Föstudagurinn langi 8. desember 2011 13:00 Hljómsveitin Úlfur Úlfur sendir frá sér fyrstu plötuna sína á laugardaginn. Yrkisefni plötunnar er einlæg blanda af drykkju, partíi, ríðingum og öllu því. „Við vorum í þessum töluðu orðum að skila plötunni í fjölföldun. Hún á að vera tilbúin á föstudaginn. Hún verður það,“ segir rapparinn Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Platan hefur hlotið nafnið Föstudagurinn langi. Hljómsveitin var stofnuð í maí á þessu ári úr rústum hljómsveitarinnar Bróðir Svartúlfs, sem vann Músíktilraunir árið 2009. „Við hættum í Bróður Svartúlfs einfaldlega vegna þess að ástríðan var horfin og við fundum hana aftur í þessari hljómsveit. Okkur langaði að gera litríkari og skemmtilegri hluti en í Bróður Svartúlfs og við fundum það í Úlfi úlfi. Það er miklu meira rapp og hipp hopp og diskó og partí núna,“ segir Arnar. Að koma út plötu aðeins nokkrum mánuðum eftir að hljómsveitin er stofnuð hlýtur að teljast góður árangur. Arnar segir það hafa verið lítið mál að semja lög og bætir við að tíminn í Bróður Svartúlfs sé gott veganesti. „Við lærðum á bransann og það er að vinna með okkur núna eftir að við stofnuðum þessa hljómsveit. Við gátum unnið miklu hraðar,“ segir hann. Fólk hefur tekið vel í tónlist Úlfsins og hljómsveitin hefur reglulega komið fram á tónleikum undanfarnar viku. „Það gengur miklu betur en við áttum von á. Það er ótrúlegt hvað fólk er mikið til að fá okkur til að spila. Við erum ekkert sérstaklega duglegir við að halda tónleika, en fólk er að taka vel í okkur, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Textar Arnars og félagar eru á íslensku. Hann segir enga sérstaka yfirlýsingu fólgna í því, heldur séu þeir einfaldlega betri í íslensku en ensku. „Ég get sagt miklu stærri hluti á íslensku heldur en nokkurn tíma á öðru tungumáli,“ segir hann. „Við erum svolítið í því, að segja býsna stóra hluti. Við erum voðalega einlægir. Við leyfum okkar að hella úr hjörtum okkar við og við. Svona milli þess sem við yrkjum um drykkju og partí. Og ríðingar og allt það.“ Arnar segir upplag plötunnar ekki stórt, en samhliða útgáfunni verður hún gefins á vefsíðunni Ulfurulfur.com. Úlfur Úlfur fagnar útgáfunni á Faktorý á laugardagskvöld. Húsið opnar klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 23. -afb Harmageddon Tónlist Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Er verið að leggja eina valdamestu konu landsins í einelti? Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon Læknar með hjálp andanna Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Ný plata frá Lanegan Harmageddon Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon
Hljómsveitin Úlfur Úlfur sendir frá sér fyrstu plötuna sína á laugardaginn. Yrkisefni plötunnar er einlæg blanda af drykkju, partíi, ríðingum og öllu því. „Við vorum í þessum töluðu orðum að skila plötunni í fjölföldun. Hún á að vera tilbúin á föstudaginn. Hún verður það,“ segir rapparinn Arnar Freyr Frostason úr hljómsveitinni Úlfur Úlfur. Platan hefur hlotið nafnið Föstudagurinn langi. Hljómsveitin var stofnuð í maí á þessu ári úr rústum hljómsveitarinnar Bróðir Svartúlfs, sem vann Músíktilraunir árið 2009. „Við hættum í Bróður Svartúlfs einfaldlega vegna þess að ástríðan var horfin og við fundum hana aftur í þessari hljómsveit. Okkur langaði að gera litríkari og skemmtilegri hluti en í Bróður Svartúlfs og við fundum það í Úlfi úlfi. Það er miklu meira rapp og hipp hopp og diskó og partí núna,“ segir Arnar. Að koma út plötu aðeins nokkrum mánuðum eftir að hljómsveitin er stofnuð hlýtur að teljast góður árangur. Arnar segir það hafa verið lítið mál að semja lög og bætir við að tíminn í Bróður Svartúlfs sé gott veganesti. „Við lærðum á bransann og það er að vinna með okkur núna eftir að við stofnuðum þessa hljómsveit. Við gátum unnið miklu hraðar,“ segir hann. Fólk hefur tekið vel í tónlist Úlfsins og hljómsveitin hefur reglulega komið fram á tónleikum undanfarnar viku. „Það gengur miklu betur en við áttum von á. Það er ótrúlegt hvað fólk er mikið til að fá okkur til að spila. Við erum ekkert sérstaklega duglegir við að halda tónleika, en fólk er að taka vel í okkur, sem er ótrúlega skemmtilegt.“ Textar Arnars og félagar eru á íslensku. Hann segir enga sérstaka yfirlýsingu fólgna í því, heldur séu þeir einfaldlega betri í íslensku en ensku. „Ég get sagt miklu stærri hluti á íslensku heldur en nokkurn tíma á öðru tungumáli,“ segir hann. „Við erum svolítið í því, að segja býsna stóra hluti. Við erum voðalega einlægir. Við leyfum okkar að hella úr hjörtum okkar við og við. Svona milli þess sem við yrkjum um drykkju og partí. Og ríðingar og allt það.“ Arnar segir upplag plötunnar ekki stórt, en samhliða útgáfunni verður hún gefins á vefsíðunni Ulfurulfur.com. Úlfur Úlfur fagnar útgáfunni á Faktorý á laugardagskvöld. Húsið opnar klukkan 22 og tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 23. -afb
Harmageddon Tónlist Mest lesið Líf á jörðinni gæti þurrkast út Harmageddon Er verið að leggja eina valdamestu konu landsins í einelti? Harmageddon Ný plata frá Deftones í ár Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon Læknar með hjálp andanna Harmageddon Þættir um sögu rokksins á X977 Harmageddon Söfnuðu sér fyrir hjólakerru með ýmsum brögðum Harmageddon Ný plata frá Lanegan Harmageddon Gítarleikari INXS missti puttann í slysi Harmageddon Fimm verstu handboltarokklögin Harmageddon