Vörn í sókn Ólafur Þ. Stephensen skrifar 24. desember 2011 06:00 Aðventan hefur verið með lítils háttar öðru sniði í mörgum skólum í Reykjavík eftir að nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga tóku gildi í haust. Þær gengu þó skemmra en þær áttu að gera í upphafi og spilltu minna fyrir gömlum hefðum en margir höfðu áhyggjur af. Í einhverjum tilvikum fóru börn í kirkju og máttu syngja sálma en ekki biðja bænir. Það er aðallega kjánalegt. Í öðrum tilfellum hættu skólar við hefðbundna kirkjuferð. Í sumum sóknum borgarinnar brugðust prestar við með að hafa frumkvæði að því að bjóða skólabörnunum í kirkju utan skólatíma. Þannig fékk hefðin að halda sér og margir mættu. Ekki allir, en væntanlega þeir sem fannst hefðin – og boðskapurinn – einhvers virði. Slík framtakssemi er dæmi um þau viðbrögð sem þjóðkirkjan þarf að sýna við breyttum aðstæðum. Niðurstaðan varðandi samskipti kirkju og skóla í Reykjavík varð ekki sú sem kirkjan og margir fylgjendur hennar hefðu kosið. Ekki dugir að sýta bara málalokin; það þarf að finna nýjar leiðir til að ná til fólks. Ólíklegt er að nýjar reglur borgaryfirvalda, þar sem þrengt er að starfi kirkjunnar með skólunum, hefðu orðið að veruleika hefði kirkjan ekki þegar staðið höllum fæti gagnvart almenningsálitinu og glatað trausti margra. Tvennt kemur þar aðallega til síðustu ár. Annars vegar tregða kirkjunnar að koma til móts við óskir um hjónaband samkynhneigðra (sem nú er orðið að veruleika án þess að séð verði að kristindómurinn eða almennt siðferði hafi beðið skaða af) og hins vegar hik hennar að hlusta á ásakanir um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar og koma málunum í réttan farveg. Úr báðum málum hefur verið leyst, en það tók of langan tíma og ónauðsynlegar fórnir voru færðar. Of margir urðu fráhverfir kirkjunni sem þurftu ekki að verða það. Af þessari reynslu þarf kirkjan að læra. Samkeppni lífsskoðana fer vaxandi í íslenzku samfélagi. Sömuleiðis er líklegt að opinbert vald haldi áfram að þrengja að þjóðkirkjunni. Mörg fordæmi eru fyrir slíku í tvö þúsund ára sögu kristindómsins. Svarið nú eins og áður hlýtur að vera að kirkjan snúi vörn í sókn. Kirkjan þarf að sýna meira sjálfstæði, frumkvæði og frumleika í að koma boðskap sínum á framfæri og treysta í minna mæli á að allir komi og hlusti eins og þeir eru vanir. Hún þarf sjálf að hlusta, breikka faðminn og sýna sterkari réttlætiskennd þannig að engum finnist hann útilokaður í samfélagi hennar. Kirkjan þarf fleiri leiðtoga, færri embættismenn. Meiri sannfæringarkraft á prédikunarstólnum og færri bókstafskreddur. Í kvöld fyllast kirkjur landsins af fólki sem finnst kirkjuferðin bæði ómissandi hluti af jólahefðunum og kemur til að opna hjarta sitt fyrir fagnaðarerindinu um fæðingu Krists. Samhugurinn er sjaldan sterkari; fjöldinn í guðshúsunum er ekki aðeins hin íslenzka kirkja heldur hluti af hundraða milljóna manna samfélagi um allan heim, sem á sér tveggja árþúsunda sögu og stækkar enn. Á aðfangadagskvöldi er ekki hægt að efast um að fagnaðarboðskapurinn sigrar alltaf að lokum, jafnvel þótt á móti blási um stund. Gleðileg jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun
Aðventan hefur verið með lítils háttar öðru sniði í mörgum skólum í Reykjavík eftir að nýjar reglur um samskipti skóla og trúfélaga tóku gildi í haust. Þær gengu þó skemmra en þær áttu að gera í upphafi og spilltu minna fyrir gömlum hefðum en margir höfðu áhyggjur af. Í einhverjum tilvikum fóru börn í kirkju og máttu syngja sálma en ekki biðja bænir. Það er aðallega kjánalegt. Í öðrum tilfellum hættu skólar við hefðbundna kirkjuferð. Í sumum sóknum borgarinnar brugðust prestar við með að hafa frumkvæði að því að bjóða skólabörnunum í kirkju utan skólatíma. Þannig fékk hefðin að halda sér og margir mættu. Ekki allir, en væntanlega þeir sem fannst hefðin – og boðskapurinn – einhvers virði. Slík framtakssemi er dæmi um þau viðbrögð sem þjóðkirkjan þarf að sýna við breyttum aðstæðum. Niðurstaðan varðandi samskipti kirkju og skóla í Reykjavík varð ekki sú sem kirkjan og margir fylgjendur hennar hefðu kosið. Ekki dugir að sýta bara málalokin; það þarf að finna nýjar leiðir til að ná til fólks. Ólíklegt er að nýjar reglur borgaryfirvalda, þar sem þrengt er að starfi kirkjunnar með skólunum, hefðu orðið að veruleika hefði kirkjan ekki þegar staðið höllum fæti gagnvart almenningsálitinu og glatað trausti margra. Tvennt kemur þar aðallega til síðustu ár. Annars vegar tregða kirkjunnar að koma til móts við óskir um hjónaband samkynhneigðra (sem nú er orðið að veruleika án þess að séð verði að kristindómurinn eða almennt siðferði hafi beðið skaða af) og hins vegar hik hennar að hlusta á ásakanir um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar og koma málunum í réttan farveg. Úr báðum málum hefur verið leyst, en það tók of langan tíma og ónauðsynlegar fórnir voru færðar. Of margir urðu fráhverfir kirkjunni sem þurftu ekki að verða það. Af þessari reynslu þarf kirkjan að læra. Samkeppni lífsskoðana fer vaxandi í íslenzku samfélagi. Sömuleiðis er líklegt að opinbert vald haldi áfram að þrengja að þjóðkirkjunni. Mörg fordæmi eru fyrir slíku í tvö þúsund ára sögu kristindómsins. Svarið nú eins og áður hlýtur að vera að kirkjan snúi vörn í sókn. Kirkjan þarf að sýna meira sjálfstæði, frumkvæði og frumleika í að koma boðskap sínum á framfæri og treysta í minna mæli á að allir komi og hlusti eins og þeir eru vanir. Hún þarf sjálf að hlusta, breikka faðminn og sýna sterkari réttlætiskennd þannig að engum finnist hann útilokaður í samfélagi hennar. Kirkjan þarf fleiri leiðtoga, færri embættismenn. Meiri sannfæringarkraft á prédikunarstólnum og færri bókstafskreddur. Í kvöld fyllast kirkjur landsins af fólki sem finnst kirkjuferðin bæði ómissandi hluti af jólahefðunum og kemur til að opna hjarta sitt fyrir fagnaðarerindinu um fæðingu Krists. Samhugurinn er sjaldan sterkari; fjöldinn í guðshúsunum er ekki aðeins hin íslenzka kirkja heldur hluti af hundraða milljóna manna samfélagi um allan heim, sem á sér tveggja árþúsunda sögu og stækkar enn. Á aðfangadagskvöldi er ekki hægt að efast um að fagnaðarboðskapurinn sigrar alltaf að lokum, jafnvel þótt á móti blási um stund. Gleðileg jól.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun