Topp 10: Þórhallur Sævarsson 19. janúar 2011 06:00 Þórhallur Sævarsson, 31 árs auglýsingaleikstjóri. Þórhallur er uppalinn í Þingholtunum og í Hlíðunum en hefur einnig búið í London og Kaupmannahöfn. Hann er nú búsettur við Laugaveg ásamt sambýliskonu sinni, Berglindi Óskarsdóttur, syninum Óðni Styrkári og öðrum nýfæddum syni. Frá íbúðinni er stutt á höfuðstöðvar Þórhalls, Kaffibarinn. Hann segir mikil læti við götuna, engin bílastæði, nóg af slagsmálum og eitt sinn fann hann mannaskít úti í porti. Þrátt fyrir þetta vill hann helst ekki búa annars staðar. „Svo skemmir ekki fyrir að eiga jafn töff nágranna og Mörð Árnason alþingismann, og plötusnúðinn Sexy Lazer," segir Þórhallur.Leican - Af öllum myndavélunum á heimilinu þykir mér vænst um þessa. Hún er Leica m3 frá 1956, upprunalega í eigu afa míns og nafna. Nýkomin úr algjörri yfirhalningu og stendur sína plikt vonandi í önnur 50 ár.Bleika kaffivélin - Kærastan fékk að velja litinn (ég er þó leynilega mjög hrifinn). Bruggar himneskt espresso sem kikkstartar deginum.Gönguskórnir - Þessir voru að koma í hús. Þeir eru ótrúlega léttir, úr þæfðri ull og smíðaðir eftir pöntun.Sólgleraugu - Persol Ratti 714, samanbrjótanleg með orginal bláa glerinu eins og Steve McQueen var með í „The Thomas Crown Affair". Þarf að segja eitthvað meira?Húfan - Jólagjöfin frá kærustunni í fyrra, tékkneskur fjallaúlfur til að halda á mér hita yfir háveturinn.Ljósmyndin - Þrítugsafmælisgjöf frá samstarfsmönnum mínum í Bretlandi, er eftir Peter Webb og sýnir þrjá teddy boys". Þetta eintak er nr. 13 af 20, en frumeintakið hangir í National Portrait Gallery í London.Mótorhjólið - Þessir lyklar ganga að mótorhjólinu mínu, sem ég elska mikið. Með góðu viðhaldi get ég vonandi arfleitt syni mína að því. Vegabréfið - Lykillinn að umheiminum, maður færi skammt án þess. Að eiga gilt vegabréf býður upp á einfaldasta kreppuráðið á þessum síðustu og verstu, að fara.Hárblásarinn - Þetta er mesti macho-hárblásari í heimi, svartur og gylltur og heitir eitthvað 3000. Ekki skemmir fyrir að hann kemur gæðavottaður af hárdoktornum sjálfum, Jóni Atla Helgasyni. Ég trúi því statt og stöðugt að hárið skapi manninn og að góð greiðsla sé gulli betri. Hálsmenið - Tákn um traust, von og stöðugleika í lífsins ólgusjó. Smíðað og hannað af kærustunni minni. Ég kýs að líta fram hjá því að þetta gæti verið dulin ádeila á ferðalög mín sökum vinnu, að hún sé í raun í sambandi með togarasjómanni en ekki leikstjóra. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Þórhallur er uppalinn í Þingholtunum og í Hlíðunum en hefur einnig búið í London og Kaupmannahöfn. Hann er nú búsettur við Laugaveg ásamt sambýliskonu sinni, Berglindi Óskarsdóttur, syninum Óðni Styrkári og öðrum nýfæddum syni. Frá íbúðinni er stutt á höfuðstöðvar Þórhalls, Kaffibarinn. Hann segir mikil læti við götuna, engin bílastæði, nóg af slagsmálum og eitt sinn fann hann mannaskít úti í porti. Þrátt fyrir þetta vill hann helst ekki búa annars staðar. „Svo skemmir ekki fyrir að eiga jafn töff nágranna og Mörð Árnason alþingismann, og plötusnúðinn Sexy Lazer," segir Þórhallur.Leican - Af öllum myndavélunum á heimilinu þykir mér vænst um þessa. Hún er Leica m3 frá 1956, upprunalega í eigu afa míns og nafna. Nýkomin úr algjörri yfirhalningu og stendur sína plikt vonandi í önnur 50 ár.Bleika kaffivélin - Kærastan fékk að velja litinn (ég er þó leynilega mjög hrifinn). Bruggar himneskt espresso sem kikkstartar deginum.Gönguskórnir - Þessir voru að koma í hús. Þeir eru ótrúlega léttir, úr þæfðri ull og smíðaðir eftir pöntun.Sólgleraugu - Persol Ratti 714, samanbrjótanleg með orginal bláa glerinu eins og Steve McQueen var með í „The Thomas Crown Affair". Þarf að segja eitthvað meira?Húfan - Jólagjöfin frá kærustunni í fyrra, tékkneskur fjallaúlfur til að halda á mér hita yfir háveturinn.Ljósmyndin - Þrítugsafmælisgjöf frá samstarfsmönnum mínum í Bretlandi, er eftir Peter Webb og sýnir þrjá teddy boys". Þetta eintak er nr. 13 af 20, en frumeintakið hangir í National Portrait Gallery í London.Mótorhjólið - Þessir lyklar ganga að mótorhjólinu mínu, sem ég elska mikið. Með góðu viðhaldi get ég vonandi arfleitt syni mína að því. Vegabréfið - Lykillinn að umheiminum, maður færi skammt án þess. Að eiga gilt vegabréf býður upp á einfaldasta kreppuráðið á þessum síðustu og verstu, að fara.Hárblásarinn - Þetta er mesti macho-hárblásari í heimi, svartur og gylltur og heitir eitthvað 3000. Ekki skemmir fyrir að hann kemur gæðavottaður af hárdoktornum sjálfum, Jóni Atla Helgasyni. Ég trúi því statt og stöðugt að hárið skapi manninn og að góð greiðsla sé gulli betri. Hálsmenið - Tákn um traust, von og stöðugleika í lífsins ólgusjó. Smíðað og hannað af kærustunni minni. Ég kýs að líta fram hjá því að þetta gæti verið dulin ádeila á ferðalög mín sökum vinnu, að hún sé í raun í sambandi með togarasjómanni en ekki leikstjóra.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira