Valsmenn hafa heldur betur strítt Framliðinu í bikarkeppninni undanfarin fjögur tímabil því öll þessi ár hafa Framarar þurft að sætta sig við að detta út úr bikarnum á móti Val. Valsmenn unnu undanúrslitaleik liðanna 33-31 eftir framlengingu í gær.
Valur var búið að slá Fram út úr átta liða úrslitunum síðustu tvö ár á undan og vann ennfremur bikarúrslitaleik félaganna árið 2008. Framarar hafa nú tapað síðustu sjö leikjum sínum í Vodafonehöllinni.
Vilhelm Gunnarssoin ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum að Hlíðarenda í gær. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Valsmenn slógu Framara út úr bikarnum fjórða árið í röð - myndir
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
