Mugison með sex tilnefningar 17. desember 2011 11:00 María Rut Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Íslensku tónlistarverðlaunanna, greinir frá tilnefningunum. Beggja vegna hennar eru Stuðmennirnir fyrrverandi, Egill Ólafsson og Ragnhildur Gísladóttir. Fréttablaðið/Valli Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í gær, eða nýjustu plötur ADHD, Lay Low, Reykjavík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar. Að mati dómnefndarinnar eiga þær það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og skemmtilegar. Alls voru tuttugu plötur tilnefndar til verðlaunanna en formaður dómnefndar er blaðamaðurinn Árni Matthíasson. Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem eru valdir á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær að koma verkum sínum á framfæri erlendis. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru einnig tilkynntar í gær. Mugison og GusGus fengu flestar tilnefningar, fyrir plöturnar Haglél og Arabian Horse, eða sex talsins. Á eftir þeim komu Lay Low og Björk með fimm tilnefningar hvor og Of Monsters and Men með þrjár. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 29. febrúar. Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Tilkynnt var um verðlaunaplötur Kraums í gær og einnig um tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Sex íslenskar plötur hlutu Kraumsverðlaunin í gær, eða nýjustu plötur ADHD, Lay Low, Reykjavík!, Samaris, Sin Fang og Sóleyjar. Að mati dómnefndarinnar eiga þær það sameiginlegt að vera frumlegar, spennandi og skemmtilegar. Alls voru tuttugu plötur tilnefndar til verðlaunanna en formaður dómnefndar er blaðamaðurinn Árni Matthíasson. Kraumur mun leggja metnað við að styðja alla þá titla sem eru valdir á Kraumslistann, frekar en að einblína á eina einstaka verðlaunaplötu. Sjóðurinn mun styðja við Kraumslistaplöturnar og jafnframt auka við möguleika listamannanna á bak við þær að koma verkum sínum á framfæri erlendis. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna voru einnig tilkynntar í gær. Mugison og GusGus fengu flestar tilnefningar, fyrir plöturnar Haglél og Arabian Horse, eða sex talsins. Á eftir þeim komu Lay Low og Björk með fimm tilnefningar hvor og Of Monsters and Men með þrjár. Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í Silfurbergi, Hörpu, 29. febrúar.
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira