Tók upp plötu heima í stofu 12. desember 2011 16:00 kaldara loftslag Ryan Karazija og Júlíus Björgvinsson eru nýkomnir heim frá Kaliforniu þar sem þeir spiluðu lög af nýju plötunni á nokkrum tónleikum. fréttablaðið/gva Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér í vaktafríum frá erfiðisvinnu. Platan hefur fengið frábærar viðtökur. „Ég er ótrúlega ánægður með viðtökurnar,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar. Ryan er búsettur á Íslandi, en hann flutti til Reykjavíkur í september á síðasta ári þegar hann giftist íslenskri kærustu sinni. Plötunni hefur verið vel tekið, bæði hér heima og erlendis. Fyrir stuttu var lag af plötunni notað í sjónvarpsþáttunum vinsælu 90210 og í vikunni stökk platan í fyrsta sætið á tónlistarsíðunni Gogoyoko. Ryan samdi lögin eftir flutningana til Íslands, og segir þau fjalla um allt það sem viðkemur því að hefja nýtt líf á nýjum stað. Tónlistarmaðurinn bjó áður í Kaliforniu þar sem hann átti mikilli velgengni að fagna með hljómsveit sinni. Stökkið var því stórt og hann syngur á hreinskilinn hátt um erfiðleika við að passa inn í samfélagið, finna vinnu og sjá fyrir fjölskyldu um kaldan íslenskan vetur. „Á sama tíma og það var erfitt að byrja upp á nýtt hérna var það líka frískandi. Mig langaði að taka upp plötu hérna en hafði áhyggjur af því að hafa engin sambönd og þekkja engan hér. Það varð til þess að ég tók plötuna upp sjálfur heima í stofu hjá mér, sem eftir á að hyggja var mikil blessun. Ég gat samið lögin og haldið hráu tilfinningunni, sem ég hefði ekki getað ef ég hefði farið í eitthvert fínt hljóðver.“ Á liðnu ári hefur Ryan komið sér vel fyrir á Íslandi og segist elska að búa í Reykjavík, stærðin og andrúmsloftið sé frábært. Hann hefur kynnst íslensku tónlistarsenunni betur og fann sér vinnu, sem veldur því reyndar að hann hefur minni tíma til þess að semja tónlist því hann vinnur vaktavinnu, bæði á næturnar og daginn. „Það er samt ekki endilega slæmt. Ég held að ég hafi haft of mikinn tíma áður. Núna kann ég betur að meta frítímann og nýti hann svo miklu betur,“ segir Ryan sem hefur ekki í hyggju að flytja frá Íslandi í bráð. „Ekki á meðan þið viljið enn hafa mig.“ Útgáfutónleikar Low Roar verða haldnir á Kex Hostel 28. desember næstkomandi. bergthora@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Low Roar er listamannsnafn bandaríska tónlistarmannsins Ryans Karazija. Ryan flutti til Íslands fyrir ári og tók upp plötu heima í stofu hjá sér í vaktafríum frá erfiðisvinnu. Platan hefur fengið frábærar viðtökur. „Ég er ótrúlega ánægður með viðtökurnar,“ segir bandaríski tónlistarmaðurinn Ryan Karazija sem nýverið gaf út sína fyrstu plötu undir listamannsnafninu Low Roar. Ryan er búsettur á Íslandi, en hann flutti til Reykjavíkur í september á síðasta ári þegar hann giftist íslenskri kærustu sinni. Plötunni hefur verið vel tekið, bæði hér heima og erlendis. Fyrir stuttu var lag af plötunni notað í sjónvarpsþáttunum vinsælu 90210 og í vikunni stökk platan í fyrsta sætið á tónlistarsíðunni Gogoyoko. Ryan samdi lögin eftir flutningana til Íslands, og segir þau fjalla um allt það sem viðkemur því að hefja nýtt líf á nýjum stað. Tónlistarmaðurinn bjó áður í Kaliforniu þar sem hann átti mikilli velgengni að fagna með hljómsveit sinni. Stökkið var því stórt og hann syngur á hreinskilinn hátt um erfiðleika við að passa inn í samfélagið, finna vinnu og sjá fyrir fjölskyldu um kaldan íslenskan vetur. „Á sama tíma og það var erfitt að byrja upp á nýtt hérna var það líka frískandi. Mig langaði að taka upp plötu hérna en hafði áhyggjur af því að hafa engin sambönd og þekkja engan hér. Það varð til þess að ég tók plötuna upp sjálfur heima í stofu hjá mér, sem eftir á að hyggja var mikil blessun. Ég gat samið lögin og haldið hráu tilfinningunni, sem ég hefði ekki getað ef ég hefði farið í eitthvert fínt hljóðver.“ Á liðnu ári hefur Ryan komið sér vel fyrir á Íslandi og segist elska að búa í Reykjavík, stærðin og andrúmsloftið sé frábært. Hann hefur kynnst íslensku tónlistarsenunni betur og fann sér vinnu, sem veldur því reyndar að hann hefur minni tíma til þess að semja tónlist því hann vinnur vaktavinnu, bæði á næturnar og daginn. „Það er samt ekki endilega slæmt. Ég held að ég hafi haft of mikinn tíma áður. Núna kann ég betur að meta frítímann og nýti hann svo miklu betur,“ segir Ryan sem hefur ekki í hyggju að flytja frá Íslandi í bráð. „Ekki á meðan þið viljið enn hafa mig.“ Útgáfutónleikar Low Roar verða haldnir á Kex Hostel 28. desember næstkomandi. bergthora@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira