Nágrannar skála á torginu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. nóvember 2011 00:01 Svala utan við uppáhaldsblómabúðina sína í Frankfurt. Fram undan eru jól án íslenskra sjónvarpsþula. Margir muna eftir Svölu Arnardóttur með sitt bjarta bros á skjánum á aðfangadagskvöld að óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Nú heldur hún jólin í Þýskalandi ásamt fjölskyldunni en kemur heim fyrir áramótin. „Við erum búin að búa hér ytra í tæp sjö ár og höfum alltaf verið hér á jólum en heima um áramótin. Sami háttur verður hafður á núna. Eins og aðventan er yndisleg hér þá eru áramótin daufleg, að minnsta kosti miðað við það þjóðarkarnival sem er heima." Þetta segir Svala Arnardóttir, fyrrverandi sjónvarpsþula, þegar slegið er á þráðinn til hennar að forvitnast um jólahaldið í Frankfurt í Þýskalandi þar sem hún býr ásamt eiginmanninum Arthúri Björgvini Bollasyni og börnunum, Irmu Þóru ellefu ára og Ívari Má þrettán. „Þýskaland er mikið jólaland, eiginlega jólaævintýraland," segir Svala „og ýmsir jólasiðir, svo sem jólaskreytingar á trjám eru ættaðir héðan." Hún segir málaða trémuni úr mjúkum viði áberandi, bæði handunna og fjöldaframleidda og sjálf á hún veglega hnotubrjóta sem hún hefur fundið á jólamörkuðum en slíkir markaðir, bæði stórir og smáir setja sterkan svip á Þýskaland á þessum tíma. Stórir hnotubrjótar úr tré eru dæmigert þýskt jólaskraut. Mynd/Nordicphoto, Getty Svala segir huggulegheit einkenna aðventustemninguna í Þýskalandi og nefnir heitt eplavín og eggjapúns sem fólk ylji sér á á röltinu og tónlistin eigi einnig ríkan þátt í hátíðabragnum. En skyldi fjölskyldan hafa einhverja íslenska siði í heiðri um jólin? „Já, já, við höldum þeim sið að borða klukkan sex á aðfangadag og erum alltaf með íslenskan lambahrygg á borðum. Okkur finnst lambakjöt svo geggjað og bragðast afar vel hér í þessu svínalandi. Það er okkar sparimatur og svo viljum við helst hafa íslenskan fisk í forréttinum, jafnvel humar eða rækjur." Þau hjónin fara ekki í messu á aðfangadagskvöld að sögn Svölu en ung prestsdóttir á efri hæðinni hefur stundum skundað með börnin í kirkju þannig að þau hafa fengið að heyra jólaguðspjallið þar. Hún segir aðfangadagskvöld ívið frjálslegra í Þýskalandi en á Fróni. „Það er meira um að vinir hittist hér og komi saman en ekki bara fjölskyldan. Við búum í gamla hluta Frankfurt sem er mjög jólalegur á þessum tíma og við torgið er ævaforn turn. Þar spilar blásturshljómsveit jólasálmana á aðfangadagskvöld, þegar búið er að borða og opna pakkana. Þá kemur fólk úr hverfinu saman og skálar í kampavíni. Ég varð mér einu sinni til skammar með því að koma með skemmt kampavín sem ég hafði verið búin að geyma of lengi. En þarna hittir maður nágranna sína og blandar geði við þá, svona eins og á gamlárskvöldi heima." Þýskaland Jólaskraut Jólamatur Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Fram undan eru jól án íslenskra sjónvarpsþula. Margir muna eftir Svölu Arnardóttur með sitt bjarta bros á skjánum á aðfangadagskvöld að óska landsmönnum gleðilegrar hátíðar. Nú heldur hún jólin í Þýskalandi ásamt fjölskyldunni en kemur heim fyrir áramótin. „Við erum búin að búa hér ytra í tæp sjö ár og höfum alltaf verið hér á jólum en heima um áramótin. Sami háttur verður hafður á núna. Eins og aðventan er yndisleg hér þá eru áramótin daufleg, að minnsta kosti miðað við það þjóðarkarnival sem er heima." Þetta segir Svala Arnardóttir, fyrrverandi sjónvarpsþula, þegar slegið er á þráðinn til hennar að forvitnast um jólahaldið í Frankfurt í Þýskalandi þar sem hún býr ásamt eiginmanninum Arthúri Björgvini Bollasyni og börnunum, Irmu Þóru ellefu ára og Ívari Má þrettán. „Þýskaland er mikið jólaland, eiginlega jólaævintýraland," segir Svala „og ýmsir jólasiðir, svo sem jólaskreytingar á trjám eru ættaðir héðan." Hún segir málaða trémuni úr mjúkum viði áberandi, bæði handunna og fjöldaframleidda og sjálf á hún veglega hnotubrjóta sem hún hefur fundið á jólamörkuðum en slíkir markaðir, bæði stórir og smáir setja sterkan svip á Þýskaland á þessum tíma. Stórir hnotubrjótar úr tré eru dæmigert þýskt jólaskraut. Mynd/Nordicphoto, Getty Svala segir huggulegheit einkenna aðventustemninguna í Þýskalandi og nefnir heitt eplavín og eggjapúns sem fólk ylji sér á á röltinu og tónlistin eigi einnig ríkan þátt í hátíðabragnum. En skyldi fjölskyldan hafa einhverja íslenska siði í heiðri um jólin? „Já, já, við höldum þeim sið að borða klukkan sex á aðfangadag og erum alltaf með íslenskan lambahrygg á borðum. Okkur finnst lambakjöt svo geggjað og bragðast afar vel hér í þessu svínalandi. Það er okkar sparimatur og svo viljum við helst hafa íslenskan fisk í forréttinum, jafnvel humar eða rækjur." Þau hjónin fara ekki í messu á aðfangadagskvöld að sögn Svölu en ung prestsdóttir á efri hæðinni hefur stundum skundað með börnin í kirkju þannig að þau hafa fengið að heyra jólaguðspjallið þar. Hún segir aðfangadagskvöld ívið frjálslegra í Þýskalandi en á Fróni. „Það er meira um að vinir hittist hér og komi saman en ekki bara fjölskyldan. Við búum í gamla hluta Frankfurt sem er mjög jólalegur á þessum tíma og við torgið er ævaforn turn. Þar spilar blásturshljómsveit jólasálmana á aðfangadagskvöld, þegar búið er að borða og opna pakkana. Þá kemur fólk úr hverfinu saman og skálar í kampavíni. Ég varð mér einu sinni til skammar með því að koma með skemmt kampavín sem ég hafði verið búin að geyma of lengi. En þarna hittir maður nágranna sína og blandar geði við þá, svona eins og á gamlárskvöldi heima."
Þýskaland Jólaskraut Jólamatur Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Sigurjóna Sverris: Samveran skiptir mestu Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Jólalag dagsins: Eyþór Ingi flytur Ó, helga nótt Jól Dæturnar miðpunktur jólahaldsins Jól Þegar Trölli stal jólunum Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Vestfirskar hveitikökur og metnaðarfullar skreytingar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira