Umfjöllun: Valsstúlkur keyrðu yfir andlausa Framara í seinni hálfleik Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2011 22:44 Valskonan Íris Ásta Pétursdóttir lætur hér vaða á markið í kvöld. Mynd/Stefán Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur. Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira
Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri. Það mátti búast við hörkuleik í Safamýrinni í kvöld þegar Fram tók á móti Íslandsmeisturum Vals í níundu umferð N1-deild kvenna. Framarar hafa heldur betur riðið feitum hesti í vetur og voru fyrir leikinn í kvöld með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar með 16 stig. Valsstúlkur hafa aftur á móti verið á mikilli siglingu og spilað sérstaklega vel að undanförnu. Fyrir leikinn í kvöld var Valur í 3.sæti deildarinnar með 14 stig og gátu því með sigri jafnað Fram að stigum. Viðureign þessara liða um Íslandsmeistaratitilinn var heldur betur spennandi á síðustu leiktíð og því máti búast við háspennuleik í kvöld. Framarar hófu leikinn betur og voru með ákveðið frumkvæði í leiknum alveg frá fyrstu mínútu fyrri hálfleiksins. Vörnin var að smella vel saman hjá heimastúlkum og þar fór fremst í flokki Pavla Nevarilova, leikmaður Fram, en hún var hreinlega frábær. Framarar voru alltaf einu skrefi á undan Valsstúlkum og héldu eins til tveggja marka forskoti út hálfleikinn. Þegar venjulegum leiktíma var lokið í fyrri hálfleik fengu Framarar aukakast. Birna Berg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði beint úr aukakastinu og kom liði sínu í 13-11, en það var staðan þegar stúlkurnar gengu inn í hálfleikinn. Íris Björk Símonardóttir var að verja sérstaklega vel í marki Framara en hún varði til að mynda tvö vítaköst í fyrri hálfleiknum. Í síðari hálfleik var aðeins eitt lið á vellinum en Valsstúlkur gjörsamlega keyrðu yfir Framara. Framstúlkur réðu ekkert við frábæran varnaleik gestanna en Anna Úrsúla og Hildigunnur Einarsdóttir áttu hreint frábæran leik í hjarta varnarinnar hjá Val. Mikið andleysi einkenndi leik Framara en þær skoruðu aðeins þrjú mörk í síðari hálfleiknum og sóknarleikurinn þeirra hreint út sagt skelfilegur. Það má greinilega sjá að skarðið sem Stella Sigurðardóttir skilur eftir sig er mikið og Framliðið virðist ekki ráða við það. Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, var atkvæðamest gestanna en hún skoraði sex mörk. Maður leiksins var aftur á móti Íris Björk Símonardóttir, markvörður Fram, en hún varði 16 skot og þar af fjögur vítaskot. Toppbaráttan heldur áfram að vera spennandi eftir leikinn í gær en þrjú efstu liðin í deildinni eru öll með 16 stig.Fram - Valur 16-23 (13-11)Mörk Fram (Skot): Birna Berg Haraldsdóttir 6 (25) ,Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4/3 (9/4) ,Pavla Nevarilova 2 (2), Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2 (4) ,Ásta Birna Gunnarsdóttir 1 (2) ,Karen Knútsdóttir 1 (8) ,Marthe Sördal 0 (1) ,Hildur Þorgeirsdóttir 0 (1)Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 16/4 (23/2, 41%)Hraðaupphlaupsmörk: 1 ( Ásta Birna)Fiskuð víti: 4(Ásta Birna 2, Pavla og Karen Knútsdóttir) Brottvísanir: 6 mínútur Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 6/2 (12/2) ,Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4 (5/1) ,Anett Köbil 3 (6/1) ,Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 3 (8/2) ,Karólína B. Gunnarsdóttir 2 (3) ,Rebekka Rut Skúladóttir 2 (5) ,Hildigunnur Einarsdóttir 1 (2) ,Íris Ásta Pétursdóttir 1 (3) ,Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir 0 (0/1) ,Camilla Transel 0/1 (0/2)Varin skot: Guðný Jenný Ásmundsdóttir 13 (12/3, 52%), Sunneva Einarsdóttir 3/1 (4, 42%),Hraðaupphlaup: 4 ( Anna Úrsúla 2, Hrafnhildur Ósk, Karólína Gunnarsdóttir)Fiskuð víti: 8( Anna Úrsúla 3, Hildigunnur, Rebekka, Hrafnhildur Ósk, Anett Köbil, Karólína B.) Utan vallar: 4 mínútur.
Olís-deild kvenna Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Enski boltinn Fleiri fréttir „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Norðurlöndin með risasigra á HM ÍR vann botnslaginn og sinn fyrsta sigur „Smá glóðarauga og nokkrar skrámur“ „Hún er sá leikmaður sem við hefðum viljað fá í þessi færi“ Ráðgátan með dularfulla peningaseðilinn í leik Íslands leyst Sjá meira