Ballesteros vill breyta Ryderkeppninni í golfi Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 10. febrúar 2011 10:30 Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Nordic Photos/Getty Images Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð. Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag. „Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni. Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð. Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag. „Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni. Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira