einbandi.Skátahnútar voru innblástur Ragnheiðar við hönnun Not Knot-púðanna.„Ég hafði verið að hekla fígúrur með langar lappir og datt í hug að hekla langar lengjur og gera eitthvað úr þeim. Ég endaði með að hnýta þær og fannst útkoman skemmtileg. Ég var í skátunum sem barn og heillaðist alltaf að mismunandi hnútum þannig að mér fannst það spennandi verkefni að rannsaka þetta frekar." Þetta er ekki fyrsta sinn sem hönnun Ragnheiðar hefur vakið aðdáun utan landsteinanna. „Ég hef verið mjög heppin síðan ég byrjaði að hanna og fengið umfjöllun um allan heim, meðal annars í Rússlandi, Kína og Taiwan. Þessir blaðamenn hafa haft samband við mig að fyrra bragði og mér finnst stundum ótrúlegt hvernig þeir fóru að því að finna mig." Öll athygli erlendis frá er af hinu góða að sögn Ragnheiðar, því draumurinn er að koma vörunum á erlendan markað. „Það er eiginlega það eina sem kemur til greina hjá mér núna og næsta ár fer í að koma vörunum mínum í búðir erlendis ásamt því að koma með nýjar vörur." -bb
Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK Lífið samstarf Fleiri fréttir Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira