Auðvelda útrás hönnunar 20. desember 2011 09:15 Tinna Pétursdóttir hefur komið fyrirtækinu Boxer Nation á koppinn í Berlín en fyrirtækinu er ætlað að auðvelda hönnuðum utan ESB að selja hönnun sína úr landi. „Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust," segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyrirtækisins er að auðvelda íslenskum merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönnuninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lagerrými, sendingaþjónustu og sýningarsali til afnota," segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrirtæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar," segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svipuð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslenskum merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu," segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.boxernation.net. - áp Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Við höfum lengi verið með þessa hugmynd i kollinum og ákváðum svo að flytja til Berlínar og kýla á þetta í haust," segir Tinna Pétursdóttir ein af eigendum fyrirtækisins Boxer Nation, sem er dreifingarþjónusta fyrir hönnuði. Tinna sér um fyrirtækið ásamt hópi af góðu fólki en hlutverk fyrirtækisins er að auðvelda íslenskum merkjum að koma hönnun sinni á framfæri erlendis. „Við viljum gera hönnuðum kleift að einbeita sér að sölunni og hönnuninni á meðan við tökum á móti vörunum frá framleiðanda, sjáum um að pakka og geyma hana og loks áframsenda vöruna til kaupenda. Við erum með lagerrými, sendingaþjónustu og sýningarsali til afnota," segir Tinna sem flutti til Berlínar ásamt fjölskyldu sinni í haust gagngert til að koma fyrirtækinu af stað. „Við erum að stíla inn á fyrirtæki í löndum utan ESB. Flestir láta framleiða vörur fyrir sig í Asíu og þá þarf að borga tolla inn í landið og svo aftur úr landi. Þetta sleppur hönnuðurinn við með því að láta senda vöruna til okkar," segir Tinna en þau hjónin eru sjálf að hanna undir merkinu Dottir&Sonur. „Okkur fannst alltaf vanta svona fyrirtæki, það eru til svipuð fyrirtæki úti um allan heim en þau henta ekki endilega íslenskum merkjum, og margir hvöttu okkur áfram. Við erum bara rétt að byrja en höfum góða tilfinningu fyrir framhaldinu," segir Tinna en frekari upplýsingar um fyrirtækið má finna á heimasíðunni www.boxernation.net. - áp
Mest lesið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira